miðvikudagur, 25. september 2013

Æfingagjöld og niðurgreiðslur

Skráningar og greiðsla æfingagjalda eru nú í fullum gangi og eru forráðamenn minntir á að nýta sér niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá fulla niðurgreiðslu. Eins og er, er enn opið fyrir niðurgreiðsluna í september og því um að gera fyrir þá sem enn eiga eftir að ganga frá skráningu og æfingagjöldum, að ganga frá því strax. Um mánaðarmótin sept/okt dettur niðurgreiðsla fyrir september út. Eftir það, gildir niðurgreiðslan frá þeim degi sem er skráð.

Leiðbeiningar um hvernig staðið er að greiðslum er að finna hér, http://haukar.is/leiebeiningar

Byrjendaflokkarnir geta æft allar greinarnar en greiða bara fyrir 1 árgjald. Forráðamenn skrá hins vegar iðkendur í þá flokka sem viðkomandi ætla að æfa og fellur Bryndís svo niður það sem við á. Sendið Bryndísi tölvupóst svo að hún geti fellt niður umframgreiðslurnar.

Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli