miðvikudagur, 4. desember 2013

Vel heppnað ÍR mót

Síðustu helgi tóku krakkarnir okkar þátt í ÍR móti, stóðu sig frábærlega og voru félaginu til sóma.  Það var gaman að sjá hvað þau öll voru áhugasöm og tóku virkan þátt.  Held að allir hafi haft mjög gaman af.

Það voru 2 stráka lið sem tóku þátt í mótinu og það fyrra hóf leik snemma á laugardagsmorgni eða kl. 8:10.  Strákarnir í þessu liði voru þeir, Axel, Leon, Oskar, Óskar, Olafur og Sindri.  Flestir af þessum strákum voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og allir stóðu þeir sig mjög vel.


Seinna strákaliðið hóf leik kl. 10:40 á laugardagsmorgninum.  Strákarnir í þessu liði voru þeir Dagur, Helgi, Jerve, Orri, Viktor og Ævar.  Allir í liðinu eru á sínu öðru ári og virkilega gaman að sjá hversu miklar framfarir þeirra eru á milli móta.


Stelpuliðið hóf leik á sunnudeginum kl. 11:55.  Þær sem skipuðu liðið voru Bryndís, Emelía, Halldóra, Ólöf, Sigrún og Snædís.  Sumar voru að keppa í fyrsta sinn og aðrar voru með á mótum á síðasta ári.  Eins og hjá strákunum þá voru þær til fyrirmyndar og stóðu sig frábærlega.



Fleiri myndir úr mótinu má sjá hér til hliðar undir ýmsum myndum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli