Sælir foreldrar
Í kjölfar umræðu sem við heyrðum varðandi æfingar hjá 1. og 2. bekk grunnskóla þá langar mig að útskýra aðeins hvernig fjölgreinakerfið starfar.
Fjölgreinakerfið gengur út á það að leyfa öllum að kynnast boltagreinunum þremur þ.e. knattspyrnu, körfubolta og handbolta.
Það geta allir mætt í allar greinar en aðeins er borgað eitt gjald. Það sem þarf að gera er að skrá sig í eina grein og borga – ef viðkomandi barn vill fara í aðra grein þá er einnig skráð í hana en einungis til þess að við fáum niðurgreiðsluna þ.e. þið skráið inn, veljið greiðsluseðil og sendið póst á gudbjorg@haukar.is og segið frá – þá felli ég niður greiðsluseðilinn og viðkomandi er þá skráður í viðkomandi grein. Varðandi þriðju greinina þá er ekki nauðsynlegt að skrá í hana.
Það geta allir mætt í allar greinar en aðeins er borgað eitt gjald. Það sem þarf að gera er að skrá sig í eina grein og borga – ef viðkomandi barn vill fara í aðra grein þá er einnig skráð í hana en einungis til þess að við fáum niðurgreiðsluna þ.e. þið skráið inn, veljið greiðsluseðil og sendið póst á gudbjorg@haukar.is og segið frá – þá felli ég niður greiðsluseðilinn og viðkomandi er þá skráður í viðkomandi grein. Varðandi þriðju greinina þá er ekki nauðsynlegt að skrá í hana.
Semsagt hægt er að æfa allar þrjár boltagreinarnar en aðeins er greitt eitt gjald.
Við hvetjum iðkendur til að mæta og prófa sig áfram í öllum greinum.
Áfram Haukar.
Með bestu kveðju,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
s: 525-8702/861-3614
Fax: 525-8709
Engin ummæli:
Skrifa ummæli