þriðjudagur, 17. nóvember 2015

Fyrsta mót vetrarins

Helgina 28-29 nóvember fer fram Jólamót Nettó í Seljaskóla í Breiðholti.  Líklegt er að drengirnir muni spila þann 28. nóvember, en það fæst ekki staðfest fyrr en nokkrum dögum fyrir mót.  Kostnaður við mótið er 2.500 kr. á hvern leikmann, innifalið í mótsgjaldinu er nestispakki og svo verðlaunapeningur í mótslok.  Skráningafrestur á mótið er 23. nóvember, þannig að ég þarf að fá staðfestingu frá ykkur í síðasta lagi þann 22. nóvember.  Gera má ráð fyrir að mótið taki 2-3 klukkutíma og spila drengirnir 3 leiki.  Spilað er með 4 leikmenn inni á vellinum og mun ég reyna að hafa sem flest lið, þannig að allir fái að spila mikið.

Þið megið gjarnan staðfesta þátttöku í comment hér á þessari frétt.

22 ummæli:

  1. Alexander Rafn mætir :)

    SvaraEyða
  2. Hjörtur Björn mætir á mótið.

    SvaraEyða
  3. Garðar Þór mætir

    SvaraEyða
  4. Michael Halldórsson mætir. Er vitað hvort þetta verði fyrir eða eftir hádegi?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nánari tímasetning kemur ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum fyrir mót.

      Eyða
  5. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  6. Ísak Líndal vill endilega vera með á mótinu :)

    SvaraEyða