miðvikudagur, 5. júní 2013

Sumaræfingar

Æfingar í sumar fyrir yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Krakkar fæddir 2001 og yngri – Alla virka morgna frá kl. 9-12 á Ásvöllum. Þessar æfingar eru tengdar íþróttaskóla Hauka í sumar. Þeir sem skrá sig í körfubolta verða einungis á körfuboltaæfingum og farið verður yfir grunnatriði í körfubolta. Boltaæfingar, skotæfingar og spilæfingar frá kl. 9.00 – 10.15 og síðan spil frá kl. 10.45 – 11.50. Muna að koma með nesti með sér á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson. Skráningar eru hafnar.

Krakkar fæddir 2000 – 1996 – Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16.00 – 18.00 á Ásvöllum. Þessar æfingar verða með hefðbundnu sniði eins og verið hefur síðustu tvö sumur. Æfingar byrja fimmtudaginn 13. Júní og þá verður líka skráning. Verð verður auglýst nánar síðar. Yfirþjálfari verður Ívar Ásgrímsson.

þriðjudagur, 14. maí 2013

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar fyrir veturinn 2012-2013 verður
fimmtudaginn 16.maí kl. 18:00 hér á Ásvöllum.
Hátíðin verður með hefðbundnu sniði en það sem verður boðið upp á er:

-          Viðurkenningar

-          Bollakeppni

o   Skipt niður í þrjá aldurshópa

o   Vegleg verðlaun

-   Troðslur og boltafimi frá meistaraflokki karla

-          Pylsur og með því fyrir alla

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt – gaman væri að sem flestir kæmu
merktir Haukum

sunnudagur, 12. maí 2013

Síðasta æfing tímabilsins

Á þriðjudaginn verður síðasta æfing tímabilsins.  Ég verð ekki með æfinguna, en Dagbjört verður með æfinguna hjá strákunum og Ingvar Guðjónsson verður með seinni æfinguna hjá stelpunum ásamt Dagbjörtu.

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir ánægjulegt tímabil.  Vona að krakkarnir verði duglegir að æfa sig í sumar og mæti svo á æfingar aftur í haust.  Í sumar verður svo boðið upp á námskeið í körfubolta hjá Haukunum, en það munu koma upplýsingar inn á heimasíðu Hauka um það.

Uppskeruhátíðin verður svo á fimmtudaginn kl. 18, hvet alla til að mæta þangað, jafnt krakkana sem foreldra.

Valsmót

Valsmótið var vel heppnað og allir strákarnir fengu að spila 3 leiki og stóðu sig vel.  Við sendum 2 lið á mótið og fyrra liðið var skipað þeim Birki, Ólafi, Degi, Kristófer og Jerve.  Strákarnir stóðu sig feyki vel og spiluð til að mynda á móti 2 liðum skipuðum strákum úr 3ja bekk, og voru sterkari aðilinn.  Seinna liðið var skipað eingöngu strákum í fyrsta bekk hjá okkur, þ.e. þeim Andra, Helga, Orra, Ævari og Viktori.  Andstæðingar þeirra voru allt strákar í 2. bekk, en engu að síður stóðu þeir sig mjög vel.  Allir fengu svo verðlaun í lok móts, þar sem strákarnir fengu medalíu, svala og prins póló.

fimmtudagur, 9. maí 2013

Valsmótið, dagskrá

Nú liggur dagskrá Valsmótsins fyrir, við verðum með 2 lið sem skiptast eftirfarandi:

Haukar1:
Birkir Bóas
Dagur
Jerve
Kristófer
Ólafur Darri

Haukar1 þurfa að vera mættir og tilbúnir í búning (rauðum bol) kl. 12:10 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.  Leikjadagskrá Hauka 1 er eftirfarandi:

12:30 Haukar1 - Grindavík (Völlur 1b)
13:00 Haukar1 - ÍR (Völlur 1a)
13:30 Haukar1 - Valur (Völlur 1b)

Haukar2:
Andri Steinn
Helgi
Orri
Viktor
Ævar Örn

Haukar2 þurfa að vera mættir og tilbúnir í búning (rauðum bol) kl. 13:40 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.  Leikjadagskrá Hauka 2 er eftirfarandi:

14:00 Haukar2 - Grindavík (Völlur 1a)
14:30 Haukar2 - ÍR (Völlur 1b)
15:00 Haukar2 - Valur (Völlur 1b)

miðvikudagur, 8. maí 2013

Síðasta æfing vetrarins og uppskeruhátíð yngri flokka

Þriðjudaginn 14. maí verður síðasta æfing vetrarins.  Ég verð ekki með þessa æfingu, en Dagbjört verður á sínum stað ásamt öðrum þjálfara í minn stað.

Fimmtudaginn 16. maí verður uppskeruhátið yngri flokka og hefst hún kl. 18:00.  Vonandi geta sem flestir mætt á uppskeruhátíðina.

Engin æfing fimmtudaginn 9. maí

Það verður engin æfing fimmtudaginn 9. maí, Uppstigningardagur.