sunnudagur, 22. desember 2013

mánudagur, 16. desember 2013

Síðustu æfingar fyrir jól

Við verðum með körfuboltaæfingu þriðjudaginn 17. desmeber og á fimmtudaginn 19. desember verður síðasta æfing fyrir jól.   Fjölgreinaæfingin verður að þessu sinni jólaæfing. Allir endilega að koma með jólahúfu. Það verða leikjastöðvar og jólamúsík. Kaffi, piparkökur og mandarínur í anddyrinu á meðan æfingu stendur.

Fyrsta æfing á nýju ári verður síðan þriðjudaginn 7. janúar 

fimmtudagur, 12. desember 2013

Meistaraflokksleikir föstudaginn 13. des, miðar og leiða inn

Á morgun verða 2 leikir að Ásvöllum, meistaraflokkur kvenna tekur á móti Hamri kl. 18:00 og kl. 20:00 tekur meistaflokkur karla á móti Skallagrími.

Ég er með 30 miða fyrir krakkana og það verður því í boði 2 miðar fyrir hvern krakka.

Krakkarnir koma til með að leiða meistaraflokkana inná völlinn og verður það með sama fyrirkomulagi og síðast.  Stelpurnar leiða inn meistaraflokk kvenna og strákarnir meistaraflokk karla.  Vona að sem flestir geti mætt.

Á milli leikja er grillið í gangi að venju, fyrir þá sem vilja fá sér að borða.

Foreldrar geta nálgast miða í afgreiðslunni, starfsmenn íþróttahússins vita af því að foreldrar í byrjendaflokki koma og sækja miðana.

Krakkarnir sem leiða inná völlinn þurfa að mæta í búningunum sínum, eða rauðum bol.  Þau þurf að vera tilbúin 15 mínútur fyrir leik á milli stúkanna (þar sem gengið er inn í salinn á æfingum)

laugardagur, 7. desember 2013

Leikum okkur á næstu æfingu

Á næstu æfingu munum við leika okkur.  Við höfum fengið leyfi fyrir því að nota áhöld skólans, þ.e. kistur, dýnur o.fl.  Stillt verður upp leikjum með notkun þessara áhalda, nokkurs konar Tarsan klukkleikjum.

miðvikudagur, 4. desember 2013

Vel heppnað ÍR mót

Síðustu helgi tóku krakkarnir okkar þátt í ÍR móti, stóðu sig frábærlega og voru félaginu til sóma.  Það var gaman að sjá hvað þau öll voru áhugasöm og tóku virkan þátt.  Held að allir hafi haft mjög gaman af.

Það voru 2 stráka lið sem tóku þátt í mótinu og það fyrra hóf leik snemma á laugardagsmorgni eða kl. 8:10.  Strákarnir í þessu liði voru þeir, Axel, Leon, Oskar, Óskar, Olafur og Sindri.  Flestir af þessum strákum voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og allir stóðu þeir sig mjög vel.


Seinna strákaliðið hóf leik kl. 10:40 á laugardagsmorgninum.  Strákarnir í þessu liði voru þeir Dagur, Helgi, Jerve, Orri, Viktor og Ævar.  Allir í liðinu eru á sínu öðru ári og virkilega gaman að sjá hversu miklar framfarir þeirra eru á milli móta.


Stelpuliðið hóf leik á sunnudeginum kl. 11:55.  Þær sem skipuðu liðið voru Bryndís, Emelía, Halldóra, Ólöf, Sigrún og Snædís.  Sumar voru að keppa í fyrsta sinn og aðrar voru með á mótum á síðasta ári.  Eins og hjá strákunum þá voru þær til fyrirmyndar og stóðu sig frábærlega.



Fleiri myndir úr mótinu má sjá hér til hliðar undir ýmsum myndum.

þriðjudagur, 3. desember 2013

Jólabingó Hauka sunnudaginn 8. desember

Jólabingó Hauka verður haldið sunnudaginn 8. desember kl. 17:00 í íþróttasal Hauka á Ásvöllum.

Spjaldið kostar 500 kr.
Húsið opnar kl. 16:00
Fjöldi glæsilegrar vinninga.

Heitt súkkulaði m/rjóma og piparkökur til sölu.  Mætum og skemmtum okkur og styrkjum um leið öflugt íþróttastarf Hauka að Ásvöllum.

fimmtudagur, 28. nóvember 2013

ÍR mót

Leikirnir fara fram í Seljaskóla.  Foreldrar sjá um að koma krökkunum á staðinn og tilbaka.  Kostnaður við þátttöku í mótinu eru 2.500 kr. og greiðast á staðnum við mætingu í mótið.  Krakkarnir þurfa að vera mættir 20 mínútum fyrir fyrsta leik, tilbúin klædd (í eigin búningum eða rauðum bol) í keppni.

