laugardagur, 16. maí 2015

Sumarfrí


Við erum komnir í sumarfrí. Flottu tímabili lokið með frábærum strákum.  Takk fyrir veturinn vona að þið verðið duglegir að æfa ykkur í sumar og komið tilbúnir aftur í haust.

þriðjudagur, 12. maí 2015

Uppskeruhátíð í dag 12. maí kl. 17:00

Sæl öll.
Þá fer að líða að lokum hjá okkur í vetur og ætlum við að hafa uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Hauka á morgun þriðjudaginn 12. maí og hefst hátíðin kl. 17:00 og stendur til kl. 18:30 í íþróttasal Schenkerhallarinnar að Ásvöllum. Veitt verða einstaklingsverðlaun en auk þess munu allir iðkendur í minniboltum fá verðlaun fyrir góðan árangur og ástundun í vetur. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala í lokin.
Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðinni með okkur og krökkunum.
Sjáumst svo hress í haust þegar við förum af stað aftur.
Áfram Haukar J

Með kærri kveðju 
Bryndís Sigurðardóttir

miðvikudagur, 6. maí 2015

Breyting á tímasetningu síðustu æfingar

Skv. dagskrá  átti síðasta æfing að vera nk. laugardag.  Sú æfing verður á mánudaginn í staðinn.  Æfingar sem eftir eru því

7. maí  fim 16-17  Hraunvallaskóli
11. maí  mán 17-18  Hvaleyrarskóli (útiæfing)

Uppskeruhátíðin verður svo þriðjdaginn 12. maí  á Ásvöllum kl. 17

laugardagur, 2. maí 2015

Fyrsta útiæfingin

Það var duglegur hópur sem mætti í dag á útiæfingu, í blíðskaparveðri.


Stjörnustríðsmótið

Mótið hjá Stjörnunni heppnaðist vel og alls tóku 15 strákar þátt hjá okkur, sem voru sér og sínu félagi til sóma.




föstudagur, 1. maí 2015

Æfingar í maí

Lokahóf yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Hauka verður þann 12. maí.  Það verða æfingar fram að þeim tíma og eru því eftirfarandi æfingar eftir á þessu tímabili.

lau 2. maí 10:00-11:00 Hvaleyrarskóli (útiæfing)
mið 6. maí 15:30-16:20 Ásvellir
fim 7. maí 16:00-17:00 Hraunvallaskóli
lau 9. maí 10:00-11:00 Hvaleyrarskóli (útiæfing)

Vona að sjá sem flesta á síðustu æfingunum