mánudagur, 25. febrúar 2013

Nettómótið, skipulag

Nú liggur fyrir að það verða 3 frá byrjendaflokki Hauka sem munu keppa á Nettómótinu í ár.

Kostnaður
Gjaldið í mótið fyrir hvern þátttakanda er 6.300 kr.  Best er að þið leggið þá upphæð á reikning hjá mér og sendið mér kvittun í tölvupósti á marelorn@gmail.com með nafni barnsins ykkar.  Reikningurinn sem leggja þarf inn á er:  521 - 26 - 5682  og kennitalan er 070272-3509

Liðin
Í drengjaliðinu verða alls leikmenn, þ.e.

Haukar 11
Hafdís (661 0609) og Halla (868 7748) munu verða liðstjórar í þessum hópi.
Helgi
Kristófer
Sölvi
Viktor
Ævar Örn
Kjartan
Jerve

Stúlknaliðin verða 2, þ.e.

Haukar 17
Liðstjóri Stefán Borgþórsson (697 3960)
Aðalheiður
Emelía
Halldóra
Edda

Haukar 16
Liðstjóri Stefán Reynisson (661 8824)
Margrét Nótt
Marta
Nanna
Sunneva
Thelma
Bergþóra

Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá.  Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik.  Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.

Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda.

Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur).  Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt.  Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.

Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki.  Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.

Annað
Leikjaniðurröðun stendur nú yfir og mun ég senda út dagskrá þegar að nær dregur helginni.  Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið haft samband við mig í gegnum tölvupóst (marelorn@gmail.com) eða í síma (864 0969).  Einnig er hægt að hitta mig á æfingatíma.

1 ummæli:

  1. Hæ, hæ,

    Ég vil helst ekki taka að mér listjórahlutverkið þar sem ég á annað barn sem er að keppa á þessu sama móti og hefði viljað geta flakkað á milli og fylgst með báðum börnunum. Ég skal aftur á móti með glöðu geði vera listjóra til aðstoðar og hjálpa eins og þarf þegar hitt barnið mitt er ekki að keppa.

    Ef aftur á móti enginn getur tekið að sér liðstjórahlutverkið þá skal ég endurskoða málið.

    Bestu kveðjur, Guðrún Soffía (Mamma Nönnu Bjargar)

    SvaraEyða