föstudagur, 28. nóvember 2014

Tilkynning frá Íþróttastjóra

Við fáum körfuboltabolina frá Landflutningum í dag til okkar og því er kjörið að afhenda þá á leiknum í kvöld fyrir þá iðkendur sem geta mætt. Við munum síðan láta alla þjálfara fá boli til að afhenda iðkendum á æfingunum.

Setjið inn á ykkar upplýsingasíður að í hálfleik á leik mfl. kk., Haukar - Njarðvík, verði afhending á bolum frá Landflutningum fyrir iðkendur yngri flokka kkd. og tekin verði hópmynd af öllum þeim sem fá boli. Allir að mæta á leikinn og fá bolina afhenda í hálfleik.

miðvikudagur, 26. nóvember 2014

Skipulag ÍR mótsins 29. nóvember

Mótið fer fram í Seljaskóla, sjá á ja.is.  Mótsgjaldið er 2.500 kr. og greiðist þjálfara (Marel) við komu á mótsstað.  Mæta þarf 15 mínútum áður en fyrsti leikur hefst, tilbúinn í búningi eða rauðum bol.  Spilaðir verða 3 leikir á hvert lið og eru 4 leikmenn inná vellinum hverju sinni.  Þegar síðasta leik er lokið, þá fer liðið saman fram í anddyri íþróttahússins þar sem verðlaunaafhending og myndataka fer fram.

Við mætum með 4 lið á mótið, en alls eru skráðir 19 strákar frá okkur.  Ég þarf aðstoð frá einhverjum foreldrum að stýra þremur leikjum sem skarast á þessu móti.  Ég er búinn að merkja þessa 3 leiki sem vantar liðstjóra á, endilega látið mig vita ef þið getið stýrt þeim.  Stýringin felst í að skipta inná ca. 3ja mínútna fresti og jákvæðri hvatningu.  (Uppfært, Siggi (pabbi Teits og þjálfari hjá Haukum) verður liðstjóri hjá Haukum2)

Við erum með 1 lið skráð í 2005 árgangi og 3 lið í 2006 árgangi.  2005 strákarnir eru einungis 3, þannig að við fyllum upp í liðið með 2006, Orri mun spila með þeim á þessu móti.  Ég fór þá leið að skipta 2006 strákunum eftir skólum/hverfum og líta því liðin svona út:

2005:
Haukar
Atli
Gerardas
Logi
Orri

2006:
Haukar1
Arnaldur
Dagur Orri
Jerve
Kári
Sölvi

Haukar2
Andri
Axel
Ólafur
Sindri
Teitur

Haukar3
Helgi
Óskar
Sigurður
Viktor
Ævar Örn

Dagskrá mótsins fer öll fram á laugardaginn 29. nóv á neðangreindum tímasetningum

Haukar (Atli, Gerardas, Logi og Orri)
16:05 Haukar - Stjarnan 1 (Völlur 1)
16:55 Haukar - Keflavík (Völlur 1)
17:45 Haukar - ÍA1 (Völlur 2)

Haukar1 (Arnaldur, Dagur, Jerve, Kári og Sölvi)
13:10 Haukar1 - Grindavík1 (Völlur 3)
14:00 Haukar1 - FSU2 (Völlur 3)
14:50 Haukar1 - Njarðvík1 (Völlur 3)

Haukar2 (Andri, Axel, Ólafur, Sindri og Teitur) (Siggi pabbi Teits liðstjóri)
13:35 Haukar2 - Grindavík2 (Völlur 1) 
14:50 Haukar2 - Valur1 (Völlur 1) 
15:15 Haukar2 - Þór Þ. (Völlur 1)

Haukar3 (Helgi, Óskar, Sigurður, Viktor og Ævar)
13:35 Haukar3 - Grindavík3 (Völlur 3)
14:25 Haukar3 - Keflavík1 (Völlur 3)
15:15 Haukar3 - Valur2 (Völlur 4) 

föstudagur, 14. nóvember 2014

Jólamót ÍR og Nettó helgina 29 - 30 nóvember

Helgina 29. – 30. nóv. n.k. mun körfuknattleiksdeild ÍR standa fyrir stórmóti í samvinnu við Nettó. Mótið er fyrir drengi og stúlkur, sem fædd eru 2003 –2008. Keppt verður í Hertz hellinum, þróttahúsinu við Seljaskóla.

Leikið verður 2 x 10 mínútur og verður leiktíminn ekki stöðvaður og stigin verða ekki talin.  Fjórir leikmenn úr hvoru liði eru inná hverju sinni.  Þátttökugjald er 2500 krónur á hvern leikmann. Innifalið í mótsgjaldi: Verðlaun, nestispakki og mótið.

Gera má ráð fyrir að mótið klárist á 3 tímum.

Endilega skráið þátttakendur í athugasemdir hér að neðan.

þriðjudagur, 28. október 2014

Pizza, DVD og körfuboltaleikur

Skemmtikvöld verður haldið eftir æfinguna á fimmtudaginn sem er 16-17.  Skemmtikvöldið hefst kl. 17:30 á Ásvöllum, hittumst þar í einu af herbergjunum þar sem gengið er inn til hægri eftir að komið er inn á Ásvelli.

Boðið verður uppá Pizzu og horft á einhverja skemmtilega mynd.  Kostnaður á mann er áætlaður um 500 kr.  kl. 19:15 hefst svo leikur Hauka og Skallagríms, vonandi geta flestir mætt á þann leik og horft á saman.  Miðum á leikinn verður dreift á æfingunni á fimmtudaginn, en hver drengur fær einn miða fyrir forráðamann og svo er frítt fyrir þá sem æfa.

Endilega meldið hér inn í athugasemdir hvort ykkar drengur mætir.

föstudagur, 24. október 2014

Tilkynning frá íþróttastjóra

Búningarnir sem iðkendur keyptu á söludegi Errea og Hauka eru komnir í hús og verða til afhendingar í dag kl. 18:00 - 19:15, fyrir leik hjá mfl. kk.  á móti Fjölni.

Komið þessu áleiðis innan ykkar raða, þ.e. á upplýsingasíður ykkar flokka.

mánudagur, 6. október 2014

Cheerios mótið 2014 lokið

Flottu móti hjá KR nú lokið og vel að því staðið í alla staði.  Við mættum með 8 stráka á laugardeginum og 6 á sunnudeginum.  Strákarnir stóðu sig allir frábærlega, jafnt innan sem utan vallar og voru Haukum til sóma.



Hér til vinstri er hægt að nálgast myndasöfn af mótinu, en það eru 2 albúm frá mér (fékk foreldra til að smella af vélinni minni um helgina) og svo er einnig myndasafn frá Magna (pabba Loga)

fimmtudagur, 2. október 2014

Foreldrafundur

Foreldrafundurinn fór fram áðan og mættu foreldrar 8 drengja á fundinn.  Farið var yfir hvernig upplýsingum verður miðlað, þ.e. í gegnum þessa bloggsíðu og með tölvupósti.  Allar helstu fréttir munu koma hingað inn.  Einnig var ákveðið hvaða mót verða sótt í vetur, sjá hér til vinstri.  Síðan munu Marinella (mamma Teits) og Hildur (mamma Axels) hafa frumkvæði að félagslegum atburðum og virkja aðra foreldra með í það starf.