föstudagur, 25. september 2015

Foreldrafundur

Í gær fimmtudag var haldinn foreldrafundur, farið var yfir skipulag vetrarins og mót valin sem sótt verða í vetur.  Einnig kom Arnar frá barna- og unglingaráði og kynnti starfsemi þess.

Rætt var um að hafa atburði utan hina hefðubundnu æfinga, s.s. pizzukvöld, mæta á leik hjá Haukum, videokvöld o.fl.  Ég myndi gjarnan þiggja aðstoð frá foreldrum hvað þetta varðar.  Ef einhver býður sig fram að stýra svona viðburði og fá aðra foreldra í lið með sér í þau verk sem þarf að sinna.

Mótin sem stefnt verður að fara á í vetur eru:

28.29. nóv Jólamót Nettó hjá ÍR, seljaskóla
16.-17. jan. Actavismótið hjá Haukum, Haukahúsið Ásvöllum
4.-5. mar. Nettómótið í Keflavík/Njarðvík
23.-24. apr. Stjörnustríð, Garðabæ

Til greina kemur að taka Valsmótið 7.-8. maí í staðinn fyrir Stjörnumótið, verður ákveðið síðar.

Hvet síðan foreldra að skrá börnin í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ, hlekk á leiðbeiningar má sjá hér neðar á síðunni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli