fimmtudagur, 25. október 2012

Haukar - Þór föstudaginn kl. 19:15

Í tilefni af fyrsta heimaleik karlaliðs Hauka ætlum við að bjóða öllum iðkenndum sem mæta á leikinn í Haukabúning tvo boðsmiða fyrir foreldra/forráðamenn, s.s. ef iðkanndi mætir í Haukabúning á leikinn fá mamma og pabbi eða amma og afi frítt á leikinn. Miðararnir verða afhentir í miðasölu fyrir leik.

miðvikudagur, 24. október 2012

Vinaæfing þriðjudaginn 30. október

Þriðjudaginn 30. október verður vinaæfing á venjulegum æfingatíma í Hraunvallaskóla.  Allir iðkendur hvattir til að taka vini með, því fleiri því betra.

þriðjudagur, 23. október 2012

Tilkynning frá íþróttastjóra


ÆFINGAGJÖLD – ÍTREKUN (fyrirsögn)
Kæru forráðamenn
Þeir sem ekki hafa greitt æfingagjöld barna sinna fyrir 1.nóv. fá ekki að keppa fyrir hönd félagsins.
Sjá leiðbeiningar á haukar.is.

Með bestu kveðju, íþróttastjóri

þriðjudagur, 16. október 2012

Tilkynning frá íþróttastjóra


Kæru forráðamenn
Nú þurfa þeir sem eiga eftir að ganga frá æfingagjaldi fyrir barnið sitt að gera það sem allra fyrst.
Nú er það svo að eftir því sem líður á þá lækkar niðurgreiðslustyrkurinn sem í boði er frá bænum og þá þurfið þið forráðamenn góðir að greiða hærri upphæð.
Best er að fara í gegnum hafnarfjordur.is – mínar síður og klára að ganga frá greiðslu þar, munið að haka við þar sem stendur „Nota íþrótta- og tómstundastyrk“.

Mikilvægt er að ganga frá æfingagjaldi síns barns fyrir 1. nóv. Eftir það gildir sú regla, sem tekin var í notkun nú á þessu tímabili, að þeir iðkendur sem ekki hafa verið skráðir og greidd æfingagjöld fyrir, hafa ekki heimild til að taka þátt í mótum/leikjum á vegum félagsins. Þetta er gert til að allir sitji við sama borð varðandi greiðslu æfingagjalda.
Einnig minni ég á að hægt er að skipta æfingagjaldi í allt að 11 mánuði hvort sem er með greiðsluseðlum eða á kreditkort.

Með von um jákvæð viðbrögð,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka

miðvikudagur, 3. október 2012

Foreldrafundur - samantekt

Foreldrafundurinn fór fram í kvöld, þar sem Guðbjörg Íþróttastjóri fór yfir fyrirkomulagið við greiðslur æfingagjalda og hvað þarf að gera til þess að eiga kost á niðurgreiðslum frá Hafnarfjarðabæ.  Samúel formaður körfuknattleiksdeildarinnar fór yfir skipulag og starfssemi deildarinnar.  Marel fór síðan yfir markmið og fyrirkomulag vetrarins.

Markmið hópsins:
Ná tökum á grunnatriðum körfubolta, drippla, skjóta og senda.  Þekkja helstu reglur körfuboltans.  Hafa gaman í vetur.

Áhersla á æfingum:
Æfingar við að ná tökum á grunnatriðum körfuboltans.  Leikir bæði er lúta að körfubolta og líka almennir leikir óháðir körfubolta.

Stefnt er að fara á 3 mót í vetur, sjá lista hér til vinstri á síðunni.

þriðjudagur, 2. október 2012

Foreldrafundur miðvikudaginn 3. október

Haldinn verður foreldrafundur þann þriðja október kl. 19 í Schenker-höllinni að Ásvöllum.  Fundurinn verður á annarri hæð, á pallinum þar sem komið er upp tröppurnar.  Farið verður yfir starf vetrarins, kynnt fyrirkomulag um æfingagjöld o.fl.  Vonast til að sjá sem flesta foreldra á fundinum.