mánudagur, 18. janúar 2016

Vel heppnað Actavismót

Þá er vel heppnuðu Actavismóti lokið og voru drengir okkar sem fyrr til fyrirmyndar innan sem utan vallar.  Liðsmyndir voru teknar og er þær að finna á facebook síðu mótsins, https://www.facebook.com/actavismotid/.  Kærar þakkir til foreldra með aðstoðina, ekki veitir af í ört stækkandi hópi drengja.

Ég mun einnig bæta myndum inn í myndasafn flokksins fljótlega.








föstudagur, 15. janúar 2016

Actavismótið, skipulag (Uppfært)

Þá liggur fyrir niðurröðun og skipting í lið.  Það er frítt fyrir iðkendur Hauka í þetta mót.  Drengirnir þurfa að vera tilbúnir klæddir í búning eða rauðan bol 15 mínútum áður en leikur hefst.

Leon Freyr, Guðmundur, Heiðar, Róbert og Kristófer Þrastarson
12:30 Völlur 3 á móti Breiðablik5
14:00 Völlur 1 á móti UMFH3
15:00 Völlur 6 á móti Skallagr.3

Ægir, Frosti, Ísak og Alexander
12:30 Völlur 5 á móti Breiðablik4
14:00 Völlur 2 á móti UMFN2
15:00 Völlur 4 á móti ÍA3

Bjarki, Dagur Fannar, Egill og Kristófer Breki
12:30 Völlur 1 á móti UMFG15
14:00 Völlur 3 á móti Skallagr.4
15:00 Völlur 3 á móti UMFN1

Eggert, Helgi, Jerve, Viktor, Ævar
13:30 Völlur 3 á móti Valur4
14:30 Völlur 3 á móti UMFN3
15:30 Völlur 3 á móti ÍA4

Andri, Hjörtur, Ingimundur, Teitur Árni og Teitur Leó
12:00 Völlur 2 á móti Breiðablik1
13:30 Völlur 1 á móti UMFG13
14:30 Völlur 1 á móti Stjarnan6

Alorian, Brynjar, Dagur Orri, Garðar og Sigurður
13:00 Völlur 2 á móti Valur3
14:30 Völlur 2 á móti UMFG12
15:30 Völlur 2 á móti UMFN3

Bernardo, Kári, Orri, Stefán, Sváfnir (Liðstjóri Óli, pabbi Sváfnis)
12:00 Völlur 1 á móti Valur3
14:30 Völlur 4 á móti Breiðablik1
15:30 Völlur 4 á móti UMFN4

Að loknum síðasta leik hjá hverju liði fer liðið í myndatöku og verðlaunaafhendingu.  Ég mun biðja foreldra að fylgja liðinu sínu í myndatökuna og verðlaunaafhendinguna.

miðvikudagur, 6. janúar 2016

Bæst í hóp þjálfara

Hann Guðlaugur Gíslason hefur bæst í hóp þjálfara.  Gulli eins og hann er oftast kallaður hefur æft körfubolta frá unga aldri og er í drengjaflokki Hauka (strákar fæddir 1998).  Bjóðum Gulla velkominn  í hópinn, ekki vanþörf á að bæta þjálfara við ört stækkandi hóp.

mánudagur, 4. janúar 2016

Actavis mótið

Actavis mótið fer fram hjá okkur í Haukahúsinu að Ásvöllum.  Mótið verður haldið helgina 16.-17. janúar, frítt er fyrir iðkendur Hauka.  Skráið í "comment" hér á þessari frétt hvort ykkar drengir verði með (gott að fá línu líka ef þeir taka ekki þátt)

sunnudagur, 20. desember 2015

Jólafri

Jólafrí er skollið á og við förum af stað á nýju ári þriðjudaginn 5. janúar.  Myndir frá fjölskylduæfingunni er að finna hér til hliðar í myndasafninu.

mánudagur, 14. desember 2015

Síðustu æfingar fyrir jól

Það verða æfingar í þessari viku skv. æfingatöflu, áður en jólfrí skellur á.  Síðasta æfing fyrir jól verður því laugardaginn 19. desember.  Á laugardaginn brjótum við aðeins upp hefðbundið fyrirkomulag og höfum fjölskylduæfingu.  Vil því hvetja alla foreldra að mæta á æfingu, systkini mega gjarnan koma líka.  Farið verður í létta skotleiki, ásamt því að spila, m.a. foreldrar á móti drengjunum.  Foreldrar þurfa að mæta í æfingafatnaði og helst með innanhús skó.  Vonandi að sem flestir geti mætt.