þriðjudagur, 27. nóvember 2012

Jólamót Nettó og ÍR, dagskrá

Þá liggur leikjaniðurröðunin fyrir og er hún eftirfarandi:

Strákar:
lau. kl. 9:00 Haukar - ÍR (Völlur 2)
lau. kl. 9:25 Haukar - Þór (Völlur 2)
lau. kl. 10:15 Haukar - Njarðvík (Völlur 1)

Stelpur:
lau. kl. 8:35 Haukar - Keflavík 2 (Völlur 3)
lau. kl. 9:00 Haukar - Keflavík 1 (Völlur 3)
lau. kl. 9:50 Haukar - ÍR (Völlur 3)
lau. kl. 10:40 Haukar/ÍR - Keflavík 1 og 2 (Völlur 3) (aukaleikur)

Leikirnir fara fram í Seljaskóla.  Foreldrar sjá um að koma krökkunum á staðinn og tilbaka.  Kostnaður við þátttöku í mótinu eru 2.000 kr. og greiðast á staðnum við mætingu í mótið.  Krakkarnir þurfa að vera mættir 20 mínútum fyrir fyrsta leik, tilbúin klædd (rauður bolur) í keppni.

Í mótstilkynningunni kom fram að krakkarnir eru hvattir til að mæta með jólahúfu og vera með á milli leikja, einnig mun jólasveinninn mæta á svæðið.

föstudagur, 23. nóvember 2012

Æfingaleikur á næstu æfingu

Sem undirbúning fyrir fyrsta mótið sem er eftir rúma viku þá munum við taka æfingaleik á milli drengja og stúlkna í byrjendaflokki.  Ætlunin er að taka 15 mínútur af hvorum æfingatíma í leikinn.  Þannig að æfingin hjá drengjunum verður því 16:00-17:15 og hjá stúlkunum 16:45-18:00, æfingaleikurinn verður því spilaður ca. 16:45-17:15.

mánudagur, 19. nóvember 2012

ÍR mótið 1. - 2. desember

Þá styttist í fyrsta mót vetrarins, en við munum taka þátt í ÍR mótinu sem fer fram helgina 1. - 2. desember.  Við stefnum á að senda inn 1 lið í 1. bekk drengja og 1 lið í 1.-2. bekk stúlkna.

Kostnaður við þáttöku í mótinu eru 2.000 kr. á hvern leikmann.  Vinsamlegast látið mig vita hverjir ætla að vera með, með því að senda tölvupóst á marelorn@gmail.com

Ég mun senda út nánari dagskrá yfir mótið þegar að hún liggur fyrir.  En liðin sem taka þátt munu spila annan hvorn daginn þessa helgi (ekki báða dagana) og klára sína leiki á 2-3 klst.

þriðjudagur, 13. nóvember 2012

Fjáröflun - Haukar


Kæru leikmenn, aðstandendur og stuðningsmenn körfunnar í Haukum

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að setja í gang fjáröflun til að standa undir
hluta af rekstrarkostnaði meistaraflokkanna á komandi keppnistímabili. Fyrirsjáanlegt er að ekki
verður að óbreyttu hægt að standa undir því metnaðarfulla starfi sem stjórn deildarinnar hefur
vilja til að standa að í vetur og því er leitað til ykkar um að styðja starfið með því að kaupa af
deildinni vörur sem stjórnarmenn hafa útvegað á hagstæðu verði.

Upplýsingar um vörur:

WC Katrin Plus (bestur)
42 rúllur af hágæða extra soft 50 metrar á rúllu.
Pakki kostar 5.500 kr.

Eldhúsrúllur Standard
28 eldhúsrúllur 14 metrar á rúllu af hvítum pappír.
Pakki kostar 4.000 kr.

Bakkelsi frá HP kökugerð á Selfossi
10 heilar flatkökur á 1.200 kr.
10 kleinur í poka á 700 kr.
10 kanilsnúðar í poka á 700 kr.

Pakki með flatkökum, kleinum og kanilsnúðum kostar 2.400 kr.

Jólapappír
5 rúllur í búnti af blönduðum pappír, 57 cm x 5 mtr.
Pakki kostar 1.500 kr.

Nú snúum við bökum saman!! Með sameiginlegu átaki þá náum við að standa
undir því metnaðarfulla starfi sem við viljum öll sjá hjá HAUKUM.

fimmtudagur, 1. nóvember 2012

Söludagur á ERREA fatnaði

Söludagur verður á Errea fatnaði á Ásvöllum. Seldar verður keppnisbúningurinn okkar, innanundirbuxur, treyjur, buxur, húfur o.fl. Foreldrar geta komið og keypt merktan Haukafatnað svo allir líti nú vel út í stúkunni.

Salan verður á fimmtudaginn 1. nóv. kl. 17.00 - 19.00 og líka á mánudaginn 5. nóv á sama tíma.