Nú liggur fyrir leikjaniðurröðun fyrir helgina og skipting í liða hjá okkur.  Stelpurnar spila á sunnudeginum og verður þar 1 lið frá okkur sem er skipað eftirfarandi leikmönnum:

Halldóra
Bryndís
Emelía
Snædís
Ólöf
Sigrún

Leikirnir eru á sunndeginum 1. desember á eftirfarandi tímum:
11:55 Haukar - Keflavík1 (Völlur 1)
12:45 Haukar - KR3 (Völlur 3)
13:35 Haukar - Keflavík3 (Völlur 2)

Strákarnir skiptast í 2 lið og fyrri hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum:
Óskar Erik
Oskar
Olafur Isaac
Axel
Sindri
Leon
Jóhann Ási

Leikirnir eru á laugardeginum 30. nóvember á eftirfarandi tímum:
8:10 Haukar - Njarðvík (Völlur 1)
9:00 Haukar - Grindavík1 (Völlur 3)
9:50 Haukar - Keflavík1 (Völlur 2)

Seinni hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum
Ævar
Viktor
Dagur
Jerve
Orri
Helgi

Leikirnir eru á laugardeginum 30. nóvember á eftirfarandi tímum:
10:40 Haukar - Njarðvík1 (Völlur 1)
11:30 Haukar - Þór Þ.2 (Völlur 2)
12:45 Haukar - FSU 1 (Völlur 1)

þriðjudagur, 26. nóvember 2013

Litla NBA á fimmtudagsæfingunni 28. nóvember

Á fimmtudaginn 28. nóvember verður haldið litla NBA.  Það þýðir að þennan dag á fjölgreinaæfingu, verður eingöngu körfubolti.  Skipt verður í lið og spilað mót á æfingunni.  Vonandi að ég sjái sem flesta.

fimmtudagur, 21. nóvember 2013

Fyrsta mót vetrarins (uppfært)

Helgina 30. nóv - 1. des verður haldið mót hjá ÍR sem við ætlum að sækja.  Gjaldið er 2.500 kr. á keppanda og innifalið í því er verðlaunapeningur og nesti frá Nettó.  Nánari dagskrá liggur ekki fyrir, en ætti að skýrast í næstu viku.  Hvert lið mun eingöngu spila annan daginn og má gera ráð fyrir að mótið taki 2-3 tíma að klárast.  Þeir sem ætla að taka þátt, endilega skráið ykkur í "ummæli" á þessari frétt.

Strákar spila á laugardag og stelpur á sunnudag, nánari dagskrá verður komin seinni hluta næstu viku.

mánudagur, 11. nóvember 2013

Bíó og pizzukvöld

Haldið verður bíó og pizzukvöld mánudaginn 18. nóvember, heima hjá þjálfaranum Hörgsholti 35.  Skemmtunin er fyrir bæði stelpu og stráka hóp, kostnaður er 500 kr. fyrir pizzu og svala.  Mæting er kl. 17:30 en gert er ráð fyrir að skemmtuninni ljúki ca.kl. 20:00.

þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Ósóttir búningar

Enn nokkuð af ósóttum búningum, hægt er að nálgast búningana milli kl. 09:00 - 18:00 og svo er hægt að hringja líka og biðja um að setja búninga í afgreiðslu til að sækja þá eftir kl. 18:00.

sunnudagur, 3. nóvember 2013

Myndir

Myndir af því þegar krakkarnir leiddu inn leikmenn meistaraflokkanna inná leikina Haukar-Snæfell eru komnar inn, sjá hlekki yfir myndir hér til vinstri á bloggsíðunni.  Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar.


föstudagur, 25. október 2013

Búningar komnir í hús

Þeir sem keyptu búninga (eða aðrar vörur) á síðasta söludegi Hauka að Ásvöllum.  Geta nú sótt vörur sínar niður á Ásvelli.

miðvikudagur, 23. október 2013

Gengið inn með meistaraflokki miðvikudaginn 30. október

Þann 30. október fara fram leikir í meistaraflokki á Ásvöllum á móti Snæfelli.  Kvennaleikurinn er kl. 18:00 og karlaleikurinn kl. 20:00.

Byrjendaflokkurinn mun ganga inná völlinn með liðunum.  Stelpurnar ganga inn með kvennaliðinu og strákarnir með karlaliðinu.  Mæta þarf 30 mínútum áður en viðkomandi leikur hefst, þ.e. stelpur kl. 17:30 og strákar kl. 19:30.  Þeir sem eiga búninga mega gjarnan mæta í þeim, annars að mæta í rauðum bol.

Frítt er á leikina í boði Valitors.  Krakkarnir fá frítt inná alla leiki.  Fyrir þá sem vilja þá er opið grillið á milli leikja, þar sem hægt er að fá sér eitthvað í gogginn.  Vonandi að ég sjái sem flesta.

föstudagur, 11. október 2013

Annar Errea söludagur á mánudaginn milli kl. 17:00 - 19:00

Mánudaginn 14. október verður annar söludagur hjá körfuknattleiksdeildinni. Hægt verður að kaupa Errea körfuboltafatnað, undirbuxur, hettupeysur, íþróttabuxur, buff fyrir veturinn og fullt af öðrum íþróttafatnaði verður til sölu.

fimmtudagur, 10. október 2013

Tilkynning frá íþróttastjóra Hauka

Skráningar og greiðsla æfingagjalda hafa gengið ágætlega en þó er enn um að iðkendur séu óskráðir. Við viljum því minna ykkur á að ganga í það og höfum við ákveðið að gefa ykkur frest til þriðjudagsins 15. október n.k. til þess að ganga frá skráningum. Skrá þarf í gegnum „Mínar síður“ hjá Hafnarfjarðarbæ en það er eina leiðin til þess að hægt sé að nýta niðurgreiðsluna. Eftir það verða þeir iðkendur sem enn eru óskráðir, skráðir inn af okkur og fá forráðamenn sendan greiðsluseðil heim. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá þá niðurgreiðslu sem iðkendur. Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is

föstudagur, 4. október 2013

Niðurstöður úr foreldrafundi

Farið var yfir fyrirkomulag vetrarins á foreldrafundi í gær, einnig kynnt hvaða mót verður farið á.

Varðandi æfingar þá er hægt að sjá æfingatöfluna hérna vinstra megin á síðunni.  Strákarnir hafa einnig möguleika að sækja æfingar hjá 8-9 ára á laugardögum 14-15 í Hraunvallaskóla.  Stelpurnar hafa möguleika á að sækja æfingar hjá 8-9 ára.  Æfingarnar með 8-9 ára henta þeim sem hafa góðan grunn og hafa æft einhvern tíma, þau sem eru nýbyrjuð hafa minna erindi þangað.

Mót vetrarins verða eftirfarandi:
30. nóv - 1. des: Jólamót ÍR
18.-19. janúar Actavismótið, Haukar
1.-2. mars Nettómótið, Keflavík og Njarðvík

Söludagur á Ásvöllum 9. október kl. 17-19

Errea verður með söludag á körfu- og íþróttafatnaði í næstu viku, miðvikudaginn 9. okt. milli kl. 17:00 - 19:00 hér á Ásvöllum. Það verður hægt að kaupa keppnisbúninga fyrir iðkendur, undurbuxur, íþróttabuxur, buff, peysur og annan íþróttafatnað. Foreldrar geta líka keypt hettupeysur merktum Haukum.

mánudagur, 30. september 2013

Foreldrafundur fimmtudaginn 3. október

Á eftir æfingu á fimmtudaginn eða kl. 18:10 verður foreldrafundur að Ásvöllum, vonandi að sem flestir geti mætt.

miðvikudagur, 25. september 2013

Æfingagjöld og niðurgreiðslur

Skráningar og greiðsla æfingagjalda eru nú í fullum gangi og eru forráðamenn minntir á að nýta sér niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá fulla niðurgreiðslu. Eins og er, er enn opið fyrir niðurgreiðsluna í september og því um að gera fyrir þá sem enn eiga eftir að ganga frá skráningu og æfingagjöldum, að ganga frá því strax. Um mánaðarmótin sept/okt dettur niðurgreiðsla fyrir september út. Eftir það, gildir niðurgreiðslan frá þeim degi sem er skráð.

Leiðbeiningar um hvernig staðið er að greiðslum er að finna hér, http://haukar.is/leiebeiningar

Byrjendaflokkarnir geta æft allar greinarnar en greiða bara fyrir 1 árgjald. Forráðamenn skrá hins vegar iðkendur í þá flokka sem viðkomandi ætla að æfa og fellur Bryndís svo niður það sem við á. Sendið Bryndísi tölvupóst svo að hún geti fellt niður umframgreiðslurnar.

Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is 

mánudagur, 23. september 2013

Æfingin 24. september

Ég verð því miður fjarverandi á æfingu á morgun.  Magni (sonur minn) mun stýra fyrri hlutanum af æfingunni hjá stelpunum 16-17.  Dagbjört mun sjá um seinni hlutann og síðan æfinguna hjá strákunum.

fimmtudagur, 19. september 2013

Möguleiki á fleiri æfingum

Strákar sem treysta sér til að æfa með 8-9 ára strákum, stendur til boða að sækja æfingar á laugardögum kl. 14-15 í Hraunvallaskóla.  Vil þó taka fram að þarna eru strákar að æfa sem eru 1-2 ári eldri, en þó ekki fjölmennur hópur.  Strákar í byrjendaflokki sem hafa þokkalegan grunn hafa fullt erindi til að sækja þessar æfingar líka.

2 stelpur úr byrjendaflokki hafa sótt æfingar hjá 8-9 ára stelpum.  Aðrar stelpur eru flestar að byrja og því ekki tímabært að byrja strax með eldri stelpum.  En ég mun þó skoða það þegar líður meira á veturinn hvort það bætist ekki í hópinn þar.

fimmtudagur, 5. september 2013

Haukadagur sunnudaginn 8.september

Haukadagur verður á Asvöllum næsta sunnudag, þann 8. september frá kl. 13:00-16:00.  Æfingatöflur deildanna verða kynntar og hægt verður að ganga frá ársgjöldunum.  Í iþróttasalnum verða deildirnar með hinar ýmsu skemmtanir og þrautir á milli kl. 13:00-15:00. Nánar um dagskrána kemur á heimasíðu Hauka á föstudaginn, haukar.is

miðvikudagur, 4. september 2013

Fyrsta æfingin

Fyrstu æfingu tímabilsins lokið.  Það varð lítið úr stelpuæfingunni, þar sem einungis 1 stelpa mætti.  Vona að það verði fleiri á næstu æfingu, en í fyrra var þetta flottur hópur sem skemmti sér vel á æfingum.  Endilega að kíkja á æfingu og prófa, taka líka vini með.

Strákarnir voru öllu fleiri og þar af 6 strákar að mæta á sína fyrstu æfingu, hópurinn var því alls 14 strákar. Spennandi vetur framundan og vona að allir haldi áfram að mæta, og að hópurinn stækki jafnvel enn meira.

Vildi benda á að með æfingagjöldin, að fyrir þennan hóp í byrjendaflokki, þá er það þannig að ef greitt er gjald fyrir eina boltagrein, þá gildir það fyrir aðrar líka.  Þannig að ef t.d. er búið að greiða fyrir fótbolta, þá gildir það líka fyrir körfu og handbolta.  Eina sem bæta þarf við er skráning í gegnum þá síðu sem greitt er í gegnum, ekki þarf að borga aftur.  Það verður betur farið yfir þetta á foreldrafundi, sem ég á eftir að boða, en verður væntanlega seinni hluta septembermánaðar.

laugardagur, 31. ágúst 2013

Æfingin 3. september

Ég verð því miður fjarverandi á fyrstu æfingunni þann 3. september.  En hann Emil Barja mun stýra æfingunni í minni fjarveru, ásamt Dagbjörtu.  Vona að sem flestir mæti.

fimmtudagur, 22. ágúst 2013

Æfingar tímabilið 2013-2014 að byrja

Æfingar fyrir árið 2013-2014 eru að fara af stað og munu hefjast 2.september, æfingar verða á eftirfarandi tímum:

Strákar fæddir 2006 og yngri
Þriðjudagar kl. 17-18
Fimmtudagar kl. 17:10-18

Stelpur fæddar 2006 og yngri
Þriðjudagar kl. 16-17
Fimmtudagar kl. 17:10-18

Þjálfarar verða þau Marel Örn Guðlaugsson og Dagbjört Samúelsdóttir

miðvikudagur, 5. júní 2013

Sumaræfingar

Æfingar í sumar fyrir yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Krakkar fæddir 2001 og yngri – Alla virka morgna frá kl. 9-12 á Ásvöllum. Þessar æfingar eru tengdar íþróttaskóla Hauka í sumar. Þeir sem skrá sig í körfubolta verða einungis á körfuboltaæfingum og farið verður yfir grunnatriði í körfubolta. Boltaæfingar, skotæfingar og spilæfingar frá kl. 9.00 – 10.15 og síðan spil frá kl. 10.45 – 11.50. Muna að koma með nesti með sér á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson. Skráningar eru hafnar.

Krakkar fæddir 2000 – 1996 – Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.00 – 18.00 á Ásvöllum. Þessar æfingar verða með hefðbundnu sniði eins og verið hefur síðustu tvö sumur. Æfingar byrja fimmtudaginn 13. Júní og þá verður líka skráning. Verð verður auglýst nánar síðar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson.

þriðjudagur, 14. maí 2013

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar fyrir veturinn 2012-2013 verður
fimmtudaginn 16.maí kl. 18:00 hér á Ásvöllum.
Hátíðin verður með hefðbundnu sniði en það sem verður boðið upp á er:

-          Viðurkenningar

-          Bollakeppni

o   Skipt niður í þrjá aldurshópa

o   Vegleg verðlaun

-   Troðslur og boltafimi frá meistaraflokki karla

-          Pylsur og með því fyrir alla

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt – gaman væri að sem flestir kæmu
merktir Haukum

sunnudagur, 12. maí 2013

Síðasta æfing tímabilsins

Á þriðjudaginn verður síðasta æfing tímabilsins.  Ég verð ekki með æfinguna, en Dagbjört verður með æfinguna hjá strákunum og Ingvar Guðjónsson verður með seinni æfinguna hjá stelpunum ásamt Dagbjörtu.

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir ánægjulegt tímabil.  Vona að krakkarnir verði duglegir að æfa sig í sumar og mæti svo á æfingar aftur í haust.  Í sumar verður svo boðið upp á námskeið í körfubolta hjá Haukunum, en það munu koma upplýsingar inn á heimasíðu Hauka um það.

Uppskeruhátíðin verður svo á fimmtudaginn kl. 18, hvet alla til að mæta þangað, jafnt krakkana sem foreldra.

Valsmót

Valsmótið var vel heppnað og allir strákarnir fengu að spila 3 leiki og stóðu sig vel.  Við sendum 2 lið á mótið og fyrra liðið var skipað þeim Birki, Ólafi, Degi, Kristófer og Jerve.  Strákarnir stóðu sig feyki vel og spiluð til að mynda á móti 2 liðum skipuðum strákum úr 3ja bekk, og voru sterkari aðilinn.  Seinna liðið var skipað eingöngu strákum í fyrsta bekk hjá okkur, þ.e. þeim Andra, Helga, Orra, Ævari og Viktori.  Andstæðingar þeirra voru allt strákar í 2. bekk, en engu að síður stóðu þeir sig mjög vel.  Allir fengu svo verðlaun í lok móts, þar sem strákarnir fengu medalíu, svala og prins póló.

fimmtudagur, 9. maí 2013

Valsmótið, dagskrá

Nú liggur dagskrá Valsmótsins fyrir, við verðum með 2 lið sem skiptast eftirfarandi:

Haukar1:
Birkir Bóas
Dagur
Jerve
Kristófer
Ólafur Darri

Haukar1 þurfa að vera mættir og tilbúnir í búning (rauðum bol) kl. 12:10 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.  Leikjadagskrá Hauka 1 er eftirfarandi:

12:30 Haukar1 - Grindavík (Völlur 1b)
13:00 Haukar1 - ÍR (Völlur 1a)
13:30 Haukar1 - Valur (Völlur 1b)

Haukar2:
Andri Steinn
Helgi
Orri
Viktor
Ævar Örn

Haukar2 þurfa að vera mættir og tilbúnir í búning (rauðum bol) kl. 13:40 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.  Leikjadagskrá Hauka 2 er eftirfarandi:

14:00 Haukar2 - Grindavík (Völlur 1a)
14:30 Haukar2 - ÍR (Völlur 1b)
15:00 Haukar2 - Valur (Völlur 1b)

miðvikudagur, 8. maí 2013

Síðasta æfing vetrarins og uppskeruhátíð yngri flokka

Þriðjudaginn 14. maí verður síðasta æfing vetrarins.  Ég verð ekki með þessa æfingu, en Dagbjört verður á sínum stað ásamt öðrum þjálfara í minn stað.

Fimmtudaginn 16. maí verður uppskeruhátið yngri flokka og hefst hún kl. 18:00.  Vonandi geta sem flestir mætt á uppskeruhátíðina.

Engin æfing fimmtudaginn 9. maí

Það verður engin æfing fimmtudaginn 9. maí, Uppstigningardagur.

þriðjudagur, 7. maí 2013

Valsmót 11. maí


Valsmótið verður á laugardaginn kl. 12, ég á reyndar eftir að fá dagskrá og mun senda hana út á ykkur þegar að hún berst mér.

Kostnaður við mótið er hægt að greiða á mótsstað, kostnaður á hvern leikmann eru 1.000 kr.

Allir þátttakendur fá medalíu fyrir þáttökuna, svala og pizzusneið að móti loknu.

Það eru 10 strákar sem hafa tilkynnt þátttöku og við verðum með 2 lið á mótinu.  Það eru 4 inná í einu, þannig að allir fá að spila mikið.  Þeir sem hafa tilkynnt þátttöku eru eftirfarandi:

Helgi
Orri
Viktor
Ævar Örn
Ólafur Darri
Birkir Bóas
Andri Steinn
Jerve
Dagur Orri
Kristófer

Einnig eru 2 búnir að staðfesta að þeir komist ekki.  Ef það eru fleiri sem hafa áhuga að vera með, endilega látið mig vita sem fyrst.

Mæting 11:40 í Valsheimilið.  Þeir sem eiga búningana sína að mæta með þá, aðrir að mæta með rauðan bol.

sunnudagur, 5. maí 2013

Valsmót laugardaginn 11. maí

Á laugardaginn 11. maí munu drengirnir í byrjendaflokki taka þátt í móti hjá Val á Hlíðarenda.  Mótið hefst kl. 12 og munum við spila a.m.k. 3 leiki, sem klárast á 2-3 klst.  Þátttökugjald er 1.000 kr á hvern leikmann, og allir fá pizzusneið, svala og medalíu að móti loknu.  Þeir sem ætla að vera með þurfa að láta mig vita sem fyrst, marelorn@gmail.com.

Vel heppnaður æfingaleikur við Stjörnuna

Síðasta þriðjudag komu stelpurnar úr Stjörnunni og spiluðu við okkur æfingaleik, sem mér fannst bara takast nokkuð vel og gaman að fá lið í heimsókn.  Vel var mætt á æfinguna og fengu allir að spila mikið.

Stefnt er að því að endurgjalda heimsóknina næsta haust.


miðvikudagur, 24. apríl 2013

Æfingaleikur 30. apríl

Stelpurnar úr Stjörnunni ætla að heimsækja okkur þann 30. apríl og taka við okkur leik.  Leikurinn fer fram á okkar æfingatíma milli 17-18.

Ég er einnig að reyna að fá æfingaleik fyrir strákana, en ekkert fast komið ennþá.

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Afmælishlaup Hauka


Staður og tímasetning
Hlaupið verður haldið föstudaginn 12. apríl kl. 17:00.  Hlaupið verður frá Ásvöllum heimastöðvum HAUKA í Hafnarfirði. Hlaupið er almenningshlaup, ætlað allri fjölskyldunni og hentar ungum sem öldnum.
Hlaupinn verður einn km fyrir hvern áratug sem liðinn er frá stofnun HAUKA.

Vegalengdir
8,2 km án tímatöku. - - 3 km án tímatöku.

Leiðarlýsing
8 km hlaupið verður ræst frá Ásvöllum og hlaupið niður á Norðurbakka og að Hrafnistu. Snúningspunktur við Hrafnistu og til baka.
3 km hlauparar verða ræstir frá Ásvöllum og hlaupinn þægilegur hringur sem endar á Ásvöllum.

Flokkaskipting
Engin flokkaskipting í hlaupunum.

Verðlaun
Úrdráttarverðlaun í báðum vegalengdum.

Skráningargjald
Frítt er í hlaupið og engin skráning.

laugardagur, 6. apríl 2013

Tilkynning frá íþróttastjóra


Nú hafa Haukar samið við Hummel og Intersport næst þrjú árin. Allur haukafatnaður mun verða til sölu hjá Intersport í Lindum.
Við verðum með söludaga þriðjudaginn 9.apríl og miðvikudaginn 10.apríl, þar munum við selja nýjan knattspyrnubúning ásamt öðrum vörum, sjá viðhengi.
Sú nýjung verður tekin upp að selja svokallaða Haukapeysu (rennd hettupeysa) sem er ætluð fyrir alla þ.e. iðkendur, fjölskylduna, stuðningsmenn og alla þá sem vilja.

miðvikudagur, 27. mars 2013

Æfing þriðjudaginn 2. apríl

Fyrsta æfing eftir páskafrí verður þriðjudaginn 2. apríl.  Ég verð fjarverandi á þessari æfingu en hann Siggi þjálfari hjá mb. 8-9 ára, mun vera með æfinguna ásamt Dagbjörtu.

sunnudagur, 24. mars 2013

Körfuboltabúðir Hauka um páskana


Körfuknattleiksleiksdeild Hauka mun verða með körfuboltabúðir fyrir krakka í
1.-10. bekk núna í dymbilvikunni. Körfuboltabúðirnar verða með svipuðu sniði
og verið hefur þar sem áherslan er lögð á bolta- og skotæfingar.

Yfirþjálfari búðanna verður Pétur Ingvarsson fyrrum þjálfari mfl. hjá Haukum
og Hamri. Honum til aðstoðar verða Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari yngri flokka
og leikmenn mfl. Hauka verða á staðnum til að leiðbeina og kenna.

  • Er fyrir alla krakka, stelpur og stráka í 1. – 10. bekk
  • Þrír dagar, mánudagur til miðvikudags (25. – 27. mars)
  • Frá kl. 12:00 – 15:00
  • Allir fá páskaegg í lokin
  • Verð kr. 3.000
  • Skráning verður við mætingu á mánudaginn

þriðjudagur, 19. mars 2013

Páskafrí

Tilkynning frá íþróttastjóra:

"Það er páskafrí frá og með mánudeginum 25. mars og til og með mánudeginum 1.apríl. Þetta er hjá 1.-4. bekk í öllum greinum."

Þetta þýðir það að það verður ekki æfing þriðjudaginn 26. mars, né á skírdag þann 28. mars.

mánudagur, 4. mars 2013

Vel heppnuðu móti lokið

Nú er vel heppnuðu móti lokið og held ég að allir sem tóku þátt, jafnt fullorðnir sem börn hafi haft gaman að. Ég vil koma sérstöku þakklæti til liðsstjóranna sem stóðu sig frábærlega og héldu vel utan um sín lið.  Þau Stefán Borgþórs (pabbi Aðalheiðar), Stefán Reynis (pabbi Margrétar) og Þórhalla (mamma Helga) stóðu vaktina alla helgina sem liðstjórar.  Vil einnig þakka foreldrum sem voru ómetanlega hjálp fyrir okkur liðstjórana og þjálfara.  Síðast en ekki síst börnin okkar sem voru til fyrirmyndar innan sem utan vallar og okkar félagi til mikilla sóma.

 

föstudagur, 1. mars 2013

þriðjudagur, 26. febrúar 2013

Dagskrá Nettómótsins

Þá liggur fyrir helsta dagskráin, sjá hér að neðan.  Upplýsingar um gististað munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á föstudag.  Hvert lið fyrir sig þarf að vera mætt 20 mínútur fyrir fyrsta leik, tilbúin í búning (eða rauðum bol).  Eftir fyrsta leik er tími til að ganga frá dóti fyrir gistingu á gististað.  Ég legg það í hendur foreldra ef þeir vilja sameina í bíla að samband sín á milli, einnig ef einhverjum vantar far að láta mig vita og við björgum því.

Dagskráin er eftirfarandi:

