Staður og tímasetning
Hlaupið verður haldið föstudaginn 12. apríl kl. 17:00. Hlaupið verður frá Ásvöllum heimastöðvum HAUKA í Hafnarfirði. Hlaupið er almenningshlaup, ætlað allri fjölskyldunni og hentar ungum sem öldnum.
Hlaupinn verður einn km fyrir hvern áratug sem liðinn er frá stofnun HAUKA.
Vegalengdir
8,2 km án tímatöku. - - 3 km án tímatöku.
Leiðarlýsing
8 km hlaupið verður ræst frá Ásvöllum og hlaupið niður á Norðurbakka og að Hrafnistu. Snúningspunktur við Hrafnistu og til baka.
3 km hlauparar verða ræstir frá Ásvöllum og hlaupinn þægilegur hringur sem endar á Ásvöllum.
Flokkaskipting
Engin flokkaskipting í hlaupunum.
Verðlaun
Úrdráttarverðlaun í báðum vegalengdum.
Skráningargjald
Frítt er í hlaupið og engin skráning.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli