þriðjudagur, 20. október 2015

Vinavika 19-26 október

Frítt á æfinga fyrir alla í vinavikunni.  Endilega að taka með sér vini til að prófa æfingar.

fimmtudagur, 15. október 2015

Breyting á æfingatíma nk. laugardag

Laugardaginn 17. október verður æfing í Hraunvallaskóla kl. 12-13.  Hefðbundin æfing á Ásvöllum fellur niður þennan dag, þar sem Ásvellir eru uppteknir þennan dag.

miðvikudagur, 14. október 2015

Búningar

Þeir sem keyptu búninga á söludeginum þann 23. september, geta sótt búningana á Ásvöllum hjá henni Bryndísi.

þriðjudagur, 13. október 2015

Heimaleikur á fimmtudaginn, gengið inn á völlin

Næskomandi fimmtudag mun leikur Hauka og Snæfells í úrvaldsdeild karla fara fram.  Drengirnir okkar í flokki 8-9 ára drengja stendur til boða að ganga inn á völlinn með leikmönnum í kynningunni fyrir leikinn.  Vona ég að sem flestir sjái sér fært um að mæta, þeir sem eiga búninga endilega að mæta í þeim eða einhverju rauðu.  Miðum á leikinn verður dreift til strákanna á æfingunni á fimmtudaginn (1 miði á hvern, miðinn er fyrir foreldri, drengirnir þurfa ekki miða til að fara inn á leikinn).  Fyrir þá sem hafa áhuga þá er til sölu hamborgarar frá 18:30, grillaðir á staðnum.  Annars þurfa drengirnir sem ganga inn á völlinn að vera klárir kl. 19:00 á milli stúkanna (sama stað og gengið er inn í salinn þegar farið er á æfingu.

fimmtudagur, 8. október 2015

Æfingin laugardaginn. 10. okt fellur niður

Æfingin laugardaginn 10. október fellur niður vegna fjölliðamóts hjá eldri flokki á æfingatíma okkar.  Við munum bæta við æfingu eða skemmtun seinna.

föstudagur, 25. september 2015

Foreldrafundur

Í gær fimmtudag var haldinn foreldrafundur, farið var yfir skipulag vetrarins og mót valin sem sótt verða í vetur.  Einnig kom Arnar frá barna- og unglingaráði og kynnti starfsemi þess.

Rætt var um að hafa atburði utan hina hefðubundnu æfinga, s.s. pizzukvöld, mæta á leik hjá Haukum, videokvöld o.fl.  Ég myndi gjarnan þiggja aðstoð frá foreldrum hvað þetta varðar.  Ef einhver býður sig fram að stýra svona viðburði og fá aðra foreldra í lið með sér í þau verk sem þarf að sinna.

Mótin sem stefnt verður að fara á í vetur eru:

28.29. nóv Jólamót Nettó hjá ÍR, seljaskóla
16.-17. jan. Actavismótið hjá Haukum, Haukahúsið Ásvöllum
4.-5. mar. Nettómótið í Keflavík/Njarðvík
23.-24. apr. Stjörnustríð, Garðabæ

Til greina kemur að taka Valsmótið 7.-8. maí í staðinn fyrir Stjörnumótið, verður ákveðið síðar.

Hvet síðan foreldra að skrá börnin í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ, hlekk á leiðbeiningar má sjá hér neðar á síðunni.

þriðjudagur, 22. september 2015

Foreldrafundur

Á fimmtudaginn 24. september kl. 20.30 verður haldinn foreldrafundur í Haukahúsinu að Ásvöllum.  Fulltrúi frá barna- og unglingaráði mætir og kynnir hlutverk þeirra.  Ég fer yfir fyrirkomulag vetrarins og mótin sem tekin verða þátt í verða valin.  Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.