Haukar 11 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 8:30 Haukar - Þór Þorl 4 (Völlur 7), Njarðvík
Reykjaneshöll/Vatnaveröld ???
Lau kl. 11:30 Hádegismatur Fjölbrautaskólanum
Reykjaneshöll/Vatnaveröld/Innileikjagarður Ásbrú ???
Lau kl. 15:00 Haukar - Stjarnan 13 (Völlur 8), Njarðvík
Lau kl. 16:30 Haukar - KR 13 (Völlur 7), Njarðvík
Lau kl. 18:30 Haukar - Njarðvík 7 (Völlur 8), Njarðvík
Lau kl. 19:30 Kvöldmatur Fjölbrautaskólanum
Lau kl. 20:30 Kvöldavaka Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Skúffukaka og mjólk Á gististað
Sun kl. 8:45 Morgunmatur Á gististað
Reykjaneshöll/Vatnaveröld/Innileikjagarður Ásbrú ???
Sun kl. 11:00 Pizzuveisla Fjölbrautaskólanum
Sun kl. 12:00 Bíó
Sun kl. 15:30 Verðlaunaafhending og mótsslit Sunnubraut
Haukar 16 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 10:00 Haukar - Stjarnan 20 (Völlur 8), Njarðvík
Lau kl. 11:30 Hádegismatur Fjölbrautaskólanum
Lau kl. 13:00 Haukar - Njarðvík 15 (Völlur 7), Njarðvík
Reykjaneshöll/Vatnaveröld/Innileikjagarður Ásbrú ???
Lau kl. 15:00 Bíó
Reykjaneshöll/Vatnaveröld/Innileikjagarður Ásbrú ???
Lau kl. 19:00 Kvöldmatur Fjölbrautaskólanum
Lau kl. 20:30 Kvöldavaka Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Skúffukaka og mjólk Á gististað
Sun kl. 8:15 Morgunmatur Á gististað
Sun kl. 9:30 Haukar - KR 19 (Völlur 8), Njarðvík
Reykjaneshöll/Vatnaveröld/Innileikjagarður Ásbrú ???
Sun kl. 12:00 Haukar - KR 18 (Völlur 8), Njarðvík
Sun kl. 13:00 Pizzuveisla Fjölbrautaskólanum
Sun kl. 15:30 Verðlaunaafhending og mótsslit Sunnubraut
Haukar 17 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 9:30 Haukar - Keflavík 21 (Völlur 8), Njarðvík
Reykjaneshöll/Vatnaveröld ???
Lau kl. 11:30 Hádegismatur Fjölbrautaskólanum
Reykjaneshöll/Vatnaveröld/Innileikjagarður Ásbrú ???
Lau kl. 17:00 Bíó
Lau kl. 19:30 Kvöldmatur Fjölbrautaskólanum
Lau kl. 20:30 Kvöldavaka Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Skúffukaka og mjólk Á gististað
Sun kl. 7:30 Morgunmatur Á gististað
Sun kl. 8:30 Haukar - Grindavík 20 (Völlur 7), Njarðvík
Sun kl. 10:00 Haukar - Grindavík 19 (Völlur 8), Njarðvík
Sun kl. 11:30 Pizzuveisla Fjölbrautaskólanum
Sun kl. 14:00 Haukar - Keflavík 22 (Völlur 8), Njarðvík
Sun kl. 15:30 Verðlaunaafhending og mótsslit Sunnubraut

mánudagur, 25. febrúar 2013

Nettómótið, skipulag

Nú liggur fyrir að það verða 3 frá byrjendaflokki Hauka sem munu keppa á Nettómótinu í ár.

Kostnaður
Gjaldið í mótið fyrir hvern þátttakanda er 6.300 kr.  Best er að þið leggið þá upphæð á reikning hjá mér og sendið mér kvittun í tölvupósti á marelorn@gmail.com með nafni barnsins ykkar.  Reikningurinn sem leggja þarf inn á er:  521 - 26 - 5682  og kennitalan er 070272-3509

Liðin
Í drengjaliðinu verða alls leikmenn, þ.e.

Haukar 11
Hafdís (661 0609) og Halla (868 7748) munu verða liðstjórar í þessum hópi.
Helgi
Kristófer
Sölvi
Viktor
Ævar Örn
Kjartan
Jerve

Stúlknaliðin verða 2, þ.e.

Haukar 17
Liðstjóri Stefán Borgþórsson (697 3960)
Aðalheiður
Emelía
Halldóra
Edda

Haukar 16
Liðstjóri Stefán Reynisson (661 8824)
Margrét Nótt
Marta
Nanna
Sunneva
Thelma
Bergþóra

Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá.  Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik.  Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.

Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda.

Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur).  Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt.  Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.

Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki.  Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.

Annað
Leikjaniðurröðun stendur nú yfir og mun ég senda út dagskrá þegar að nær dregur helginni.  Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið haft samband við mig í gegnum tölvupóst (marelorn@gmail.com) eða í síma (864 0969).  Einnig er hægt að hitta mig á æfingatíma.

Keppnisbúningar

Hjá Errea er hægt að kaupa keppnisbúninga fyrir þá sem vilja, http://errea.is/index.php?option=com_ahsshop&flokkur=140&Itemid=24.

Varðandi Nettómótið þá er engin krafa um að mæta í búningi, rauður bolur dugir.  En þeir sem eiga búninga skulu endilega nota þá.

sunnudagur, 10. febrúar 2013

Nettómótið 2-3 mars

Nú fer að styttast í stærsta mót ársins hjá krökkunum okkar, en það fer fram í Reykjanesbæ helgina 2. - 3. mars.  Allar helstu upplýsingar um mótið er hægta að finna á eftirfarandi síðu, http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/.

Ég hef áhuga á að fara með 4 lið á móti, þ.e. 2 stúlknalið og 2 drengjalið.  Til þess að það geti gengið upp þarf ég 100% þátttöku.  Þannig að ef það eru einhverjir/einhverjar sem ekki munu mæta, þá er gott að fá að vita það sem fyrst.

Með hverju af þessum 4 liðum þarf ég 1 liðstjóra, sem heldur utan um liðið á milli leikja.  Þessu hlutverki má að sjálfsögðu skipta eitthvað á milli foreldra.  Einnig þarf ég foreldra sem geta gist í skólanum með hópnum, fínt að hafa 2 fyrir stúlknahóp og 1 til viðbóar með mér með strákahópinn.

