þriðjudagur, 11. febrúar 2014

Nettómót 1.-2. mars 2014

Nú styttist í Nettómótið og um að gera að hvetja krakkana að vera dugleg að mæta á æfingar.  Það eru fimm æfingar eftir fram að mótinu (tvær þriðjudagsæfingar og þrjár fjölgreinaæfingar).  Nettómótið fer fram helgina 1.-2. mars í Reykjanesbæ.  Þetta mót hefur alltaf verið vel hepnað og mikil upplifun fyrir krakkana að taka þátt. Sjá má upplýsingar um mótið á bloggsíðu þess:  http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/

Kostnaður við mótið er 6.500 kr. á hvern þátttakanda, á ofangreindri bloggsíðu má sjá alla helstu dagskrá mótsins.  Einhverjum dögum fyrir mót mun svo endanleg keppnisdagskrá liggja fyrir.

Þeir sem ætla að vera með á þessu skemmtilega móti, skrái sig í athugasemdir hér fyrir neðan.

Ég mun svo þurfa 1 liðstjóra fyrir hvert lið á mótinu, sjá hlutverk hans hér fyrir neðan.  Reynslan hefur verið að foreldrar hafa skipt þessu hlutverki á milli sín.  Einnig þarf einhverja foreldra með til að gista, en stelpurnar og strákarnir gista í sitthvorri stofunni, ég og Dagbjört verðum með hvorum hópnum fyrir sig.

Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik.  Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.

Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda.

Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur).  Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt.  Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.

Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki.  Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.

14 ummæli: