föstudagur, 28. nóvember 2014

Tilkynning frá Íþróttastjóra

Við fáum körfuboltabolina frá Landflutningum í dag til okkar og því er kjörið að afhenda þá á leiknum í kvöld fyrir þá iðkendur sem geta mætt. Við munum síðan láta alla þjálfara fá boli til að afhenda iðkendum á æfingunum.

Setjið inn á ykkar upplýsingasíður að í hálfleik á leik mfl. kk., Haukar - Njarðvík, verði afhending á bolum frá Landflutningum fyrir iðkendur yngri flokka kkd. og tekin verði hópmynd af öllum þeim sem fá boli. Allir að mæta á leikinn og fá bolina afhenda í hálfleik.

miðvikudagur, 26. nóvember 2014

Skipulag ÍR mótsins 29. nóvember

Mótið fer fram í Seljaskóla, sjá á ja.is.  Mótsgjaldið er 2.500 kr. og greiðist þjálfara (Marel) við komu á mótsstað.  Mæta þarf 15 mínútum áður en fyrsti leikur hefst, tilbúinn í búningi eða rauðum bol.  Spilaðir verða 3 leikir á hvert lið og eru 4 leikmenn inná vellinum hverju sinni.  Þegar síðasta leik er lokið, þá fer liðið saman fram í anddyri íþróttahússins þar sem verðlaunaafhending og myndataka fer fram.

Við mætum með 4 lið á mótið, en alls eru skráðir 19 strákar frá okkur.  Ég þarf aðstoð frá einhverjum foreldrum að stýra þremur leikjum sem skarast á þessu móti.  Ég er búinn að merkja þessa 3 leiki sem vantar liðstjóra á, endilega látið mig vita ef þið getið stýrt þeim.  Stýringin felst í að skipta inná ca. 3ja mínútna fresti og jákvæðri hvatningu.  (Uppfært, Siggi (pabbi Teits og þjálfari hjá Haukum) verður liðstjóri hjá Haukum2)

Við erum með 1 lið skráð í 2005 árgangi og 3 lið í 2006 árgangi.  2005 strákarnir eru einungis 3, þannig að við fyllum upp í liðið með 2006, Orri mun spila með þeim á þessu móti.  Ég fór þá leið að skipta 2006 strákunum eftir skólum/hverfum og líta því liðin svona út:

2005:
Haukar
Atli
Gerardas
Logi
Orri

2006:
Haukar1
Arnaldur
Dagur Orri
Jerve
Kári
Sölvi

Haukar2
Andri
Axel
Ólafur
Sindri
Teitur

Haukar3
Helgi
Óskar
Sigurður
Viktor
Ævar Örn

Dagskrá mótsins fer öll fram á laugardaginn 29. nóv á neðangreindum tímasetningum

Haukar (Atli, Gerardas, Logi og Orri)
16:05 Haukar - Stjarnan 1 (Völlur 1)
16:55 Haukar - Keflavík (Völlur 1)
17:45 Haukar - ÍA1 (Völlur 2)

Haukar1 (Arnaldur, Dagur, Jerve, Kári og Sölvi)
13:10 Haukar1 - Grindavík1 (Völlur 3)
14:00 Haukar1 - FSU2 (Völlur 3)
14:50 Haukar1 - Njarðvík1 (Völlur 3)

Haukar2 (Andri, Axel, Ólafur, Sindri og Teitur) (Siggi pabbi Teits liðstjóri)
13:35 Haukar2 - Grindavík2 (Völlur 1) 
14:50 Haukar2 - Valur1 (Völlur 1) 
15:15 Haukar2 - Þór Þ. (Völlur 1)

Haukar3 (Helgi, Óskar, Sigurður, Viktor og Ævar)
13:35 Haukar3 - Grindavík3 (Völlur 3)
14:25 Haukar3 - Keflavík1 (Völlur 3)
15:15 Haukar3 - Valur2 (Völlur 4) 

föstudagur, 14. nóvember 2014

Jólamót ÍR og Nettó helgina 29 - 30 nóvember

Helgina 29. – 30. nóv. n.k. mun körfuknattleiksdeild ÍR standa fyrir stórmóti í samvinnu við Nettó. Mótið er fyrir drengi og stúlkur, sem fædd eru 2003 –2008. Keppt verður í Hertz hellinum, þróttahúsinu við Seljaskóla.

Leikið verður 2 x 10 mínútur og verður leiktíminn ekki stöðvaður og stigin verða ekki talin.  Fjórir leikmenn úr hvoru liði eru inná hverju sinni.  Þátttökugjald er 2500 krónur á hvern leikmann. Innifalið í mótsgjaldi: Verðlaun, nestispakki og mótið.

Gera má ráð fyrir að mótið klárist á 3 tímum.

Endilega skráið þátttakendur í athugasemdir hér að neðan.