Mótsgjaldið er 6.000 kr per þátttakanda auk liðsgjald, sem verður að hámarki 500 kr.  Innfalið í þessu gjaldi er:

 5 leikir á lið
 Bíóferð
o Fyrir krakka 8 til 11 ára verður sýnd glæný ævintýramynd frá Disney, Cinderella  Once upon a
time... In the West
o Fyrir krakka 6 og 7 ára verður sýnd teiknimyndin Ævintýri Samma 2 (Sammy´s Adventures 2)
sem er hæfir einkar vel þeim aldurshópi.
 Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð
 Hádegisverður á laugardag
 Kvöldverður á laugardag
 Kvöldvaka og glaðningur
 Kvöldhressing á laugardagskvöld
 Gisting
 Morgunverður á sunnudag
 Hádegisverður á sunnudag – Pizzuveisla frá Langbest
 Verðlaunapeningur
 Gjöf í mótslok
 Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá einn lengsta hoppukastala landsins,
boltasvæði o.fl á  7.840m² leiksvæði.
 Innileikjagarðurinn Ásbrú verður opinn á laugardag frá kl. 12.30-17.30 og sunnudag  frá kl. 09.00-
16.30 en það er leiksvæði sem hentar sérstaklega vel fyrir yngstu kynslóðina, 2-8 ára.


Ég mun setja nánari upplýsingar um mótið þegar að nær dregur.

miðvikudagur, 6. febrúar 2013

Eitt gjald í allar boltagreinar Hauka fyrir 1.-2. bekk


Sælir foreldrar
Í kjölfar umræðu sem við heyrðum varðandi æfingar hjá 1. og 2. bekk grunnskóla þá langar mig að útskýra aðeins hvernig fjölgreinakerfið starfar.

Fjölgreinakerfið gengur út á það að leyfa öllum að kynnast boltagreinunum þremur þ.e. knattspyrnu, körfubolta og handbolta.
Það geta allir mætt í allar greinar en aðeins er borgað eitt gjald. Það sem þarf að gera er að skrá sig í eina grein og borga – ef viðkomandi barn vill fara í aðra grein þá er einnig skráð í hana en einungis til þess að við fáum niðurgreiðsluna þ.e. þið skráið inn, veljið greiðsluseðil og sendið póst á gudbjorg@haukar.is og segið frá – þá felli ég niður greiðsluseðilinn og viðkomandi er þá skráður í viðkomandi grein. Varðandi þriðju greinina þá er ekki nauðsynlegt að skrá í hana.

Semsagt hægt er að æfa allar þrjár boltagreinarnar en aðeins er greitt eitt gjald.

Við hvetjum iðkendur til að mæta og prófa sig áfram í öllum greinum.

Áfram Haukar.
  
Með bestu kveðju,

Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
s: 525-8702/861-3614
Fax: 525-8709

föstudagur, 25. janúar 2013

Fyrirlestrar á Ásvöllum næstu 3 þriðjudaga

Kæru forráðamenn

Næstkomandi þrjá þriðjudaga verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru tilvaldir fyrir alla áhugasama Haukaiðkendur og foreldra og/eða aðstandendur þeirra.Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir sl. vetur og þurfti að endurtaka þá þar sem færri komust að en vildu.Það verður því aftur boðið upp á þá, auk nýs fyrirlesturs um hæfileika og það hvernig þeir verða til.Fyrirlesari er Kristján Ómar og verða fyrirlestrarnir í hér á Ásvöllum.

Fyrirlestradagskrá:
Þriðjudagurinn 29. janúar kl. 20:00-21:00 Betri matarvenjur = betri í íþróttum og betri einkunnir
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00-21:00 Fæðubótarefni - eitthvað fyrir íþróttaunglinginn?
Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00-21:00 Hvernig verða hæfileikar til?

Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana hér: Skráning

laugardagur, 19. janúar 2013

Actavismótið 2013

Alls tóku 6 strákar og 8 stelpur þátt í Actavismótinu og stóðu sig með sóma.  Hér til hliðar eru myndir sem ég hef sett inn á myndasíðu flokksins.

þriðjudagur, 8. janúar 2013

Actavismótið 12. og 13. janúar

Actavismótið fer fram þann 12. og 13. janúar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.  Strákarnir munu spila á laugardag og stelpurnar á sunnudag.  Frítt er fyrir leikmenn Hauka á mótið og verða allir leystir út með glaðningi í lok móts.  Í byrjendaflokki munum við senda inn strákalið (2006/6 ára) og 2 stúlknalið (2005-2006/6-7 ára).  Dagskráin er eftirfarandi:

Laugardagur (strákar 2006/6 ára):
kl. 9:00   Haukar - Hamar 2 (Völlur 6)
kl. 10:00 Haukar - Hamar 1 (Völlur 5)
kl. 11:00 Haukar - Keflavík (Völlur 6)

Sunnudagur (stelpur 2005-2006/6-7 ára)
kl. 11:00 Haukar 11 - Keflavík 6 (Völlur 2)
kl. 11:00 Haukar 10 - UMFN 3 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 10 - Keflavík 6 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 11 - UMFN 2 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 10 - UMFN 1 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 11 - Keflavík 7 (Völlur 1)

Leikmenn þurfa að vera mættir og tilbúnir 20 mínútum fyrir hvern leik.  Þeir sem eiga búninga mæta með þá, aðrir koma með rauðan bol til að spila í.