sunnudagur, 10. febrúar 2013

Nettómótið 2-3 mars

Nú fer að styttast í stærsta mót ársins hjá krökkunum okkar, en það fer fram í Reykjanesbæ helgina 2. - 3. mars.  Allar helstu upplýsingar um mótið er hægta að finna á eftirfarandi síðu, http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/.

Ég hef áhuga á að fara með 4 lið á móti, þ.e. 2 stúlknalið og 2 drengjalið.  Til þess að það geti gengið upp þarf ég 100% þátttöku.  Þannig að ef það eru einhverjir/einhverjar sem ekki munu mæta, þá er gott að fá að vita það sem fyrst.

Með hverju af þessum 4 liðum þarf ég 1 liðstjóra, sem heldur utan um liðið á milli leikja.  Þessu hlutverki má að sjálfsögðu skipta eitthvað á milli foreldra.  Einnig þarf ég foreldra sem geta gist í skólanum með hópnum, fínt að hafa 2 fyrir stúlknahóp og 1 til viðbóar með mér með strákahópinn.

Mótsgjaldið er 6.000 kr per þátttakanda auk liðsgjald, sem verður að hámarki 500 kr.  Innfalið í þessu gjaldi er:

 5 leikir á lið
 Bíóferð
o Fyrir krakka 8 til 11 ára verður sýnd glæný ævintýramynd frá Disney, Cinderella  Once upon a
time... In the West
o Fyrir krakka 6 og 7 ára verður sýnd teiknimyndin Ævintýri Samma 2 (Sammy´s Adventures 2)
sem er hæfir einkar vel þeim aldurshópi.
 Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð
 Hádegisverður á laugardag
 Kvöldverður á laugardag
 Kvöldvaka og glaðningur
 Kvöldhressing á laugardagskvöld
 Gisting
 Morgunverður á sunnudag
 Hádegisverður á sunnudag – Pizzuveisla frá Langbest
 Verðlaunapeningur
 Gjöf í mótslok
 Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá einn lengsta hoppukastala landsins,
boltasvæði o.fl á  7.840m² leiksvæði.
 Innileikjagarðurinn Ásbrú verður opinn á laugardag frá kl. 12.30-17.30 og sunnudag  frá kl. 09.00-
16.30 en það er leiksvæði sem hentar sérstaklega vel fyrir yngstu kynslóðina, 2-8 ára.


Ég mun setja nánari upplýsingar um mótið þegar að nær dregur.

1 ummæli:

  1. Sæll Halldóra mætir á mótið. Ég get aðstoðað að degi til en get því miður ekki gist þar sem mér er boðið í fimmtugsafmæli á laugardagskvöldinu 2.3. Systkini Halldóru geta verið með henni og ábyrgst á lokahófinu.

    SvaraEyða