sunnudagur, 12. maí 2013

Valsmót

Valsmótið var vel heppnað og allir strákarnir fengu að spila 3 leiki og stóðu sig vel.  Við sendum 2 lið á mótið og fyrra liðið var skipað þeim Birki, Ólafi, Degi, Kristófer og Jerve.  Strákarnir stóðu sig feyki vel og spiluð til að mynda á móti 2 liðum skipuðum strákum úr 3ja bekk, og voru sterkari aðilinn.  Seinna liðið var skipað eingöngu strákum í fyrsta bekk hjá okkur, þ.e. þeim Andra, Helga, Orra, Ævari og Viktori.  Andstæðingar þeirra voru allt strákar í 2. bekk, en engu að síður stóðu þeir sig mjög vel.  Allir fengu svo verðlaun í lok móts, þar sem strákarnir fengu medalíu, svala og prins póló.

1 ummæli:

  1. Guðrún Sunna (mamma Óla Darra)13. maí 2013 kl. 11:18

    Takk fyrir skemmtilegt mót

    SvaraEyða