föstudagur, 25. janúar 2013

Fyrirlestrar á Ásvöllum næstu 3 þriðjudaga

Kæru forráðamenn

Næstkomandi þrjá þriðjudaga verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru tilvaldir fyrir alla áhugasama Haukaiðkendur og foreldra og/eða aðstandendur þeirra.Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir sl. vetur og þurfti að endurtaka þá þar sem færri komust að en vildu.Það verður því aftur boðið upp á þá, auk nýs fyrirlesturs um hæfileika og það hvernig þeir verða til.Fyrirlesari er Kristján Ómar og verða fyrirlestrarnir í hér á Ásvöllum.

Fyrirlestradagskrá:
Þriðjudagurinn 29. janúar kl. 20:00-21:00 Betri matarvenjur = betri í íþróttum og betri einkunnir
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00-21:00 Fæðubótarefni - eitthvað fyrir íþróttaunglinginn?
Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00-21:00 Hvernig verða hæfileikar til?

Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana hér: Skráning

laugardagur, 19. janúar 2013

Actavismótið 2013

Alls tóku 6 strákar og 8 stelpur þátt í Actavismótinu og stóðu sig með sóma.  Hér til hliðar eru myndir sem ég hef sett inn á myndasíðu flokksins.

þriðjudagur, 8. janúar 2013

Actavismótið 12. og 13. janúar

Actavismótið fer fram þann 12. og 13. janúar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.  Strákarnir munu spila á laugardag og stelpurnar á sunnudag.  Frítt er fyrir leikmenn Hauka á mótið og verða allir leystir út með glaðningi í lok móts.  Í byrjendaflokki munum við senda inn strákalið (2006/6 ára) og 2 stúlknalið (2005-2006/6-7 ára).  Dagskráin er eftirfarandi:

Laugardagur (strákar 2006/6 ára):
kl. 9:00   Haukar - Hamar 2 (Völlur 6)
kl. 10:00 Haukar - Hamar 1 (Völlur 5)
kl. 11:00 Haukar - Keflavík (Völlur 6)

Sunnudagur (stelpur 2005-2006/6-7 ára)
kl. 11:00 Haukar 11 - Keflavík 6 (Völlur 2)
kl. 11:00 Haukar 10 - UMFN 3 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 10 - Keflavík 6 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 11 - UMFN 2 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 10 - UMFN 1 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 11 - Keflavík 7 (Völlur 1)

Leikmenn þurfa að vera mættir og tilbúnir 20 mínútum fyrir hvern leik.  Þeir sem eiga búninga mæta með þá, aðrir koma með rauðan bol til að spila í.