föstudagur, 25. september 2015

Foreldrafundur

Í gær fimmtudag var haldinn foreldrafundur, farið var yfir skipulag vetrarins og mót valin sem sótt verða í vetur.  Einnig kom Arnar frá barna- og unglingaráði og kynnti starfsemi þess.

Rætt var um að hafa atburði utan hina hefðubundnu æfinga, s.s. pizzukvöld, mæta á leik hjá Haukum, videokvöld o.fl.  Ég myndi gjarnan þiggja aðstoð frá foreldrum hvað þetta varðar.  Ef einhver býður sig fram að stýra svona viðburði og fá aðra foreldra í lið með sér í þau verk sem þarf að sinna.

Mótin sem stefnt verður að fara á í vetur eru:

28.29. nóv Jólamót Nettó hjá ÍR, seljaskóla
16.-17. jan. Actavismótið hjá Haukum, Haukahúsið Ásvöllum
4.-5. mar. Nettómótið í Keflavík/Njarðvík
23.-24. apr. Stjörnustríð, Garðabæ

Til greina kemur að taka Valsmótið 7.-8. maí í staðinn fyrir Stjörnumótið, verður ákveðið síðar.

Hvet síðan foreldra að skrá börnin í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ, hlekk á leiðbeiningar má sjá hér neðar á síðunni.

þriðjudagur, 22. september 2015

Foreldrafundur

Á fimmtudaginn 24. september kl. 20.30 verður haldinn foreldrafundur í Haukahúsinu að Ásvöllum.  Fulltrúi frá barna- og unglingaráði mætir og kynnir hlutverk þeirra.  Ég fer yfir fyrirkomulag vetrarins og mótin sem tekin verða þátt í verða valin.  Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.

miðvikudagur, 16. september 2015

Tilkynning frá Barna- og unglingaráði

Kæru foreldrar og börn.

Næstkomandi miðvikudag 23. september verður opið hús fyrir alla körfuboltaiðkendur og foreldra þeirra frá klukkan 17:00-19:00. Þar verða til sölu körfuboltabúningar, haukapeysur, buxur o.fl. Einnig verða tölvur á staðnum þar sem foreldrar geta fengið leiðbeiningar hvernig ganga á frá skráningu og sækja um niðurgreiðslu frá bænum. „Haukar í horni“ verða með kynningu á starfsemi sinni og auðvitað geta allir fengið útprent af æfingatöflu fyrir sitt barn.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Barna- og unglingaráð.

mánudagur, 14. september 2015

Æfingagjöld

Minni á æfingagjöldin og niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ, nánar á

http://www.haukar.is/?page_id=729

Tek jafnframt fram að öllum er frjálst að prófa nokkrar æfingar og taka svo ákvörðun hvort þeir verði með í vetur.

föstudagur, 4. september 2015

Næstu æfingar

Ég verð erlendis frá og með æfingunni á morgun, eftirfarandi munu leysa mig af

Lau. kl. 9-10 Ásvellir (Sigurður Árnason, pabbi Teits)
Þri kl. 17-18 Hraunvallaskóli (Helena Sverrisdóttir)
Fim kl. 17-18 Ásvellir (Ingvar Guðjónsson)