Foreldrafundurinn fór fram í kvöld, þar sem Guðbjörg Íþróttastjóri fór yfir fyrirkomulagið við greiðslur æfingagjalda og hvað þarf að gera til þess að eiga kost á niðurgreiðslum frá Hafnarfjarðabæ. Samúel formaður körfuknattleiksdeildarinnar fór yfir skipulag og starfssemi deildarinnar. Marel fór síðan yfir markmið og fyrirkomulag vetrarins.
Markmið hópsins:
Ná tökum á grunnatriðum körfubolta, drippla, skjóta og senda. Þekkja helstu reglur körfuboltans. Hafa gaman í vetur.
Áhersla á æfingum:
Æfingar við að ná tökum á grunnatriðum körfuboltans. Leikir bæði er lúta að körfubolta og líka almennir leikir óháðir körfubolta.
Stefnt er að fara á 3 mót í vetur, sjá lista hér til vinstri á síðunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli