föstudagur, 19. desember 2014

Gleðileg jól

Þá erum við komin í jólafrí, næsta æfing 7. janúar.  Óska ykkur gleðilegra jóla.

þriðjudagur, 16. desember 2014

Myndir frá æfingu 13. desember

Var með myndavélina með á æfingunni á laugardaginn, hlekkur á  myndirnar hér til vinstri á síðunni.

fimmtudagur, 11. desember 2014

Skipulag fram að jólum

Síðasta æfing fyrir jól verður fimmtudaginn 18 desember, eftirfarandi æfingar eru því eftir í desember

11. des (hefðbundin æfing)
13. des (jólaæfing, tarzanleikur o.fl.)
17. des (hefðbundin æfing)
18. des (skiptum í lið og tökum mót á æfingunni)

Fyrsta æfing á nýju ári verður svo miðvikudaginn 7. janúar.

Knattrak

Vorum að bæta við knattraksæfingum í gær.  Fram til þess hefur verið áhersla á vinstri og hægri hendi, í einföldu knattraki, ásamt því að bæta við stefnubreytingum (eða crossover).  Í gær bættum við aðeins við, byrjum á að rekja í gegnum klofið og fyrir aftan bak.  Eigum þó nokkuð í land með að ná þessum 6 ára gutta, sjá myndband.  En það er allt hægt, æfingin skapar meistarann.

https://www.youtube.com/watch?v=SgMogACe1PE

föstudagur, 5. desember 2014

Liðsmyndir frá Nettómóti ÍR 2014

Haukar 1: Kári. Jerve, Dagur Orri, Sölvi, Arnaldur

Haukar 2:  Teitur, Andri, Ólafur, Sindri, Axel

Haukar 3: Helgi, Sigurður, Ævar Örn, Oskar, Viktor

Haukar: Gerardas, Atli, OrriLogi

Nettómyndirnar er hægt að nálgast á draumalidid.is, fann ekki Haukar 2 þar.

mánudagur, 1. desember 2014

Vel heppnuðu ÍR-móti lokið

Það voru 19 kátir drengir frá okkur sem stóðu sig vel og voru félaginu til sóma jafnt innan sem utan vallar.  Gaman að sjá vinnusemina og dugnaðinn hjá strákunum, það skilaði sér vel inná vellinum.  Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem að mættu í Seljaskólann með strákunum.  Ég hef fengið myndir frá Algirdas (pabbi Gerardas), sjá hér.  Gaman væri að fá myndir frá fleirum, ég á einnig eftir að setja mínar myndir inn.

Tilkynning frá íþróttastjóra

Það verður söludagur á Errea fatnaði á miðvikudaginn 3. des. kl. 17:00 - 19:00. til sölu verða búningar á iðkendur, íþróttatöskur, sokkar, íþróttapeysur og bolir o.fl. íþróttafatnaður.
Nú er tíminn til að versla jólagjöfina fyrir krakkana.

föstudagur, 28. nóvember 2014

Tilkynning frá Íþróttastjóra

Við fáum körfuboltabolina frá Landflutningum í dag til okkar og því er kjörið að afhenda þá á leiknum í kvöld fyrir þá iðkendur sem geta mætt. Við munum síðan láta alla þjálfara fá boli til að afhenda iðkendum á æfingunum.

Setjið inn á ykkar upplýsingasíður að í hálfleik á leik mfl. kk., Haukar - Njarðvík, verði afhending á bolum frá Landflutningum fyrir iðkendur yngri flokka kkd. og tekin verði hópmynd af öllum þeim sem fá boli. Allir að mæta á leikinn og fá bolina afhenda í hálfleik.

miðvikudagur, 26. nóvember 2014

Skipulag ÍR mótsins 29. nóvember

Mótið fer fram í Seljaskóla, sjá á ja.is.  Mótsgjaldið er 2.500 kr. og greiðist þjálfara (Marel) við komu á mótsstað.  Mæta þarf 15 mínútum áður en fyrsti leikur hefst, tilbúinn í búningi eða rauðum bol.  Spilaðir verða 3 leikir á hvert lið og eru 4 leikmenn inná vellinum hverju sinni.  Þegar síðasta leik er lokið, þá fer liðið saman fram í anddyri íþróttahússins þar sem verðlaunaafhending og myndataka fer fram.

Við mætum með 4 lið á mótið, en alls eru skráðir 19 strákar frá okkur.  Ég þarf aðstoð frá einhverjum foreldrum að stýra þremur leikjum sem skarast á þessu móti.  Ég er búinn að merkja þessa 3 leiki sem vantar liðstjóra á, endilega látið mig vita ef þið getið stýrt þeim.  Stýringin felst í að skipta inná ca. 3ja mínútna fresti og jákvæðri hvatningu.  (Uppfært, Siggi (pabbi Teits og þjálfari hjá Haukum) verður liðstjóri hjá Haukum2)

Við erum með 1 lið skráð í 2005 árgangi og 3 lið í 2006 árgangi.  2005 strákarnir eru einungis 3, þannig að við fyllum upp í liðið með 2006, Orri mun spila með þeim á þessu móti.  Ég fór þá leið að skipta 2006 strákunum eftir skólum/hverfum og líta því liðin svona út:

2005:
Haukar
Atli
Gerardas
Logi
Orri

2006:
Haukar1
Arnaldur
Dagur Orri
Jerve
Kári
Sölvi

Haukar2
Andri
Axel
Ólafur
Sindri
Teitur

Haukar3
Helgi
Óskar
Sigurður
Viktor
Ævar Örn

Dagskrá mótsins fer öll fram á laugardaginn 29. nóv á neðangreindum tímasetningum

Haukar (Atli, Gerardas, Logi og Orri)
16:05 Haukar - Stjarnan 1 (Völlur 1)
16:55 Haukar - Keflavík (Völlur 1)
17:45 Haukar - ÍA1 (Völlur 2)

Haukar1 (Arnaldur, Dagur, Jerve, Kári og Sölvi)
13:10 Haukar1 - Grindavík1 (Völlur 3)
14:00 Haukar1 - FSU2 (Völlur 3)
14:50 Haukar1 - Njarðvík1 (Völlur 3)

Haukar2 (Andri, Axel, Ólafur, Sindri og Teitur) (Siggi pabbi Teits liðstjóri)
13:35 Haukar2 - Grindavík2 (Völlur 1) 
14:50 Haukar2 - Valur1 (Völlur 1) 
15:15 Haukar2 - Þór Þ. (Völlur 1)

Haukar3 (Helgi, Óskar, Sigurður, Viktor og Ævar)
13:35 Haukar3 - Grindavík3 (Völlur 3)
14:25 Haukar3 - Keflavík1 (Völlur 3)
15:15 Haukar3 - Valur2 (Völlur 4) 

föstudagur, 14. nóvember 2014

Jólamót ÍR og Nettó helgina 29 - 30 nóvember

Helgina 29. – 30. nóv. n.k. mun körfuknattleiksdeild ÍR standa fyrir stórmóti í samvinnu við Nettó. Mótið er fyrir drengi og stúlkur, sem fædd eru 2003 –2008. Keppt verður í Hertz hellinum, þróttahúsinu við Seljaskóla.

Leikið verður 2 x 10 mínútur og verður leiktíminn ekki stöðvaður og stigin verða ekki talin.  Fjórir leikmenn úr hvoru liði eru inná hverju sinni.  Þátttökugjald er 2500 krónur á hvern leikmann. Innifalið í mótsgjaldi: Verðlaun, nestispakki og mótið.

Gera má ráð fyrir að mótið klárist á 3 tímum.

Endilega skráið þátttakendur í athugasemdir hér að neðan.

þriðjudagur, 28. október 2014

Pizza, DVD og körfuboltaleikur

Skemmtikvöld verður haldið eftir æfinguna á fimmtudaginn sem er 16-17.  Skemmtikvöldið hefst kl. 17:30 á Ásvöllum, hittumst þar í einu af herbergjunum þar sem gengið er inn til hægri eftir að komið er inn á Ásvelli.

Boðið verður uppá Pizzu og horft á einhverja skemmtilega mynd.  Kostnaður á mann er áætlaður um 500 kr.  kl. 19:15 hefst svo leikur Hauka og Skallagríms, vonandi geta flestir mætt á þann leik og horft á saman.  Miðum á leikinn verður dreift á æfingunni á fimmtudaginn, en hver drengur fær einn miða fyrir forráðamann og svo er frítt fyrir þá sem æfa.

Endilega meldið hér inn í athugasemdir hvort ykkar drengur mætir.

föstudagur, 24. október 2014

Tilkynning frá íþróttastjóra

Búningarnir sem iðkendur keyptu á söludegi Errea og Hauka eru komnir í hús og verða til afhendingar í dag kl. 18:00 - 19:15, fyrir leik hjá mfl. kk.  á móti Fjölni.

Komið þessu áleiðis innan ykkar raða, þ.e. á upplýsingasíður ykkar flokka.

mánudagur, 6. október 2014

Cheerios mótið 2014 lokið

Flottu móti hjá KR nú lokið og vel að því staðið í alla staði.  Við mættum með 8 stráka á laugardeginum og 6 á sunnudeginum.  Strákarnir stóðu sig allir frábærlega, jafnt innan sem utan vallar og voru Haukum til sóma.



Hér til vinstri er hægt að nálgast myndasöfn af mótinu, en það eru 2 albúm frá mér (fékk foreldra til að smella af vélinni minni um helgina) og svo er einnig myndasafn frá Magna (pabba Loga)

fimmtudagur, 2. október 2014

Foreldrafundur

Foreldrafundurinn fór fram áðan og mættu foreldrar 8 drengja á fundinn.  Farið var yfir hvernig upplýsingum verður miðlað, þ.e. í gegnum þessa bloggsíðu og með tölvupósti.  Allar helstu fréttir munu koma hingað inn.  Einnig var ákveðið hvaða mót verða sótt í vetur, sjá hér til vinstri.  Síðan munu Marinella (mamma Teits) og Hildur (mamma Axels) hafa frumkvæði að félagslegum atburðum og virkja aðra foreldra með í það starf.

Tilkynning frá íþróttastjóra Hauka

Þriðjudaginn 7. október nk. mun körfuknattleiksdeild Hauka og Errea standa fyrir söludegi á Haukabúningum og vörum á Ásvöllum, milli kl. 17:00 - 19:00.
Kknd. Hauka spilar í Errea búningum í ár eins og síðustu ár og hefur verið mikil ánægja með vörur frá þeim og hefur afgreiðsla verið fljót og góð.
Hægt verður að velja keppnis búninga, máta stærðir, kaupa íþróttafatnað eins og sokka, stuttbuxur, íþróttapeysur, íþróttatöskur og ýmislegt annað.
Auk þess er verið að selja Nike körfuboltaskó á hagstæðu verði.

Við viljum hvetja foreldra og iðkendur til að mæta á þennan söludag. Annar söludagur verður svo á föstudaginn 10. okt., fyrir fyrsta leik hjá mfl. karla á móti Grindavík. 

Cheerios mótið um helgina

Mótið fer fram í KR heimilinu Frostaskjóli, http://ja.is/kr/.  Mótsgjaldið er 2.500 kr. og greiðist þjálfara (Marel) við komu á mótsstað.  Mæta þarf 15 mínútum áður en fyrsti leikur hefst, tilbúinn í búningi eða rauðum bol.  Spilaðir verða 3 leikir á hvert lið og eru 5 leikmenn inná vellinum hverju sinni.  Þegar síðasta leik er lokið, þá fer liðið saman fram í anddyri íþróttahússins þar sem verðlaunaafhending og myndataka fer fram.

Á mótið er skráð frá okkur eitt 2005 lið og eitt 2006 lið.  Sökum þess hversu fáir eru hjá okkur í 2005 árganginum, þá þurfum við að fylla upp í það lið með 2006 strákum.  Vonandi á eftir að fjölga í 2005 árganginum, en þangað til mun ég skipta því á milli 2006 strákanna hverjir spila með þeim.  Liðskiptingin á þessu móti er eftirfarandi:

2005 liðið:
Atli
Gerardas
Logi
Helgi
Teitur
Ævar

2006 liðið:
Alorian
Axel
Dagur
Jerve
Orri
Óskar
Sindri
Viktor

Leikjaniðurröðun 2006 liðið:
Lau kl. 8:30 Haukar - Breiðablik (völlur 3)
Lau kl. 9:30 Haukar - Stjarnan (völlur 3)
Lau kl. 10:30 Haukar - KR (völlur 3)

Leikjaniðurröðun 2005 liðið:
Sun kl. 8:00 Haukar - UMFN (völlur 1)
Sun kl. 9:30 Haukar - KR (völlur 2)
Sun kl. 11:00 Haukar - Ármann (völlur 1)

Ef það eru einhverjir sem ekki komast þá þarf ég að fá upplýsingar um það sem fyrst.

Laugardagsæfingin í Hraunvallaskóla fellur niður vegna mótsins.

mánudagur, 22. september 2014

Fyrsta mótið

Cheerios mótið 2014 fer fram í DHL-Höllinni í Reykjavík dagana 4.-5. október.  Hvert lið fær amk. þrjá leiki en hver leikur er 2x12 mínútur.  Mótsgjald er 2.500 kr. á hvern þátttakanda.  Skráning fer fram með því að senda póst á marelorn@gmail.com (hef nú þegar sent út póst út af þessu móti)

Foreldrafundur 2. október

Haldinn verður foreldrafundur fimmtudaginn 2. október kl. 17:30 á Ásvöllum.  Farið verður yfir starf vetrarins, m.a. rætt um á ákveðið hvaða mót verða sótt og hvaða skemmtanir verða fyrir krakkana utan æfingar.  Vonandi komast sem flestir á fundinn.

laugardagur, 20. september 2014

Næsta vika

Ég verð erlendis næstu viku og hef fengið þjálfara til að sinna 3 æfingum í fjarveru minni.

Miðvikudagur 24.9 kl. 15:30-16:30 Ásvellir (Emil Barja)
Fimmtudagur 25.9 kl. 16-17 Hraunvallaskóli (Ingvar)
Laugardagur 27.9 kl. 10-11 Hraunvallaskóli (Ómar)

föstudagur, 5. september 2014

Æfingar á laugardögum kl. 10-11

Æfingar á laugardögum verða í vetur í Hraunvallaskóla kl. 10-11, þessi tími verður í gildi í allan vetur og hefst frá og með morgundeginum.

Æfingar í september

Ég verð ekki á æfingunni á morgun laugardag og mun einnig missa nokkuð af æfingum í septembermánuði, er m.a. í burtu 2 helgar og einnig erlendis síðustu viku septembermánaðar.  En það á ekki að koma að sök og ég mun fá góða aðila til að stýra æfingum í minni fjarveru.  Atli Rafn Ómarsson mun stýra æfingunni á morgun, en hann er þjálfari 7. flokks drengja.

miðvikudagur, 3. september 2014

Skráningar 2014-2015

Góðan daginn.

Skráning er hafin.
Skráningar fyrir nýja tímabilið sem er að fara af stað, eru byrjaðar. Skrá þarf í gegnum „Mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar en það er eina leiðin til þess að nýta niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Hægt er að nálgast skráninguna inni á http://haukar.is/ (stór rauður gluggi til hægri á síðunni „Skráning og greiðsla æfingagjalda – Mínar síður“) eða á http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/. Viljum við hvetja forráðamenn til þess að skrá iðkendur inn sem fyrst og fullnýta þannig niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Ef eitthvað er óljóst eða ef ykkur vantar aðstoð á einhvern hátt, þá endilega hafið samband og ég aðstoða ykkur.

Eigið góðan dag og áfram Haukar J

Með kærri kveðju / Best regards
Bryndís Sigurðardóttir
Sími: 525-8702 / GSM: 897-9090

miðvikudagur, 27. ágúst 2014

Tímabilið 2014-2015

Nú er nýtt körfuboltatímabil að hefjast og æfingar að fara af stað.  Fyrsta æfingin hjá 8-9 ára strákum verður miðvikudaginn 3. september kl. 15:30-16:20 á Ásvöllum.  Æfingatafla vetrarins er að finna hér til vinstri á síðunni.

Æfingar fyrir stelpurnar í minnibolta 8-9 ára (2005-2006) hefjast mánudaginn 1. sep. kl. 17:10 á Ásvöllum. Dagbjört mun þjálfa þær í vetur.

Byrjendaflokkur 6-7 ára (2007-2008) verður á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur. Fyrsta æfing stelpnanna verður þriðjudaginn 2. september kl. 16:00-17:00 í Hraunvallaskóla og strákarnir byrja líka 2. september á sama stað kl. 17:00-18:00.  Þjálfarar í byrjendaflokknum í vetur verða þær Kristín Fjóla Reynisdóttir og Auður Ólafsdóttir.

Æfingatöflur stelpnanna má sjá á eftirfarandi síðu : Körfuboltaæfingar stelpur 2014-2015
Æfingatöflur stákanna má sjá á eftirfarnadi síðu: Körfuboltaæfingar strákar 2014-2015

Þessi bloggsíða mun fylgja strákum fæddum 2005-2006 í vetur.

fimmtudagur, 5. júní 2014

Körfuboltaskóli sumarið 2014

Körfuboltaskóli fyrir 5-12 ára (2002-2009)Námskeið fyrir hádegi 10. júní - 4. júli og 5.- 15. ágúst
Körfuboltaskólinn er fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í körfubolta. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilaður körfubolti. Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir. Yfirþjálfari verður Guðmundur Sævarsson.


http://haukar.is/itrottaskoli

mánudagur, 19. maí 2014

Takk fyrir veturinn

Nú er flottu tímabili lokið og gaman að fá að enda það á skemmtilegu móti hjá Valsmönnum.  Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir veturinn.  Einnig vil ég hvetja alla krakkana til að vera dugleg að fara út í körfubolta í sumar, æfingin skapar meistarann.

Ég hef bætt við myndum af fjölskyldæfingunni, uppskeruhátíðinni og Valsmótinu, sjá hér hægra megin.

Liðsmyndir frá Valsmótinu, draumalidid.is




fimmtudagur, 15. maí 2014

Valsmót - leikjaniðurröðun

Stelpur: Ólöf, Halldóra, Snædís og Ísabel
09:30  Haukar - Valur
10:00  Haukar - Breiðablik
11:00  Haukar - Valur
11:30  Haukar - Breiðablik

Strákar:  Daníel, Jerve, Viktor og Alorian
09:30  Haukar - ÍA
10:30  Haukar - KR
11:30  Haukar - Valur

Strákar: Helgi, Orri, Teitur og Ævar
09:30  Haukar - KR
10:00  Haukar - Valur
11:00  Haukar - KR
11:30  Haukar - Valur

Mæting kl. 9:10 tilbúin í keppnisbúningi eða rauðum bol.  Í lok móts er svo veitt viðurkenning fyrir þátttöku í mótinu.  Ég mun þurfa aðstoð frá foreldrum við stýringu á leikjunum, þar sem stundum eru öll liðin að spila á sama tíma.

Valsmótið á laugardaginn

Valsmótið fer fram í Valsheimilinu að Hlíðarenda á laugardaginn kl. 9-12.  Ég á eftir að fá nánari niðuröðun leikja og mun setja það hér inn þegar það kemur.

4 stelpur og 8 strákar hafa skráð sig til leiks, enn er möguleiki að bæta við ef áhugi er fyrir hendi.  Við munum senda 3 lið keppnina.  Þau sem eru skráð í mótið eru eftirfarandi:

Stelpur
Ólöf
Halldóra
Snædís
Ísabel

Strákar
Ævar
Orri
Helgi
Teitur
Daníel
Viktor
Jerve
Alorian

Mótsgjaldið er 2.000 kr. og greiðist á staðnum.

þriðjudagur, 13. maí 2014

Valsmót

Það verður mjög líklega Valsmót á laugardaginn 17. maí kl. 9-12.  Við munum senda lið á staðinn og vil ég biðja ykkur að svara pósti sem ég sendi á hópinn (eða skrá í athugasemdir hér fyrir neðan), ef ykkar barn mun mæta í mótið.  Mótsgjaldið er 2000 kr. á hvern þátttakanda.

Ég þarf að láta vita annað kvöld um fjölda liða sem fer frá okkur, þannig endilega látið mig vita sem fyrst.

föstudagur, 9. maí 2014

Uppskeruhátíð Hauka

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar verður haldinn hátíðleg í íþróttasalnum á Ásvöllum föstudaginn 16. Maí kl. 16:00 – 18:00.

Veitt verða verðlaun fyrir árangur auk þess sem yngstu iðkendur fá veitt verðlaun. Bollakeppnin verður auðvitað á sínum stað og svo verða grillaðar pylsur fyrir alla sem mæta.

Hvetjum við alla iðkendur og auðvitað foreldra/aðstandendur til að mæta.

mánudagur, 5. maí 2014

Tímabilið senn á enda

Síðustu æfingar núverandi tímabils eru eftirfarandi:

Þriðjudagurinn 6. maí
Fimmtudagurinn 8. maí
Þriðjudagurinn 13. maí

Þriðjudaginn 6. maí verður hefðbundin æfing.

Fimmtudaginn 8. maí verður frjáls æfing með svipuðu sniði og jólaæfingin.

Þriðjudaginn 13. maí verður síðan fjölskylduæfing.  Fjölskylduæfingin er þannig að foreldrar og systkini er hvött til að mæta með og munu taka þátt í æfingunni með krökkunum.  Foreldrar/systkini þurfa að mæta í íþróttafötum, þannig að þau eru klár að taka þátt á fullu með krökkunum. Farið verður í ýmsa leiki (tengt körfuknattleik) og keppt.

þriðjudagur, 22. apríl 2014

Æfingar hefjast í dag

Æfingar hefjast í dag 22. apríl eftir páskafríið.  Frí verður á fjölgreinaæfingum næstu tvo fimmtudaga  þann 24. apríl, Sumardaginn fyrsta og  1. maí, Verkalýðsdaginn.

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Körfuboltabúðir Hauka um páskana

Körfuboltabúðir Hauka verða í dymbilvikunni, frá mánud. 14. apríl – miðvikud. 16. apríl

Frá kl. 13:00 – 16:00 alla þrjá dagana. Fyrir alla krakka í 1 – 6 bekk.

• Yfirþjálfarar verða Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og landsliðsþjálfari mfl. kvenna og

Pétur Ingvarsson fyrrum þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og þjálfari yngri flokka félagsins

• Leikmenn mfl. kvenna og karla verða að aðstoða og leiðbeina á æfingum

• Verð kr. 3.500. Systkina afsláttur – (annað barn 50% og þriðja barn frítt)

• Gengið frá greiðslu við innritun

• Muna að koma með hollt og gott nesti.

• Allir fá páskaegg í lokin og svo er auðvitað Bollinn og sigurvegari fær Stórt Páskaegg í verðlaun.

• Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.

• Allar nánari upplýsingar veita Ívar s: 8612928 og Pétur s: 8977979

mánudagur, 7. apríl 2014

Páskafrí

Það falla niður æfingar 15. og 17. apríl vegna páskafrís.

Skemmtiæfing á morgun

Á morgun þriðjudaginn 8. apríl verður skemmtiæfing.  Það hafa komið fram óskir um að mæta í grímubúningum/náttfötum og taka með sér bangsa, það er allt í boði.  Sett verður upp "Tarzan" braut með dýnum, köðlum og öðru tilheyrandi.

mánudagur, 31. mars 2014

Haukar - Snæfell, gengið inn á völlinn

Á miðvikudaginn kl. 19:15 fer fram annar leikur í viðureign Hauka og Snæfells í úrslitaeinvígi um íslandsmeistaratitilinn. Stelpunum stendur til boða að ganga inn á völlinn með liðinu, svipað fyrirkomulag og áður.  Vera mætt í rauðum bol eða búning kl. 18:50 í stúkuna við innganginn, Sara tekur á móti hópnum.

mánudagur, 10. mars 2014

Hópmyndir af Nettómótinu 2014

Teknar voru hópmyndir á Nettómótinu af liðunum í boði Nettó.  Glæsilegir krakkar.
Hægt er að nálgast myndirnar í fullri upplausn frítt inná draumalidid.is






föstudagur, 7. mars 2014

Stórleikur í kvöld

Haukar - Þór spila í kvöld kl. 19:15 að Ásvöllum.  Hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn.

Bikarúrslit yngri flokka

Fjórir yngri flokkar kkd. Hauka spila til úrslita um helgina í bikarkeppni KKÍ. 
Úrslitin fara fram í Grindavík á laugardag og sunnudag.
Þetta er glæsilegur árangur en í heildina eru spilaðir 9 úrslitaleikir í úrslitum og eiga Haukar fulltrúa í fjórum þeirra. Einungis Keflvíkingar geta státað af sambærilegum árangri og næstu lið eiga tvö lið í úrslitum. 11. flokkur drengja var hársbreidd á því að komast í úrslitin en þeir þeir töpuðu í undanúrslitum á mót Breiðabliki í jöfnum og spennandi leik.
Þau lið sem spila um helgina eru: 10. fl. stúlkna, stúlknaflokkur og unglingaflokkur kvenna og hjá strákunum þá spilar drengjaflokkur til úrslita.
Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna í Grindavík um helgina og styðja okkar yngri flokka til sigurs alla helgina.
Leikirnir um helgina eru eftirfarandi:

Laugardagur 8. mars
kl. 12:00 - 10. flokkur stúlkna · Haukar - Keflavík
kl. 16:00 - Unglingaflokkur kvenna · Haukar - Keflavík

Sunnudagur 9. mars
kl. 14:00 - Stúlknaflokkur · Haukar - Keflavík
kl. 16:00 - Drengjaflokkur · Haukar - KR

Fjölmennum í Grindavík og styðjum okkar krakka.

miðvikudagur, 5. mars 2014

Búningadagur á fjölgreinaæfingu 6. mars

Á fjölgreinaæfingunni fimmtudaginn 6. mars verður búningadagur.  Allir krakkar eru hvattir til að mæta í búningum (ala öskudagsbúningar).  Farið verður í skemmtilega leiki á æfingunni, vonandi komast sem flestir.

mánudagur, 3. mars 2014

Flottu Nettómóti lokið

Það voru kátir krakkar frá byrjendaflokki sem tóku þátt í Nettómótinu í ár, alls 13 strákar og 9 stelpur.  Sumir þurftu að mæta eldsnemma á laugardagsmorgni og byrja að spila kl 8, en aðrir gátu sofið aðeins lengur.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega, jafnt innan sem utan vallar.  Vel var haldið utan um hópana og vil ég koma sérstöku þakklæti til allra hópstjóra og foreldra sem aðstoðuð alla helgina.

Geri ráð fyrir að það hafi verið þreyttir en ánægðir krakkar sem héldu heim á leið að móti loknu.

Ég er búinn að setja inn myndir af mótinu, sem hægt er að nálgast í gegnum hlekkinn hérna vinstra megin á síðunni.  Ef þið lumið á fleiri myndum eða stuttum viedo klippum, þá væri gaman að birta það hér líka.

Liðsmyndir frá ÍR mótinu í desember






Fann þessar skemmtilegu liðsmyndir af liðunum okkar á ÍR mótinu í desember á draumalidid.is


föstudagur, 28. febrúar 2014

Nettómót, gisting og mæting

Haukum hefur verið úthlutað gistingu á sama stað og í fyrra, þ.e. Myllubakkaskóla alls 4 skólastofum þar.

Almennt gildir varðandi mætingu í alla leiki að krakkarnir þurfa að vera klárir (klædd til að keppa) 15 mínútum áður en leikur á að hefjast.  Mjög mikilvægt að mæta ekki of seint í leikina, því það er ekki beðið eftir neinum.

Mæting í fyrsta viðburð á mótinu er því eftirfarandi:

Haukar6 (Helgi,, Orri, Teitur og Ævar), liðstjóri Hafdís
kl. 8:45 í Heiðarskóla, sjá kort

Haukar7 (Axel, Dagur Orri, Óskar Erik, Sindri og Sölvi), liðstjóri Sólrún/Sigfús
kl. 8:15 í Heiðarskóla, sjá kort

Haukar8 (Daníel, Leon Freyr, Óskar K, Ólafur Isaac og Viktor), liðstjóri Ole
kl. 13 í mat í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sjá kort, ATH gengið inn í porti við hliðina á íþróttahúsinu.  Ég var búinn að setja í dagskrána að hægt væri að fara í Reykjaneshöllina áður, það er undir hverjum og einum komið.  Armböndin verða afhent við mætingu í mat, ég úthluta þeim.

Haukar13 (Bryndís, Halldóra, Ísabel, Ólöf Hulda), liðstjóri Enika
kl. 7:45 í íþróttahúsi Njarðvíkur, sjá kort

Haukar14 (Emilía, Karen Huld, Magnea Rán, Sigrún Heiða og Snædís Sól) liðstjóri Guðbjörg/María
kl. 10:45 í íþróttahúsi Njarðvíkur, sjá kort

Marel mun taka á móti strákaliðunum og Dagbjört á móti stelpuliðunum.

Set aftur inn texta sem var í eldri frétt.  Geri ráð fyrir að það séu foreldrar með öllum börnum, ef ekki að það hafi þá verið gerðar ráðstafanir um eitthver annað foreldri sjái um þau.  Við hjálpumst öll að, að halda utan um hópinn og koma krökkunum á fyrirfram ákveðna viðburði.

Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik.  Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.

Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda.

Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur).  Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt.  Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.

Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki.  Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.

þriðjudagur, 25. febrúar 2014

Nettómót, dagskrá

Skipulag liðana á mótinu er eftirfarandi:

Liðstjórar sjá svo til þess að leikmenn séu mættir 20 mínútur áður en leikur hefst og einnig í aðra viðburði.

Haukar6 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 9:00 Haukar - Fjölnir Heiðarskóli, völlur 9
Lau kl. 11:00 Haukar - KR Heiðarskóli, völlur 10
Lau kl. 11:45 Matur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 13:00 Bíó
Lau kl. 15:00 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Lau kl. 17:30 Haukar - Keflavík Heiðarskóli, völlur 9
Lau kl. 18:15 Kvöldmatur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 20:30 Kvöldvaka Íþróttahús Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Kvöldhressing Á gististað
Sun kl. 8:45 Morgunmatur Á gististað
Sun kl. 9:30 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Sun kl. 12:00 Haukar - Stjarnan Heiðarskóli, völlur 8
Sun kl. 12:45 Pizzuveisla Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sun kl. 13:30 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Sun kl. 15:30 Mótsslit Íþróttahús Sunnubraut
Haukar7 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 8:30 Haukar - Stjarnan Heiðarskóli, völlur 9
Lau kl. 9:30 Haukar - Grindavík Heiðarskóli, völlur 10
Lau kl. 10:30 Reykjaneshöll/sund/hvíld
Lau kl. 12:00 Matur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 13:00 Bíó
Lau kl. 16:30 Haukar - Fjölnir Heiðarskóli, völlur 10
Lau kl. 18:15 Kvöldmatur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 20:30 Kvöldvaka Íþróttahús Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Kvöldhressing Á gististað
Sun kl. 8:45 Morgunmatur Á gististað
Sun kl. 10:00 Haukar - KR Njarðvík, völlur 7
Sun kl. 11:00 Pizzuveisla Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sun kl. 11:30 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Sun kl. 15:30 Mótsslit Íþróttahús Sunnubraut
Haukar8 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 12:00 Reykjaneshöll/sund/hvíld
Lau kl. 13:00 Matur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 14:30 Haukar - Keflavík Njarðvík, völlur 7
Lau kl. 16:00 Haukar - Stjarnan Njarðvík, völlur 7
Lau kl. 17:30 Haukar - KR Njarðvík, völlur 7
Lau kl. 18:15 Kvöldmatur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 20:30 Kvöldvaka Íþróttahús Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Kvöldhressing Á gististað
Sun kl. 8:00 Morgunmatur Á gististað
Sun kl. 9:00 Haukar - Skallagrímur Njarðvík, völlur 8
Sun kl. 9:45 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Sun kl. 11:00 Pizzuveisla Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sun kl. 12:00 Bíó
Sun kl. 14:00 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Sun kl. 15:30 Mótsslit Íþróttahús Sunnubraut
Haukar13 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 8:00 Haukar - Snæfell Njarðvík, völlur 7
Lau kl. 9:30 Haukar - Njarðvík Njarðvík, völlur 8
Lau kl. 10:15 Reykjaneshöll/sund/hvíld
Lau kl. 12:00 Haukar - Skallagrímur Njarðvík, völlur 7
Lau kl. 12:45 Matur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 13:15 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Lau kl. 15:30 Haukar - Keflavík Njarðvík, völlur 8
Lau kl. 16:15 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Lau kl. 18:15 Kvöldmatur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 20:30 Kvöldvaka Íþróttahús Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Kvöldhressing Á gististað
Sun kl. 8:45 Morgunmatur Á gististað
Sun kl. 10:00 Bíó
Sun kl. 12:00 Pizzuveisla Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sun kl. 12:30 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Sun kl. 15:30 Mótsslit Íþróttahús Sunnubraut
Haukar14 Viðburður Staðsetning
Lau kl. 11:00 Haukar - Njarðvík Njarðvík, völlur 7
Lau kl. 12:30 Haukar - Keflavík Njarðvík, völlur 8
Lau kl. 13:15 Matur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 14:00 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Lau kl. 19:00 Haukar - KR Njarðvík, völlur 8
Lau kl. 19:45 Kvöldmatur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Lau kl. 20:30 Kvöldvaka Íþróttahús Sunnubraut
Lau kl. 21:45 Kvöldhressing Á gististað
Sun kl. 8:45 Morgunmatur Á gististað
Sun kl. 10:00 Bíó
Sun kl. 13:00 Haukar - Keflavík Njarðvík, völlur 7
Sun kl. 13:45 Pizzuveisla Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sun kl. 14:00 Reykjaneshöll/Ásbrú/sund/hvíld
Sun kl. 15:30 Mótsslit Íþróttahús Sunnubraut

Nettómótið

Byrjendaflokkur Hauka sendir 5 lið á nettómótið og alls 23 keppendur.  Skipting í lið á mótinu er eftirfarandi:

Haukar6 (liðstjóri Hafdís)
Helgi
Orri
Teitur
Ævar Örn

Haukar7 (liðstjóri Sólrún/Sigfús)
Axel
Dagur Orri
Óskar Erik
Sindri
Sölvi

Haukar8 (liðstjóri Ole)
Daníel Rönne
Leon Freyr
Oskar K.
Ólafur Isaac
Viktor

Haukar13 (liðstjóri Enika)
Bryndís
Halldóra
Ísabel
Ólöf Hulda

Haukar14 (líðstjóri Guðbjörg/María Björk)
Emilía Guðnadóttir
Karen Huld
Magnea Rán
Sigrún Heiða
Snædís Sól

Það vantar liðstjóra fyrir Haukar7 og Haukar8, endilega látið mig vita ef þið getið verið liðstjórar.  Það geta líka verið fleiri en 1 sem skipta þessu á milli sín, ef það eru margir foreldrar á svæðinu.  Hlutverk liðstjóra er að halda utan um liðið á milli leikja og mæta með þau í fyrirfram ákveðna viðburði.  Ég mun setja niður dagskrá fyrir öll liðin sem innihalda leikjaniðurröðun, bíó, sundferð, matartíma, kvöldvöku o.fl.  1 liðstjóri með hverju liði fær armband sem gildir fyrir aðgang í matinn, sé fleiri en 1 liðstjóri með liði verður skipst á með matmálstímana.

Einnig ef einhverjir foreldrar ætla að gista, látið mig vita var kominn með Eniku, Guðbjörgu og Maríu á þann lista.  Ég og Dagbjört munum einnig gista, þannig að það vantar helst foreldra strákamegin.

föstudagur, 21. febrúar 2014

Tilkynning frá Ívari íþróttastjóra Hauka

Stelpurnar eiga að mæta í Höllina kl. 13:00 og ganga inn um aðaldyrnar. þar strax í forsalnum eru Haukar með sjoppu og þær hittast þar fyrir framan. Sara (frá Haukum) tekur þar á móti stelpunum og sér um þær og fer með þær bakvið þar sem þær hitta leikmenn til að ganga inn með þeim. Það verður spilaður þjóðsöngurinn og þær standa þá með þeim á meðan á vellinum. Þegar þetta er búið fara þær aftur til Söru og hún skilar þeim þá af sér aftur við sjoppuna.

Því miður erum við ekki með boðsmiða fyrir alla foreldra. Það þarf samt að taka á móti þeim eftir kynningu. Það væri hægt að biðja  Söru um að skila þeim af sér við útgang ef þið ætlið ekki að horfa á leikinn. Vonast samt að allir mæti á leikinn og styðji Haukana til sigurs. Þetta verður skemmtun af bestu gerð.

Það er líka upphitun hér á Ásvöllum kl. 12:00 og þá fá krakkarnir Haukalímmíða á kinnina og svo er auðvitað kaffi og meðlæti fyrir alla.

Vil biðja alla sem ætla að kaupa miða á leikinn að kaupa miðann hér á Ásvöllum í afgreiðslunni þar sem Haukarnir fá þann aðgangseyrir til sín.

Kveðja,
Ívar

Nafnalisti yfir þær stelpur sem ætla að leiða inn.
Stelpur frá Lovísu
María Ósk Vilhjálmsdóttir
Guðbjörg Alma Sigurðardóttir
Helga Soffía Reynirsdóttir
Bergþóra Katrín Valsdóttir
Halldóra Óskarsdóttir
Nanna Björg Eyjólfsdóttir
Aðalheiður Dís Stefánsdóttir
Júlíana Mist Magnúsdóttir
Ísabella Sól Ásgeirsdóttir
Júlía Katrín Baldvinsdóttir
Alexandra
Indiana Elísabet Guðvarðardottir
Katrín Una Garðarsdottir

Stelpur frá Marel
Ísabel Rós
Bryndís Björk
Magnea Rán
Karen Huld

þriðjudagur, 18. febrúar 2014

Bikarúrslitaleikur

Haukastelpurnar spila til úrslita um bikarinn í Höllinni, laugardaginn 22. febrúar kl. 13:30. Hvetjum alla til að kaupa miðana í forsölu á Ásvöllum og styrkja með því Haukana. Miðinn gildir á bæði kvenna og karlaleikinn. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

Stelpurnar í byrjendaflokki stendur líka til boða að ganga inná á völlinn með liðinu.

þriðjudagur, 11. febrúar 2014

Nettómót 1.-2. mars 2014

Nú styttist í Nettómótið og um að gera að hvetja krakkana að vera dugleg að mæta á æfingar.  Það eru fimm æfingar eftir fram að mótinu (tvær þriðjudagsæfingar og þrjár fjölgreinaæfingar).  Nettómótið fer fram helgina 1.-2. mars í Reykjanesbæ.  Þetta mót hefur alltaf verið vel hepnað og mikil upplifun fyrir krakkana að taka þátt. Sjá má upplýsingar um mótið á bloggsíðu þess:  http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/

Kostnaður við mótið er 6.500 kr. á hvern þátttakanda, á ofangreindri bloggsíðu má sjá alla helstu dagskrá mótsins.  Einhverjum dögum fyrir mót mun svo endanleg keppnisdagskrá liggja fyrir.

Þeir sem ætla að vera með á þessu skemmtilega móti, skrái sig í athugasemdir hér fyrir neðan.

Ég mun svo þurfa 1 liðstjóra fyrir hvert lið á mótinu, sjá hlutverk hans hér fyrir neðan.  Reynslan hefur verið að foreldrar hafa skipt þessu hlutverki á milli sín.  Einnig þarf einhverja foreldra með til að gista, en stelpurnar og strákarnir gista í sitthvorri stofunni, ég og Dagbjört verðum með hvorum hópnum fyrir sig.

Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik.  Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.

Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda.

Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur).  Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt.  Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.

Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki.  Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.

miðvikudagur, 5. febrúar 2014

Engin æfing fimmtudaginn 6. febrúar

Vegna handboltaleiks Hauka á móti Akureyri, þá fellur niður æfingin sem vera átti fimmtudaginn 6. febrúar.

Miði á leik í Dominosdeild kvenna og Olísdeild karla

Á æfingunni í gær fengu allir krakkarnir miða á 2 leiki sem eru framundan hjá Haukum.  Í kvöld er fyrri leikurinn þegar að Hamar heimsækir Hauka í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, leikurinn hefst kl. 19:15.  Á morgun fimmtudag er síðan leikur í efst deild handbolta karla, þegar að Akureyri heimsækir Hauka, sá leikur hefst kl. 18.  Krakkarnir fá sjálfir frítt á þessa leiki og miðinn sem þau fengu gildir fyrir fullorðin einstakling.

miðvikudagur, 22. janúar 2014

Stjörnuleikshátíð KKÍ 2014

Það verður mikið um að vera laugardaginn 25. janúar á Ásvöllum.  Þar mun allt besta körfuboltafólk landsins koma saman og sýna listir sínar.  Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17, nánar um dagskrána á kki.is. Aðgangur er ókeypis.

mánudagur, 13. janúar 2014

Vel heppnað Actavismót

Við tókum þátt með 4 lið núna um helgina og ég held að allir hafi skemmt sér mjög vel. Krakkarnir stóðu sig mörg mjög vel og gaman að sjá framfarir hjá þeim.  Ég er búinn að setja inn myndir af mótinu, sjá myndir með því að ýta hér..



föstudagur, 10. janúar 2014

Actavismót, liðskipan

Við í byrjendaflokki verðum með 4 lið á mótinu um helgina, skipting í lið er eftirfarandi:

Haukar9 (stelpur)
Ólöf Hulda
Bryndís
Snædís Sól
Halldóra
Sigrún Heiða
Magnea

Haukar1 (strákar)
Ólafur Isaac
Sölvi
Dagur
Leon Freyr

Haukar2 (strákar)
Ævar
Orri
Viktor
Teitur

Haukar3 (strákar)
Helgi
Jerve
Axel
Sindri

miðvikudagur, 8. janúar 2014

Actavismót, leikjaniðurröðun

Actavismótið fer fram núna um helgina, 11. og 12. janúar í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum.  Ég hef skráð til leiks 1 stúlknalið og 3 strákalið, það munu 4 leikmenn vera inná vellinum í hvert skipti.  Mótið er kostar ekkert fyrir iðkendur Hauka.  Leikjafyrirkomulagið er eftirfarandi:

Stelpurnar spila á sunnudaginn 12. janúar á eftirfarandi tímum:
13:30 Haukar9 - UMFG9
14:30 Haukar9 - UMFG7
15:30 Haukar9 - UMFN8

Strákarnir skiptast í 3 lið, sem heita Haukar1, Haukar2 og Haukar3, leikjaniðurröðunin er eftifarandi:

Laugardagur 11. janúar
Haukar1
15:00 Haukar1 - ÍA
16:00 Haukar1 - Stjarnan2
17:00 Haukar1 - UMFG2

Laugardagur 11. janúar
Haukar2
9:30 Haukar2 - Stjarnan7
10:30 Haukar2 - Stjarnan3
11:30 Haukar2 - UMFG4

Laugardagur 11. janúar
Haukar3
10:30 Haukar3 - Stjarnan4
11:30 Haukar3 - Stjarnan3
12:30 Haukar3 - Stjarnan6

Krakkarnir þurfa að vera tilbúin 15 mínútur fyrir leik, klædd í rauðu (búningum eða rauðum bol)

föstudagur, 3. janúar 2014

Gleðilegt ár !

Fyrsta æfing á árinu 2014 verður þriðjudaginn 7. janúar.  Hlakka til að hitta ykkur aftur.