Í vetur hefur verið að fjölga jafnt og þétt í flokknum okkar og því orðið nokkuð þröngt um okkur í Hraunvallaskóla, sem og á fimmtudögum sem við höfum haft hluta af B salnum. Ég hef fengið í gegn breytingar á þessu.
Fimmtudagsæfingarnar verða áfram á sama tíma og verið hefur, nema núna höfum við allan B salinn. Við höfum því 3 velli og 6 körfur í staðinn fyrir 2 velli og 4 körfur. Eykur möguleikann fyrir fjölbreyttari og skemmtilegri æfingum til muna.
Frá og með þriðjudeginum 26. janúar taka gildi breytingar á þriðjudagstímunum okkar (í dag 19. janúar er áfram óbreytt fyrirkomulag). Við munum bæta við okkur tíma frá kl. 18-19 á þriðjudögum. 2006 árgangurinn mun vera með æfingu 17-18 og 2007 árgangurinn mun vera með æfingu 18-19. Eins og ég nefndi hér að ofan þá tekur þetta fyrirkomulag gildi frá og með þriðjudeginum 26. janúar.
Þessu til viðbótar eins og komið hefur fram áður bættist við nýr aðstoðarþjálfari. Allar forsendur til að gera enn betur í þjálfuninni og vonandi skilar það sér í betri og ánægðari drengjum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli