föstudagur, 19. febrúar 2016
Æfing laugardaginn 20. feb kl. 12-13 í Hraunvallaskóla
ATH það er breyttur æfingatími á morgun laugardaginn 20. febrúar. Æfingin verður í Hraunvallaskóla kl. 12-13.
fimmtudagur, 11. febrúar 2016
Nettómótið 5.-6. mars
Nettómótið fer fram dagana 5.-6. mars. Við höfum sótt þetta mót árlega og það notið mikilla vinsælda. Þetta mót er frábrugðið öðrum mótum vetrarins, en mikið er gert úr dagskrá utan leikja mótsins og gist er í skóla.
Kostnaður við mótið er 8.500 kr. á hvern þátttakanda, innifalið í mótsgjaldinu er eftirfarandi:
Kostnaður við mótið er 8.500 kr. á hvern þátttakanda, innifalið í mótsgjaldinu er eftirfarandi:
- 5 leikir á lið
- Bíóferð í SamBíóin, myndin verður Úbbs! Nói er farinn sem er ný ævintýra teiknimynd
- Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð
- Hádegisverður og kvöldverður í FS á laugardag
- Kvöldvaka með landsþekktum skemmtikröftum, troðslukeppni og glaðning í körfuboltaskóinn.
- Kvöldhressing á gististöðum, laugardagskvöld
- Gisting í grunnskólum Reykjanesbæjar
- Morgunverður í FS á sunnudag
- Hádegisverður í FS á sunnudag – Pizzuveisla frá LANGBEST
- Verðlaunapeningur
- Vegleg gjöf í mótslok
- Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá a.m.k. þrjá hoppukastala, þ.a.einn lengsta hoppukastala landsins.
- Innileikjagarðurinn Ásbrú verður opinn um helgina sem er skemmtilegt innileikjasvæði fyrir krakka
- á aldrinum 2-8 ára.
- Ungmennagarðurinn við 88 húsið og Fjörheima verður opinn en þar má m.a. finna uppblásinn ærslabelg, aparólu, minigolfbrautir, hjólabrettapalla, netboltasvæði, hjólastólarólu o.fl.
Þeir sem ætla að vera með á þessu skemmtilega móti, skrái sig í athugasemdir hér fyrir neðan. Ég þarf að fá staðfestingu um skráningu í síðasta lagi þann 25. febrúar.
Ég mun svo þurfa 1 liðstjóra fyrir hvert lið á mótinu, sjá hlutverk hans hér fyrir neðan. Reynslan hefur verið að foreldrar hafa skipt þessu hlutverki á milli sín. Einnig þarf einhverja foreldra með til að gista.
Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik. Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.
Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda. Það þurfa ekki allir að gista, sumir foreldrar hafa kosið að fara heim að laugardagskvöldi og mæta með drenginn á sunnudagsmorgni, það er í góðu lagi.
Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur). Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt. Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.
Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki. Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.
Almennar upplýsingar um Nettómótið
Haldinn er úti sérstök heimasíða fyrir mótið þar sem allar helstu upplýsingar er að finna, http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/.
föstudagur, 5. febrúar 2016
Liðsmyndir frá Póstmótinu 2016 - draumalidid.is
Flottir drengir sem tóku þátt í póstmótinu og voru sér og Haukum til sóma. Hér að neðan eru liðsmyndirnar og einnig er hlekkur í myndasafninu á myndirnar sem teknar voru á mótinu.
föstudagur, 29. janúar 2016
Póstmótið hjá Breiðablik (ATH UPPFÆRT)
Kostnaður við mótið eru 2.500 kr., mótið er haldið í íþróttahúsin Smáranum í Kópavogi. Mæta þarf klæddur í búning eða rauðum bol, 20 mínútum fyrir fyrsta leik. Foreldrar þurfa að tryggja að sinn drengur sé mættur á réttan völl á réttum tíma. Ég kem til með stýra nánast öllum leikjum (aðstoðarþjálfararnir fá frí þessa helgi), það er tvisvar sem eru 2 leikir á sama tíma, fæ að hnippa í foreldra til að bjarga þeim. Liðskipan og dagskrá má sjá hér að neðan.
Laugardagur
Haukar1, Frosti, Guðmundur, Róbert Ægir og Garðar
kl 19:00 Haukar Keflavík3 V1
kl 20:00 Haukar Skallagrímur1 V5
kl 20:30 Haukar Stjarnan5 V1
Laugardagur
Haukar1, Frosti, Guðmundur, Róbert Ægir og Garðar
kl 19:00 Haukar Keflavík3 V1
kl 20:00 Haukar Skallagrímur1 V5
kl 20:30 Haukar Stjarnan5 V1
Laugardagur
Haukar2, Alexander, Bjarki, Egill, Kristófer Þ.
Kl 17:30 Haukar Breiðablik3 V5
kl 19:30 Haukar Skallagrímur2 V1
kl 20:00 Haukar KR5 V4
Sunnudagur
kl 19:30 Haukar Skallagrímur2 V1
kl 20:00 Haukar KR5 V4
Sunnudagur
Haukar1, Dagur Orri, Helgi, Viktor og Ævar
kl 15:00 Haukar Stjarnan1 V3
kl 16:30 Haukar Hamar1 V3
kl 17:30 Haukar FSU1 V3
Sunnudagur
Haukar2, Andri, Hjörtur, Stefán og Teitur Árni
kl 17:30 Haukar Ármann V4
kl 18:30 Haukar Stjarnan3 V4
kl 19:30 Haukar KR1 V4
Sunnudagur
Haukar3, Bernardo, Orri, Sváfnir og Ingimundur
kl 11:30 Hauka3 Stjarnan7 V1
kl 12:30 Haukar FSU3 V1
kl 13:30 Haukar KR3 V2
kl 12:30 Haukar FSU3 V1
kl 13:30 Haukar KR3 V2
kl 14:00 Haukar Stjarnan8 V1
Sunnudagur
Haukar4, Alorian, Brynjar, Jerve og Siggi
kl 14:30 Haukar Fjölnir2 V2
kl 15:30 Haukar Stjarnan9 V2
kl 16:00 Haukar Stjarnan10 V2
Haukar - Tindastóll
Gengið verður inn á völlinn á leikinn í kvöld sem hefst kl. 19:15. Það verður frír miði fyrir foreldra í afgreiðslunni sem bíða þeirra sem mæta á völlinn. Kl. 19:00 er kott að strákarnir verði klárir klæddir í rauðu til að ganga inn á völlinn, hittast við innganginn á milli stúkanna.
þriðjudagur, 19. janúar 2016
Breyting á æfingatöflu 26. janúar 2016
Í vetur hefur verið að fjölga jafnt og þétt í flokknum okkar og því orðið nokkuð þröngt um okkur í Hraunvallaskóla, sem og á fimmtudögum sem við höfum haft hluta af B salnum. Ég hef fengið í gegn breytingar á þessu.
Fimmtudagsæfingarnar verða áfram á sama tíma og verið hefur, nema núna höfum við allan B salinn. Við höfum því 3 velli og 6 körfur í staðinn fyrir 2 velli og 4 körfur. Eykur möguleikann fyrir fjölbreyttari og skemmtilegri æfingum til muna.
Frá og með þriðjudeginum 26. janúar taka gildi breytingar á þriðjudagstímunum okkar (í dag 19. janúar er áfram óbreytt fyrirkomulag). Við munum bæta við okkur tíma frá kl. 18-19 á þriðjudögum. 2006 árgangurinn mun vera með æfingu 17-18 og 2007 árgangurinn mun vera með æfingu 18-19. Eins og ég nefndi hér að ofan þá tekur þetta fyrirkomulag gildi frá og með þriðjudeginum 26. janúar.
Þessu til viðbótar eins og komið hefur fram áður bættist við nýr aðstoðarþjálfari. Allar forsendur til að gera enn betur í þjálfuninni og vonandi skilar það sér í betri og ánægðari drengjum.
Fimmtudagsæfingarnar verða áfram á sama tíma og verið hefur, nema núna höfum við allan B salinn. Við höfum því 3 velli og 6 körfur í staðinn fyrir 2 velli og 4 körfur. Eykur möguleikann fyrir fjölbreyttari og skemmtilegri æfingum til muna.
Frá og með þriðjudeginum 26. janúar taka gildi breytingar á þriðjudagstímunum okkar (í dag 19. janúar er áfram óbreytt fyrirkomulag). Við munum bæta við okkur tíma frá kl. 18-19 á þriðjudögum. 2006 árgangurinn mun vera með æfingu 17-18 og 2007 árgangurinn mun vera með æfingu 18-19. Eins og ég nefndi hér að ofan þá tekur þetta fyrirkomulag gildi frá og með þriðjudeginum 26. janúar.
Þessu til viðbótar eins og komið hefur fram áður bættist við nýr aðstoðarþjálfari. Allar forsendur til að gera enn betur í þjálfuninni og vonandi skilar það sér í betri og ánægðari drengjum.
mánudagur, 18. janúar 2016
Skemmtileg umfjöllun um mótið á sporttv
Sporttv er búið að taka saman skemmtilega umfjöllun um Actavismótið, m.a. viðtöl við þá Sigga, Alorian og Brynjar.
http://sporttv.is/korfubolti/actavismotid-strakar
Sjá einnig frétt um þessa umfjöllun á Karfan.is, http://karfan.is/read/2016-01-18/sport-tv-flott-samantekt-fra-actavismotinu/
http://sporttv.is/korfubolti/actavismotid-strakar
Sjá einnig frétt um þessa umfjöllun á Karfan.is, http://karfan.is/read/2016-01-18/sport-tv-flott-samantekt-fra-actavismotinu/
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)