Á morgun verða 2 leikir að Ásvöllum, meistaraflokkur kvenna tekur á móti Hamri kl. 18:00 og kl. 20:00 tekur meistaflokkur karla á móti Skallagrími.
Ég er með 30 miða fyrir krakkana og það verður því í boði 2 miðar fyrir hvern krakka.
Krakkarnir koma til með að leiða meistaraflokkana inná völlinn og verður það með sama fyrirkomulagi og síðast. Stelpurnar leiða inn meistaraflokk kvenna og strákarnir meistaraflokk karla. Vona að sem flestir geti mætt.
Á milli leikja er grillið í gangi að venju, fyrir þá sem vilja fá sér að borða.
Foreldrar geta nálgast miða í afgreiðslunni, starfsmenn íþróttahússins vita af því að foreldrar í byrjendaflokki koma og sækja miðana.
Krakkarnir sem leiða inná völlinn þurfa að mæta í búningunum sínum, eða rauðum bol. Þau þurf að vera tilbúin 15 mínútur fyrir leik á milli stúkanna (þar sem gengið er inn í salinn á æfingum)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli