sunnudagur, 20. desember 2015

Jólafri

Jólafrí er skollið á og við förum af stað á nýju ári þriðjudaginn 5. janúar.  Myndir frá fjölskylduæfingunni er að finna hér til hliðar í myndasafninu.

mánudagur, 14. desember 2015

Síðustu æfingar fyrir jól

Það verða æfingar í þessari viku skv. æfingatöflu, áður en jólfrí skellur á.  Síðasta æfing fyrir jól verður því laugardaginn 19. desember.  Á laugardaginn brjótum við aðeins upp hefðbundið fyrirkomulag og höfum fjölskylduæfingu.  Vil því hvetja alla foreldra að mæta á æfingu, systkini mega gjarnan koma líka.  Farið verður í létta skotleiki, ásamt því að spila, m.a. foreldrar á móti drengjunum.  Foreldrar þurfa að mæta í æfingafatnaði og helst með innanhús skó.  Vonandi að sem flestir geti mætt.

sunnudagur, 29. nóvember 2015

Söludagur Errea

Körfuknattleiksdeildin verður aftur með söludag á Errea fatnaði og búningum miðvikudaginn 2. desember frá kl. 17:00 - 19:00 í anddyri íþróttahússins á Ásvöllum.

ÍR mótið

Þá er vel heppnuðu ÍR móti lokið og sýnist að allir hafi haft verulega gaman af.  Strákarnir stóðu sig frábærlega innan sem utan vallar og voru félaginu til sóma.  Gaman að sjá hversu vel þeir stóðu sig og kraftinn sem þeir lögðu í alla leiki.  Hér til vinstri undir "Ýmsar myndir" er búið að bæta við albúmi af mótinu í myndasafnið.

fimmtudagur, 26. nóvember 2015

ÍR mót, liðskipan

Mótið fer fram í íþróttahúsinu við Seljaskóla, sjá http://ja.is/ithrottahusid-vid-seljaskola/

Kostnaður við mótið eru 2.500 kr., foreldrar greiða sjálfir á staðnum, hver fyrir sitt barn.  Mæta þarf klæddur í búning eða rauðum bol, 20 mínútum fyrir fyrsta leik.  Við þjálfararnir (Marel og Magni) stýrum öllum leikjum (4 leikir kl. 14:25, þurfum aðstoð frá foreldrum þar), foreldrar þurf að tryggja að sinn drengur skili sér á réttum í hvern leik. Liðskipan og dagskrá má sjá hér að neðan.

Brynjar, Davíð, Garðar, Alexander og Bjarki
11:55 Völlur 4 á móti Keflavík1
12:45 Völlur 4 á móti Breiðablik1
14:00 Völlur 5 á móti Ármann1

Dagur Orri, Frosti, Kristófer Þ., Leon og Ægir
12:20 Völlur 4 á móti Keflavík2
13:10 Völlur 4 á móti ÍA
14:25 Völlur 4 á móti Breiðablik2

Guðmundur, Kristófer Breki, Michael, Róbert og Ísak
12:20 Völlur 5 á móti Breiðablik3
13:35 Völlur 4 á móti Ármann2
14:50 Völlur 4 á móti ÍA

Andri, Hjörtur, Kári, Stefán og Teitur Árni
11:30 Völlur 3 á móti Keflavík1
12:20 Völlur 2 á móti Grindavík1
13:10 Völlur 1 á móti KR1

Eggert, Ævar, Sigurður, Helgi og Jerve
13:35 Völlur 2 á móti Valur2
14:25 Völlur 2 á móti ÍR1
15:15 Völlur 2 á móti ÍA

Orri, Ingimundur, Sváfnir, Teitur Leó og Bernardo
14:50 Völlur 3 á móti KR3
15:15 Völlur 5 á móti Keflavík2
16:05 Völlur 5 á móti Grindavík3

Eftir síðasta leik er verðlaunaafhending og myndataka hjá hverju liði fyrir sig

miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Mætingar á æfingar

Ég hef haldið skráningu utan um mætingar á æfingar, alls hefur verið 31 æfing sem ég hef skráð mætingu á.   Ekki hefur verið skráð mæting á þeim æfingum sem ég hef ekki stýrt.  Hér að neðan má sjá hversu oft hefur verið mætt, athugið ekki er tekið tillit til fjarvista vegna leyfa, veikinda eða þeirra sem byrjuðu ekki frá fyrstu æfingu.

Guðmundur Jóhann  31
Orri 29
Ævar Örn  29
Garðar Þór 28
Jerve  28
Teitur Árni  26
Dagur Fannar  25
Michael  25
Andri Dan 24
Davíð Örn 24
Ægir  23
Sváfnir Leví 22
Viktor Atli  22
Róbert Ægir  22
Helgi 21
Hjörtur Björn 20
Ísak 19
Kári  18
Stefán Kári  18
Leon Freyr  18
Dagur Orri 17
Sigurður Bergvin  16
Kristófer Breki  16
Teitur Leó  13
Alexander Rafn  13
Frosti  12
Bjarki Freyr  11
Heiðar Bjarki  11
Brynjar Tumi 8
Eggert 7
Stefán 7
Kristófer Þ. 7
Bernardo 5
Ingimundur 3

þriðjudagur, 17. nóvember 2015

Fyrsta mót vetrarins

Helgina 28-29 nóvember fer fram Jólamót Nettó í Seljaskóla í Breiðholti.  Líklegt er að drengirnir muni spila þann 28. nóvember, en það fæst ekki staðfest fyrr en nokkrum dögum fyrir mót.  Kostnaður við mótið er 2.500 kr. á hvern leikmann, innifalið í mótsgjaldinu er nestispakki og svo verðlaunapeningur í mótslok.  Skráningafrestur á mótið er 23. nóvember, þannig að ég þarf að fá staðfestingu frá ykkur í síðasta lagi þann 22. nóvember.  Gera má ráð fyrir að mótið taki 2-3 klukkutíma og spila drengirnir 3 leiki.  Spilað er með 4 leikmenn inni á vellinum og mun ég reyna að hafa sem flest lið, þannig að allir fái að spila mikið.

Þið megið gjarnan staðfesta þátttöku í comment hér á þessari frétt.

laugardagur, 14. nóvember 2015

Myndir frá skemmtiæfingu

Var með myndavélina á lofti þessa æfingu og smellti nokkrum af, sjá myndir hér til vinstri á síðunni.

föstudagur, 13. nóvember 2015

Æfing næsta laugardag

Næsta laugardag verður æfing með léttara sniði og brugðið frá hefðbundnu æfingunum.  Stóra dýnan nýtt, settir upp leikir og spilað meira en venjulega.

föstudagur, 6. nóvember 2015

þriðjudagur, 20. október 2015

Vinavika 19-26 október

Frítt á æfinga fyrir alla í vinavikunni.  Endilega að taka með sér vini til að prófa æfingar.

fimmtudagur, 15. október 2015

Breyting á æfingatíma nk. laugardag

Laugardaginn 17. október verður æfing í Hraunvallaskóla kl. 12-13.  Hefðbundin æfing á Ásvöllum fellur niður þennan dag, þar sem Ásvellir eru uppteknir þennan dag.

miðvikudagur, 14. október 2015

Búningar

Þeir sem keyptu búninga á söludeginum þann 23. september, geta sótt búningana á Ásvöllum hjá henni Bryndísi.

þriðjudagur, 13. október 2015

Heimaleikur á fimmtudaginn, gengið inn á völlin

Næskomandi fimmtudag mun leikur Hauka og Snæfells í úrvaldsdeild karla fara fram.  Drengirnir okkar í flokki 8-9 ára drengja stendur til boða að ganga inn á völlinn með leikmönnum í kynningunni fyrir leikinn.  Vona ég að sem flestir sjái sér fært um að mæta, þeir sem eiga búninga endilega að mæta í þeim eða einhverju rauðu.  Miðum á leikinn verður dreift til strákanna á æfingunni á fimmtudaginn (1 miði á hvern, miðinn er fyrir foreldri, drengirnir þurfa ekki miða til að fara inn á leikinn).  Fyrir þá sem hafa áhuga þá er til sölu hamborgarar frá 18:30, grillaðir á staðnum.  Annars þurfa drengirnir sem ganga inn á völlinn að vera klárir kl. 19:00 á milli stúkanna (sama stað og gengið er inn í salinn þegar farið er á æfingu.

fimmtudagur, 8. október 2015

Æfingin laugardaginn. 10. okt fellur niður

Æfingin laugardaginn 10. október fellur niður vegna fjölliðamóts hjá eldri flokki á æfingatíma okkar.  Við munum bæta við æfingu eða skemmtun seinna.

föstudagur, 25. september 2015

Foreldrafundur

Í gær fimmtudag var haldinn foreldrafundur, farið var yfir skipulag vetrarins og mót valin sem sótt verða í vetur.  Einnig kom Arnar frá barna- og unglingaráði og kynnti starfsemi þess.

Rætt var um að hafa atburði utan hina hefðubundnu æfinga, s.s. pizzukvöld, mæta á leik hjá Haukum, videokvöld o.fl.  Ég myndi gjarnan þiggja aðstoð frá foreldrum hvað þetta varðar.  Ef einhver býður sig fram að stýra svona viðburði og fá aðra foreldra í lið með sér í þau verk sem þarf að sinna.

Mótin sem stefnt verður að fara á í vetur eru:

28.29. nóv Jólamót Nettó hjá ÍR, seljaskóla
16.-17. jan. Actavismótið hjá Haukum, Haukahúsið Ásvöllum
4.-5. mar. Nettómótið í Keflavík/Njarðvík
23.-24. apr. Stjörnustríð, Garðabæ

Til greina kemur að taka Valsmótið 7.-8. maí í staðinn fyrir Stjörnumótið, verður ákveðið síðar.

Hvet síðan foreldra að skrá börnin í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ, hlekk á leiðbeiningar má sjá hér neðar á síðunni.

þriðjudagur, 22. september 2015

Foreldrafundur

Á fimmtudaginn 24. september kl. 20.30 verður haldinn foreldrafundur í Haukahúsinu að Ásvöllum.  Fulltrúi frá barna- og unglingaráði mætir og kynnir hlutverk þeirra.  Ég fer yfir fyrirkomulag vetrarins og mótin sem tekin verða þátt í verða valin.  Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.

miðvikudagur, 16. september 2015

Tilkynning frá Barna- og unglingaráði

Kæru foreldrar og börn.

Næstkomandi miðvikudag 23. september verður opið hús fyrir alla körfuboltaiðkendur og foreldra þeirra frá klukkan 17:00-19:00. Þar verða til sölu körfuboltabúningar, haukapeysur, buxur o.fl. Einnig verða tölvur á staðnum þar sem foreldrar geta fengið leiðbeiningar hvernig ganga á frá skráningu og sækja um niðurgreiðslu frá bænum. „Haukar í horni“ verða með kynningu á starfsemi sinni og auðvitað geta allir fengið útprent af æfingatöflu fyrir sitt barn.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Barna- og unglingaráð.

mánudagur, 14. september 2015

Æfingagjöld

Minni á æfingagjöldin og niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ, nánar á

http://www.haukar.is/?page_id=729

Tek jafnframt fram að öllum er frjálst að prófa nokkrar æfingar og taka svo ákvörðun hvort þeir verði með í vetur.

föstudagur, 4. september 2015

Næstu æfingar

Ég verð erlendis frá og með æfingunni á morgun, eftirfarandi munu leysa mig af

Lau. kl. 9-10 Ásvellir (Sigurður Árnason, pabbi Teits)
Þri kl. 17-18 Hraunvallaskóli (Helena Sverrisdóttir)
Fim kl. 17-18 Ásvellir (Ingvar Guðjónsson)

miðvikudagur, 26. ágúst 2015

Æfingar hefjast 1. september

Æfingar hefjast þriðjudaginn 1. september 

Æfingatafla vetrarins:

Þri 17-18 (Hraunvallskóli)
Fim 17-18 (Ásvellir)
Lau 9-10 (Ásvellir)

Vona að sjá sem flesta nk. þriðjudag.  Endilega látið þetta berast.

kveðja,
Marel

laugardagur, 16. maí 2015

Sumarfrí


Við erum komnir í sumarfrí. Flottu tímabili lokið með frábærum strákum.  Takk fyrir veturinn vona að þið verðið duglegir að æfa ykkur í sumar og komið tilbúnir aftur í haust.

þriðjudagur, 12. maí 2015

Uppskeruhátíð í dag 12. maí kl. 17:00

Sæl öll.
Þá fer að líða að lokum hjá okkur í vetur og ætlum við að hafa uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Hauka á morgun þriðjudaginn 12. maí og hefst hátíðin kl. 17:00 og stendur til kl. 18:30 í íþróttasal Schenkerhallarinnar að Ásvöllum. Veitt verða einstaklingsverðlaun en auk þess munu allir iðkendur í minniboltum fá verðlaun fyrir góðan árangur og ástundun í vetur. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala í lokin.
Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðinni með okkur og krökkunum.
Sjáumst svo hress í haust þegar við förum af stað aftur.
Áfram Haukar J

Með kærri kveðju 
Bryndís Sigurðardóttir

miðvikudagur, 6. maí 2015

Breyting á tímasetningu síðustu æfingar

Skv. dagskrá  átti síðasta æfing að vera nk. laugardag.  Sú æfing verður á mánudaginn í staðinn.  Æfingar sem eftir eru því

7. maí  fim 16-17  Hraunvallaskóli
11. maí  mán 17-18  Hvaleyrarskóli (útiæfing)

Uppskeruhátíðin verður svo þriðjdaginn 12. maí  á Ásvöllum kl. 17

laugardagur, 2. maí 2015

Fyrsta útiæfingin

Það var duglegur hópur sem mætti í dag á útiæfingu, í blíðskaparveðri.


Stjörnustríðsmótið

Mótið hjá Stjörnunni heppnaðist vel og alls tóku 15 strákar þátt hjá okkur, sem voru sér og sínu félagi til sóma.




föstudagur, 1. maí 2015

Æfingar í maí

Lokahóf yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Hauka verður þann 12. maí.  Það verða æfingar fram að þeim tíma og eru því eftirfarandi æfingar eftir á þessu tímabili.

lau 2. maí 10:00-11:00 Hvaleyrarskóli (útiæfing)
mið 6. maí 15:30-16:20 Ásvellir
fim 7. maí 16:00-17:00 Hraunvallaskóli
lau 9. maí 10:00-11:00 Hvaleyrarskóli (útiæfing)

Vona að sjá sem flesta á síðustu æfingunum

fimmtudagur, 30. apríl 2015

Laugardagsæfingar

Í maí verður Íþróttahús Hraunvallaskóla lokað, við munum því verða með útiæfingar í staðinn.  Æfingin nk. laugardag verður á sama tíma, en mun fara fram á körfuboltavellinum við Hvaleyrarskóla.  Bið drengina endilega að mæta með sinn eigin bolta, geri ráð fyrir að flestir eigi bolta eftir síðasta Nettómót.

fimmtudagur, 23. apríl 2015

Stjörnustríð, mótið á sunnudaginn

Kostnaður við mótið eru 2.000 kr. og hægt að greiða það beint til mótshaldara á staðnum.  Mæta þarf klæddur í búning eða rauðum bol, 20 mínútum fyrir fyrsta leik.  Liðskipan og dagskrá má sjá hér að neðan.

2005 - Haukar1 (Atli, Gerardas, Logi, Helgi og Ævar)
kl. 13:00 Haukar1 - Keflavík2 (Völlur2)
kl. 14:00 Haukar1 - Þór Þ.1 (Völlur 2)
kl. 15:30 Haukar1 - Fjölnir2 (Völlur 1)

2006 - Haukar 5 (Teitur, Jerve, Sölvi, Stefán og Davíð)
kl. 9:30 Haukar5 - Stjarnan9 (Völlur 6)
kl. 10:30 Haukar5 - Breiðablik8 (Völlur 5)
kl. 11:30 Haukar5 - Hamar3 (Völlur 6)

2006 - Haukar 6 (Siggi, Alorian, Oskar, Orri og Sindri)
kl. 12:30 Haukar6 - Keflavík4 (Völlur 5)
kl. 13:30 Haukar6 - Njarðvík2 (Völlur 5)
kl. 14:30 Haukar6 - Stjarnan11 (Völlur 5)

Vellir 1-4 eru í stóra salnum, vellir 5-6 eru í litla salnum.

þriðjudagur, 21. apríl 2015

Frí sumardaginn fyrsta

Fimmtudaginn 23. apríl sumardaginn fyrsta verður frí á æfingu.  Íþróttahúsið á Hraunvallaskóla verður lokað þann daginn.

miðvikudagur, 15. apríl 2015

Haukar - Tindastóll

Í kvöld fer fram 4. leikur Hauka og Tindastóls í úrslitakeppninni.  Strákarnir í meistaraflokknum stóðu sig frábærlega í síðasta leik og unnu, þrátt fyrir að flestir hafi verið búnir að afskrifa þá.  Núna er tækifæri til að koma seríunni í verulega spennu með sigri í kvöld.  Hvet alla til að mæta á leikinn og hvetja sitt lið.  Leikurinn hefst kl. 19:15 á Ásvöllum.

þriðjudagur, 7. apríl 2015

Stjörnustríð 26. apríl

Það er komin dagsetning á síðasta mótið.  Mótið verður haldið þann 26. apríl í Ásgarði í Garðabæ.  Skráningafrestur á mótið er til 16. apríl, vinsamlegast skráið ykkur á mótið í "comment" hér fyrir neðan.

Æfingar að fara af stað eftir páskafrí

Fyrsta æfing eftir páskafrí verður á morgun miðvikudag skv. æfingatöflu.  Styttist í síðasta mót ársins sem verður 25.-26. apríl.

miðvikudagur, 1. apríl 2015

Haukar - Keflavík, ganga inná völlinn

Á morgun 2. apríl er oddaleikur milli Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni karla.  Drengjunum úr okkar flokki ásamt öðrum yngri flokkum er boðið að ganga inná völlinn með leikmönnum.  Mæta þarf kl. 15:30 í keppnisbol eða öðrum rauðum bol.  Leikurinn sjálfur byrjar svo kl. 16:00.  Vonandi komast sem flestir.

þriðjudagur, 31. mars 2015

Mæting í febrúar og mars

Það var 21 æfing samtals í febrúar og mars, í listanum hér fyrir neðan er ekki tekið tillit til veikinda eða annarra leyfa, aðeins ef viðkomandi mætti til að taka þátt á æfingu:

Atli Hafþórsson 21
Orri Þrastarson 20
Ævar Örn Marelsson 20
Gerardas Slapikas 19
Viktor Atli Hreiðarsson 17
Kári Hlynsson 16
Andri Hlynsson 15
Stefán Kári Freysson 14
Bjarki Steinn Gunnarsson 14
Logi Már Magnason 14
Helgi Hjörleifsson 13
Sigurður Bergvin Ingibergsson 13
Alorian Latifi 12
Dagur Orri Vilhjálmsson 12
Jerve Jeniel Oriol Yu 12
Teitur Árni Sigurðarson 12
Oskar Kadlubchsk 11
Sölvi Líndal Brynjólfsson 8
Andri Steinn Ingvarsson 8
Davíð Örn Rúnarsson 7
Axel Sigfússon 4
Sindri Logi Andrésson 4
Arnaldur Gunnar Jónsson 3

fimmtudagur, 26. mars 2015

Páskafrí

Það verður frí frá æfingum í næstu viku vegna páskanna, þ.e. miðvikudaginn 1. apríl, fimmtudaginn 2. apríl og laugardaginn 4. apríl.  Fyrsta æfing eftir páskafrí er miðvikudaginn 8. apríl.

Nk. laugardag verður skemmtiæfing, líklega Tarsanbraut á helmingi vallarins og spilað á hinum helmingnum.

miðvikudagur, 18. mars 2015

Haukar - Keflavík, 8- liða úrslit

Nk. föstudag verður fyrsti leikur Hauka og Keflvíkinga í úrslitakeppninni.  Leikurinn hefst kl. 19:15, gaman væri að sjá sem flesta á leiknum.

þriðjudagur, 10. mars 2015

Nettómótið

Þá er flottu Nettómóti lokið, sem var vel heppnað í alla staði.  Strákarnir okkar stóðu sig með mikilli prýði og voru flottir innan sem utan vallar.  Ég vil þakka öllum foreldrum sérstaklega sem hjálpuðu við að gera þessa helgi sem besta, liðstjórar, þeir sem gistu, skutluðu eða hjálpuðu á einhvern hátt.

Ég hef bætt við myndum hér til hliðar frá Magna (pabba Loga), á einnig eftir að setja inn mínar myndir.  Veit það voru nokkrir með myndavélina á lofti, gaman væri að deila þeim myndum hér.

Video frá Actavismótinu

Algirdas hefur sent okkur flott video frá Actiavismótinu, njótið.

https://www.youtube.com/watch?v=jMXcF4HGBeA&feature=youtu.be

föstudagur, 6. mars 2015

Gisting, liðstjórar o.fl

Gisting
Nú liggur fyrir að við fáum Myllubakkaskóla eins og undanfarin ár.  Haukum hefur verið úthlutað stofum 13, 14, 15, 16 og 21.  Alls eru 72 krakkar í heildina frá Haukum ásamt einhverjum foreldrum sem skiptast niður á þessar stofur.  Við þjálfarar liðanna eigum eftir að skipta stofunum á milli flokkana frá Haukunum.

Liðstjórar, akstur og gisting foreldra

Liðstjórar
Haukar 3 - Vilhjálmur Magnús Vilhjálmsson 695 6448
Haukar 4 - Hafdís Hafberg 661 0609
Haukar 5 - Magni Samsonarson 862 2996

Það hafa ýmsir foreldrar boðist til að aðstoða við skutlið á milli viðburða.  Það er best að þið setjið ykkur í samband við ofangreinda liðstjóra hverju sinni.  Sjá má á dagskránni hvað og hvenær þarf að skutla á milli staða.

Það er æskilegt að ég fái 3-4 með mér í gistinguna.  Þeir sem hafa boðist til þess er:

 - Magni (pabbi Loga)
 - Hreiðar (pabbi Viktors)

Einnig hafa nokkrir nefnt að þeir gætu gist ef það vantar.


fimmtudagur, 5. mars 2015

Nettómótið 2015, liðskipan og dagskrá

Það munu 17 strákar taka þátt í mótinu og skipting í lið er eftirfarandi:

Haukar 3
Dagur Orri
Jerve
Kári
Stefán
Sölvi

Haukar 4
Alorian
Helgi
Orri
Sigurður Bergvin
Viktor Atli
Ævar Örn

Haukar 5
Atli
Bjarki
Gerardas
Logi
Andri Dan
Teitur Árni

Almennt gildir varðandi mætingu í alla leiki að krakkarnir þurfa að vera klárir (klædd til að keppa) 15 mínútum áður en leikur á að hefjast.  Mjög mikilvægt að mæta ekki of seint í leikina, því það er ekki beðið eftir neinum.

Skipulag liðana á mótinu er eftirfarandi:

Haukar 5 Viðburður                                   Staðsetning
Lau 11:00 Haukar5-KR10                            TM höllin, völlur 6
Lau 11:30 Liðsmyndataka, sporthero            TM höllin, anddyri
Lau 12:30 Haukar5-Breiðablik5                   TM höllin, völlur 6
Lau 13:00 Hádegismatur Fjölbrautaskóli
Lau 13:30 Reykjaneshöll/Sund/Hvíld/Annað
Lau 15:30 Haukar5-ÍR                                   Myllubakkaskóli, völlur 13
Lau 16:00 Reykjaneshöll/Sund/Hvíld/Annað
Lau 18-20 Kvöldmatur                                   Fjölbrautaskóli
Lau 20:30 Kvöldvaka                                     TM höllin
Lau 21:45 Kvöldhressing                                Myllubakkaskóli
Sun 8:15   Morgunmatur                                 Fjölbrautaskóli
Sun 9:00   Bíó                                                  Bíó, Hafnargötu
Sun 11:00 Pizzuveisla                                     Fjölbrautaskóli
Sun 12:30 Haukar5-Njarðvík6                        TM höllin, völlur 1
Sun 14:30 Haukar5-Grindavík10                    TM höllin, völlur 4
Sun 15:00 Mótsslit                                           TM höllin

Haukar 4  Viðburður                                   Staðsetning
Lau 10:30 Haukar4-Ármann3                        TM höllin, völlur 4
Lau 11:00 Liðsmyndataka, sporthero             TM höllin, anddyri
Lau 11:30 Hádegismatur                                 Fjölbrautaskóli
Lau 13:00 Haukar4-Breiðablik3                      TM höllin, völlur 5
Lau 14:00 Bíó                                                   Bíó, Hafnargötu
Lau 16:00 Reykjaneshöll/Sund/Hvíld/Annað
Lau 18:30 Haukar4-Njarðvík5                         TM höllin, völlur 1
Lau 19-20 Kvöldmatur                                     Fjölbrautaskóli
Lau 20:30 Kvöldvaka                                       TM höllin
Lau 21:45 Kvöldhressing                                  Myllubakkaskóli
Sun 7:45   Morgunmatur                                   Fjölbrautaskóli
Sun 8:30   Haukar4-Sindri2                              TM höllin, völlur 1
Sun 10:00 Haukar4-KR9                                   TM höllin, völlur 2
Sun 11:00 Pizzuveisla                                       Fjölbrautaskóli
Sun 11:30 Reykjaneshöll/Sund/Hvíld/Annað
Sun 15:00 Mótsslit                                            TM höllin

Haukar 3 Viðburður                                   Staðsetning
Lau 10:00 Haukar3-KR7                               TM höllin, völlur 4
Lau 10:30 Liðsmyndataka, sporthero            TM höllin, anddyri
Lau 11:00 Hádegismatur                                Fjölbrautaskóli
Lau 12:30 Haukar3-Stjarnan8                        TM höllin, völlur 4
Lau 13:00 Reykjaneshöll/Sund/Hvíld/Annað
Lau 18:30 Haukar3-Höttur1                           TM höllin, völlur 2
Lau 19-20 Kvöldmatur                                   Fjölbrautaskóli
Lau 20:30 Kvöldvaka                                     TM höllin
Lau 21:45 Kvöldhressing                                Myllubakkaskóli
Sun 7:15   Morgunmatur                                 Fjölbrautaskóli
Sun 8:00   Haukar3-Hörður                            TM höllin, völlur 2
Sun 9:00   Haukar3-Valur2                             Njarðvík, völlur 7
Sun 9:30   Reykjaneshöll/Sund/Hvíld/Annað
Sun 11:00 Bíó                                                  Bíó, Hafnargötu
Sun 13:00 Pizzuveisla                                     Fjölbrautaskóli
Sun 13:30 Reykjaneshöll/Sund/Hvíld/Annað
Sun 15:00 Mótsslit                                           TM höllin

miðvikudagur, 18. febrúar 2015

Búningadagur í dag

Öllum frjálst að koma í öskudagsbúningum í dag ef vilji er fyrir því.  Tökum létta leiki og spilum í dag.

Nettómótið Reykjanesbæ 7.-8. mars

Nettómótið fer fram dagana 7.-8. mars.  Við höfum sótt þetta mót árlega og það notið mikilla vinsælda.  Þetta mót er frábrugðið öðrum mótum vetrarins, en mikið er gert úr dagskrá utan leikja mótsins og gist er í skóla.

Kostnaður við mótið er 7.500 kr. á hvern þátttakanda, innifalið í mótsgjaldinu er eftirfarandi:
5 leikir á lið

  • Bíóferð
  • Fyrir krakka 8 til 11 ára verður sýnd Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi sem er ný teiknimynd um Svamp og félaga og þeirra ævintýri. 
  • Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð
  • Hádegisverður og kvöldverður á laugardag
  • Kvöldvaka og glaðningar
  • Kvöldhressing á laugardagskvöld
  • Gisting
  • Morgunverður á sunnudag
  • Hádegisverður á sunnudag – Pizzuveisla frá Langbest
  • Verðlaunapeningur
  • Vegleg gjöf í mótslok
  • Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá a.m.k. þrjá hoppukastala, þ.a.einn lengsta hoppukastala landsins.
  • Ungmennagarðurinn við 88 húsið og Fjörheima verður opinn alla helgina en þar má m.a. finna uppblásinn ærslabelg, aparólu, minigolfbrautir, hjólabrettapalla, netboltasvæði, hjólastólarólu o.fl.
Þeir sem ætla að vera með á þessu skemmtilega móti, skrái sig í athugasemdir hér fyrir neðan.  Ég þarf að fá staðfestingu um skráningu í síðasta lagi þann 26. febrúar.

Ég mun svo þurfa 1 liðstjóra fyrir hvert lið á mótinu, sjá hlutverk hans hér fyrir neðan.  Reynslan hefur verið að foreldrar hafa skipt þessu hlutverki á milli sín.  Einnig þarf einhverja foreldra með til að gista.

Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik.  Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.

Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda.  Það þurfa ekki allir að gista, sumir foreldrar hafa kosið að fara heim að laugardagskvöldi og mæta með drenginn á sunnudagsmorgni, það er í góðu lagi.

Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur).  Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt.  Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.

Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki.  Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.

Almennar upplýsingar um Nettómótið
Haldinn er úti sérstök heimasíða fyrir mótið þar sem allar helstu upplýsingar er að finna, http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/.  Einnig hefur verið gefinn út bæklingur fyrir mótið, strákarnir munu fá þenna bækling afhentan áður en um langt líður, sjá rafræna útgáfu hér.

fimmtudagur, 5. febrúar 2015

Haukar - Stjarnan mánudaginn 9. febrúar, pizzuveisla

Haukar - Stjarnan fer fram mánudaginn 9. febrúar.  Haukarnir bjóða uppá pizzuveislu fyrir alla sem eru í minnibolta hjá Haukum, þ.m.t. 8-9 ára drengir.  Pizzuveislan hefst kl. 18:30 uppi á 2. hæð í Haukahúsinu á Ásvöllum.  Drengirnir eru hvattir til að mæta í búningunum sínum, eða rauðum bolum.  Um 20 mínútur fyrir leik, munu svo drengirnir fara niður og mynda göng inná völlinn þegar að meistaraflokkurinn hleypur inn á völlinn.  Ég mun á æfingu á laugardaginn dreifa miðum á leikinn fyrir foreldrana, hver drengur fær 2 miða.  Vonandi geta sem flestir mætt á leikinn.

þriðjudagur, 3. febrúar 2015

Fjölskylduæfing laugardaginn 7. febrúar

Á laugardaginn 7. febrúar munum við hafa fjölskylduæfingu.  Vil ég hvetja foreldra og systkini að mæta á æfingu, klædd í æfingaföt til að taka þátt á æfingunni.  Farið verður í létta skotleiki og spilað, systkini/foreldrar munu taka þátt í æfingunni eins og drengirnir sjálfir.  Vona að sem flestir geti mætt og átt glaðan dag á æfingu hjá okkur.

Aðstoðarþjálfari

Hópurinn hjá 8-9 ára drengjum hefur verið að stækka á síðustu vikum.  Við höfum því bætt aðstoðarþjálfara í hópinn, honum Magna.  Magni mun því aðstoða á þeim æfingum sem eftir lifir þessa tímabils.

Æfingasókn í janúar

Það voru 11 æfingar í janúar og mætingin hjá strákunum er eftirfarandi, athugið að listinn hér fyrir sýnir eingöngu mætingar, ekki tekið tillit til leyfa, veikinda o.s.frv.

Viktor Atli 11
Ævar Örn 11
Orri 10
Atli 10
Logi Már 10
Alorian 9
Arnaldur Gunnar 9
Gerardas 9
Andri 8
Dagur Orri 8
Helgi 8
Jerve 8
Kári 8
Sigurður Bergvin 8
Axel 7
Oskar 7
Stefán 7
Jónatan 6
Sindri Logi 6
Sölvi 6
Bjarki 6
Teitur Árni 5
Ólafur 3
Davíð 1

miðvikudagur, 14. janúar 2015

Flottu Actavismóti lokið

Strákarnir allir með tölu stóðu sig með stakri prýði á nýliðnu Actavismóti.  Gaman að sjá framfarir hjá mörgum þeirra og sést glögglega hverjir eru duglegir að mæta á æfingar og leggja sig fram.

Myndavélin var á lofti þessa helgina og má sjá myndir hér til vinstri.  Það væri einnig vel þegið að safna myndum frá fleirum þar inni.

föstudagur, 9. janúar 2015

Actavismótið, skipulag

Mæta þarf 15 mínútum áður en fyrsti leikur hefst, tilbúinn í búningi eða rauðum bol. 4 leikmenn inná vellinum hverju sinni.  Þegar síðasta leik er lokið, þá fer liðið saman fram í anddyri íþróttahússins þar sem verðlaunaafhending og myndataka fer fram.  Frítt er á mótið fyrir iðkendur Hauka.  Á sunnudeginum eru 3 leikir á sama tíma, þrisvar, hjá Haukum3, Haukum5 og Haukum6.  Mig vantar aðstoð frá foreldrum til að vera liðstjórar í þessum leikjum.

Liðskipan er eftirfarandi:

Haukar3
Dagur Orri
Helgi
Oskar
Sölvi

Haukar4
Arnaldur
Davíð
Kári
Orri
Teitur

Haukar5
Jerve
Sigurður Bergvin
Viktor
Ævar Örn

Haukar6
Andri
Axel
Olafur Isaac
Sindri

Haukar7
Atli
Gerardas
Logi
Bjarki

Leikjafyrirkomulag er eftirfarandi, ATH að Haukar4 spila á laugardegi, hin liðin spila á sunnudegi

Haukar4
Lau kl. 13:00  Haukar4 - ÍA2
Lau kl. 14:30  Haukar4 - Stjarnan8
Lau kl. 16:00  Haukar4 - UMFN4

Haukar3
Sun kl. 10:00  Haukar3 - Stjarnan10
Sun kl. 11:00  Haukar3 - UMFG1
Sun kl. 12:30  Haukar3 - Stjarnan7

Haukar5
Sun kl. 10:00  Haukar5 - UMFN5
Sun kl. 11:00  Haukar5 - Stjarnan9
Sun kl. 12:30  Haukar5 - Stjarnan10

Haukar6 (Baldur liðstjóri)
Sun kl. 10:00  Haukar6 - Stjarnan11
Sun kl. 11:00  Haukar6 - Stjarnan10
Sun kl. 12:30  Haukar6 - Stjarnan6

Haukar7
Sun kl. 10:30  Haukar7 - KR3
Sun kl. 11:30  Haukar7 - Skallagrímur4
Sun kl. 12:00  Haukar7 - KR5
Sun kl. 13:30  Haukar7 - KR6

mánudagur, 5. janúar 2015

Mætingar á æfingar

Ég hef merkt við mætingu á æfingar og mun gera áfram.  Mikilvægt er að strákarnir temji sér mæta á æfingar.  Hér að neðan má sjá mætinguna, ég hef merkt við þær æfingar sem ég hef verið með, þannig að það vantar inn nokkrar æfingar í september þar sem aðrir leystu mig af.  Einnig er ekki tekið tillit til veikinda eða leyfa, né þess að sumir byrjuðu ekki í upphafi tímabilsins. Listinn sýnir eingöngu hversu oft er mætt, alls eru þetta 41 æfing sem merkt hefur verið við.

Ævar Örn 41
Atli 41
Dagur Orri 37
Gerardas 37
Orri 36
Viktor Atli 35
Kári 34
Jerve 33
Oskar 32
Andri 29
Axel 29
Sölvi 28
Logi Már 27
Sindri Logi 23
Helgi 20
Teitur 15
Ólafur 14
Sigurður 8
Arnaldur 6
Davíð 4

Actavismótið 10.-11. janúar

Actavismótið fer fram helgina 10.-11. janúar.  Frítt er á mótið fyrir iðkendur Hauka.  Nánari dagskrá mótsins mun liggja fyrir seinna í vikunni.