föstudagur, 28. febrúar 2014

Nettómót, gisting og mæting

Haukum hefur verið úthlutað gistingu á sama stað og í fyrra, þ.e. Myllubakkaskóla alls 4 skólastofum þar.

Almennt gildir varðandi mætingu í alla leiki að krakkarnir þurfa að vera klárir (klædd til að keppa) 15 mínútum áður en leikur á að hefjast.  Mjög mikilvægt að mæta ekki of seint í leikina, því það er ekki beðið eftir neinum.

Mæting í fyrsta viðburð á mótinu er því eftirfarandi:

Haukar6 (Helgi,, Orri, Teitur og Ævar), liðstjóri Hafdís
kl. 8:45 í Heiðarskóla, sjá kort

Haukar7 (Axel, Dagur Orri, Óskar Erik, Sindri og Sölvi), liðstjóri Sólrún/Sigfús
kl. 8:15 í Heiðarskóla, sjá kort

Haukar8 (Daníel, Leon Freyr, Óskar K, Ólafur Isaac og Viktor), liðstjóri Ole
kl. 13 í mat í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sjá kort, ATH gengið inn í porti við hliðina á íþróttahúsinu.  Ég var búinn að setja í dagskrána að hægt væri að fara í Reykjaneshöllina áður, það er undir hverjum og einum komið.  Armböndin verða afhent við mætingu í mat, ég úthluta þeim.

Haukar13 (Bryndís, Halldóra, Ísabel, Ólöf Hulda), liðstjóri Enika
kl. 7:45 í íþróttahúsi Njarðvíkur, sjá kort

Haukar14 (Emilía, Karen Huld, Magnea Rán, Sigrún Heiða og Snædís Sól) liðstjóri Guðbjörg/María
kl. 10:45 í íþróttahúsi Njarðvíkur, sjá kort

Marel mun taka á móti strákaliðunum og Dagbjört á móti stelpuliðunum.

Set aftur inn texta sem var í eldri frétt.  Geri ráð fyrir að það séu foreldrar með öllum börnum, ef ekki að það hafi þá verið gerðar ráðstafanir um eitthver annað foreldri sjái um þau.  Við hjálpumst öll að, að halda utan um hópinn og koma krökkunum á fyrirfram ákveðna viðburði.

Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik.  Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.

Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda.

Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur).  Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt.  Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.

Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki.  Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli