mánudagur, 25. febrúar 2013

Keppnisbúningar

Hjá Errea er hægt að kaupa keppnisbúninga fyrir þá sem vilja, http://errea.is/index.php?option=com_ahsshop&flokkur=140&Itemid=24.

Varðandi Nettómótið þá er engin krafa um að mæta í búningi, rauður bolur dugir.  En þeir sem eiga búninga skulu endilega nota þá.

sunnudagur, 10. febrúar 2013

Nettómótið 2-3 mars

Nú fer að styttast í stærsta mót ársins hjá krökkunum okkar, en það fer fram í Reykjanesbæ helgina 2. - 3. mars.  Allar helstu upplýsingar um mótið er hægta að finna á eftirfarandi síðu, http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/.

Ég hef áhuga á að fara með 4 lið á móti, þ.e. 2 stúlknalið og 2 drengjalið.  Til þess að það geti gengið upp þarf ég 100% þátttöku.  Þannig að ef það eru einhverjir/einhverjar sem ekki munu mæta, þá er gott að fá að vita það sem fyrst.

Með hverju af þessum 4 liðum þarf ég 1 liðstjóra, sem heldur utan um liðið á milli leikja.  Þessu hlutverki má að sjálfsögðu skipta eitthvað á milli foreldra.  Einnig þarf ég foreldra sem geta gist í skólanum með hópnum, fínt að hafa 2 fyrir stúlknahóp og 1 til viðbóar með mér með strákahópinn.

Mótsgjaldið er 6.000 kr per þátttakanda auk liðsgjald, sem verður að hámarki 500 kr.  Innfalið í þessu gjaldi er:

 5 leikir á lið
 Bíóferð
o Fyrir krakka 8 til 11 ára verður sýnd glæný ævintýramynd frá Disney, Cinderella  Once upon a
time... In the West
o Fyrir krakka 6 og 7 ára verður sýnd teiknimyndin Ævintýri Samma 2 (Sammy´s Adventures 2)
sem er hæfir einkar vel þeim aldurshópi.
 Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð
 Hádegisverður á laugardag
 Kvöldverður á laugardag
 Kvöldvaka og glaðningur
 Kvöldhressing á laugardagskvöld
 Gisting
 Morgunverður á sunnudag
 Hádegisverður á sunnudag – Pizzuveisla frá Langbest
 Verðlaunapeningur
 Gjöf í mótslok
 Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá einn lengsta hoppukastala landsins,
boltasvæði o.fl á  7.840m² leiksvæði.
 Innileikjagarðurinn Ásbrú verður opinn á laugardag frá kl. 12.30-17.30 og sunnudag  frá kl. 09.00-
16.30 en það er leiksvæði sem hentar sérstaklega vel fyrir yngstu kynslóðina, 2-8 ára.


Ég mun setja nánari upplýsingar um mótið þegar að nær dregur.

miðvikudagur, 6. febrúar 2013

Eitt gjald í allar boltagreinar Hauka fyrir 1.-2. bekk


Sælir foreldrar
Í kjölfar umræðu sem við heyrðum varðandi æfingar hjá 1. og 2. bekk grunnskóla þá langar mig að útskýra aðeins hvernig fjölgreinakerfið starfar.

Fjölgreinakerfið gengur út á það að leyfa öllum að kynnast boltagreinunum þremur þ.e. knattspyrnu, körfubolta og handbolta.
Það geta allir mætt í allar greinar en aðeins er borgað eitt gjald. Það sem þarf að gera er að skrá sig í eina grein og borga – ef viðkomandi barn vill fara í aðra grein þá er einnig skráð í hana en einungis til þess að við fáum niðurgreiðsluna þ.e. þið skráið inn, veljið greiðsluseðil og sendið póst á gudbjorg@haukar.is og segið frá – þá felli ég niður greiðsluseðilinn og viðkomandi er þá skráður í viðkomandi grein. Varðandi þriðju greinina þá er ekki nauðsynlegt að skrá í hana.

Semsagt hægt er að æfa allar þrjár boltagreinarnar en aðeins er greitt eitt gjald.

Við hvetjum iðkendur til að mæta og prófa sig áfram í öllum greinum.

Áfram Haukar.
  
Með bestu kveðju,

Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
s: 525-8702/861-3614
Fax: 525-8709

föstudagur, 25. janúar 2013

Fyrirlestrar á Ásvöllum næstu 3 þriðjudaga

Kæru forráðamenn

Næstkomandi þrjá þriðjudaga verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru tilvaldir fyrir alla áhugasama Haukaiðkendur og foreldra og/eða aðstandendur þeirra.Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir sl. vetur og þurfti að endurtaka þá þar sem færri komust að en vildu.Það verður því aftur boðið upp á þá, auk nýs fyrirlesturs um hæfileika og það hvernig þeir verða til.Fyrirlesari er Kristján Ómar og verða fyrirlestrarnir í hér á Ásvöllum.

Fyrirlestradagskrá:
Þriðjudagurinn 29. janúar kl. 20:00-21:00 Betri matarvenjur = betri í íþróttum og betri einkunnir
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00-21:00 Fæðubótarefni - eitthvað fyrir íþróttaunglinginn?
Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00-21:00 Hvernig verða hæfileikar til?

Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana hér: Skráning

laugardagur, 19. janúar 2013

Actavismótið 2013

Alls tóku 6 strákar og 8 stelpur þátt í Actavismótinu og stóðu sig með sóma.  Hér til hliðar eru myndir sem ég hef sett inn á myndasíðu flokksins.

þriðjudagur, 8. janúar 2013

Actavismótið 12. og 13. janúar

Actavismótið fer fram þann 12. og 13. janúar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.  Strákarnir munu spila á laugardag og stelpurnar á sunnudag.  Frítt er fyrir leikmenn Hauka á mótið og verða allir leystir út með glaðningi í lok móts.  Í byrjendaflokki munum við senda inn strákalið (2006/6 ára) og 2 stúlknalið (2005-2006/6-7 ára).  Dagskráin er eftirfarandi:

Laugardagur (strákar 2006/6 ára):
kl. 9:00   Haukar - Hamar 2 (Völlur 6)
kl. 10:00 Haukar - Hamar 1 (Völlur 5)
kl. 11:00 Haukar - Keflavík (Völlur 6)

Sunnudagur (stelpur 2005-2006/6-7 ára)
kl. 11:00 Haukar 11 - Keflavík 6 (Völlur 2)
kl. 11:00 Haukar 10 - UMFN 3 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 10 - Keflavík 6 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 11 - UMFN 2 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 10 - UMFN 1 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 11 - Keflavík 7 (Völlur 1)

Leikmenn þurfa að vera mættir og tilbúnir 20 mínútum fyrir hvern leik.  Þeir sem eiga búninga mæta með þá, aðrir koma með rauðan bol til að spila í.