mánudagur, 31. mars 2014

Haukar - Snæfell, gengið inn á völlinn

Á miðvikudaginn kl. 19:15 fer fram annar leikur í viðureign Hauka og Snæfells í úrslitaeinvígi um íslandsmeistaratitilinn. Stelpunum stendur til boða að ganga inn á völlinn með liðinu, svipað fyrirkomulag og áður.  Vera mætt í rauðum bol eða búning kl. 18:50 í stúkuna við innganginn, Sara tekur á móti hópnum.

mánudagur, 10. mars 2014

Hópmyndir af Nettómótinu 2014

Teknar voru hópmyndir á Nettómótinu af liðunum í boði Nettó.  Glæsilegir krakkar.
Hægt er að nálgast myndirnar í fullri upplausn frítt inná draumalidid.is






föstudagur, 7. mars 2014

Stórleikur í kvöld

Haukar - Þór spila í kvöld kl. 19:15 að Ásvöllum.  Hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn.

Bikarúrslit yngri flokka

Fjórir yngri flokkar kkd. Hauka spila til úrslita um helgina í bikarkeppni KKÍ. 
Úrslitin fara fram í Grindavík á laugardag og sunnudag.
Þetta er glæsilegur árangur en í heildina eru spilaðir 9 úrslitaleikir í úrslitum og eiga Haukar fulltrúa í fjórum þeirra. Einungis Keflvíkingar geta státað af sambærilegum árangri og næstu lið eiga tvö lið í úrslitum. 11. flokkur drengja var hársbreidd á því að komast í úrslitin en þeir þeir töpuðu í undanúrslitum á mót Breiðabliki í jöfnum og spennandi leik.
Þau lið sem spila um helgina eru: 10. fl. stúlkna, stúlknaflokkur og unglingaflokkur kvenna og hjá strákunum þá spilar drengjaflokkur til úrslita.
Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna í Grindavík um helgina og styðja okkar yngri flokka til sigurs alla helgina.
Leikirnir um helgina eru eftirfarandi:

Laugardagur 8. mars
kl. 12:00 - 10. flokkur stúlkna · Haukar - Keflavík
kl. 16:00 - Unglingaflokkur kvenna · Haukar - Keflavík

Sunnudagur 9. mars
kl. 14:00 - Stúlknaflokkur · Haukar - Keflavík
kl. 16:00 - Drengjaflokkur · Haukar - KR

Fjölmennum í Grindavík og styðjum okkar krakka.

miðvikudagur, 5. mars 2014

Búningadagur á fjölgreinaæfingu 6. mars

Á fjölgreinaæfingunni fimmtudaginn 6. mars verður búningadagur.  Allir krakkar eru hvattir til að mæta í búningum (ala öskudagsbúningar).  Farið verður í skemmtilega leiki á æfingunni, vonandi komast sem flestir.

mánudagur, 3. mars 2014

Flottu Nettómóti lokið

Það voru kátir krakkar frá byrjendaflokki sem tóku þátt í Nettómótinu í ár, alls 13 strákar og 9 stelpur.  Sumir þurftu að mæta eldsnemma á laugardagsmorgni og byrja að spila kl 8, en aðrir gátu sofið aðeins lengur.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega, jafnt innan sem utan vallar.  Vel var haldið utan um hópana og vil ég koma sérstöku þakklæti til allra hópstjóra og foreldra sem aðstoðuð alla helgina.

Geri ráð fyrir að það hafi verið þreyttir en ánægðir krakkar sem héldu heim á leið að móti loknu.

Ég er búinn að setja inn myndir af mótinu, sem hægt er að nálgast í gegnum hlekkinn hérna vinstra megin á síðunni.  Ef þið lumið á fleiri myndum eða stuttum viedo klippum, þá væri gaman að birta það hér líka.

Liðsmyndir frá ÍR mótinu í desember






Fann þessar skemmtilegu liðsmyndir af liðunum okkar á ÍR mótinu í desember á draumalidid.is