Mótið fer fram í KR heimilinu Frostaskjóli, http://ja.is/kr/. Mótsgjaldið er 2.500 kr. og greiðist þjálfara (Marel) við komu á mótsstað. Mæta þarf 15 mínútum áður en fyrsti leikur hefst, tilbúinn í búningi eða rauðum bol. Spilaðir verða 3 leikir á hvert lið og eru 5 leikmenn inná vellinum hverju sinni. Þegar síðasta leik er lokið, þá fer liðið saman fram í anddyri íþróttahússins þar sem verðlaunaafhending og myndataka fer fram.
Á mótið er skráð frá okkur eitt 2005 lið og eitt 2006 lið. Sökum þess hversu fáir eru hjá okkur í 2005 árganginum, þá þurfum við að fylla upp í það lið með 2006 strákum. Vonandi á eftir að fjölga í 2005 árganginum, en þangað til mun ég skipta því á milli 2006 strákanna hverjir spila með þeim. Liðskiptingin á þessu móti er eftirfarandi:
2005 liðið:
Atli
Gerardas
Logi
Helgi
Teitur
Ævar
2006 liðið:
Alorian
Axel
Dagur
Jerve
Orri
Óskar
Sindri
Viktor
Leikjaniðurröðun 2006 liðið:
Lau kl. 8:30 Haukar - Breiðablik (völlur 3)
Lau kl. 9:30 Haukar - Stjarnan (völlur 3)
Lau kl. 10:30 Haukar - KR (völlur 3)
Leikjaniðurröðun 2005 liðið:
Sun kl. 8:00 Haukar - UMFN (völlur 1)
Sun kl. 9:30 Haukar - KR (völlur 2)
Sun kl. 11:00 Haukar - Ármann (völlur 1)
Ef það eru einhverjir sem ekki komast þá þarf ég að fá upplýsingar um það sem fyrst.
Laugardagsæfingin í Hraunvallaskóla fellur niður vegna mótsins.
fimmtudagur, 2. október 2014
mánudagur, 22. september 2014
Fyrsta mótið
Cheerios mótið 2014 fer fram í DHL-Höllinni í Reykjavík dagana 4.-5. október. Hvert lið fær amk. þrjá leiki en hver leikur er 2x12 mínútur. Mótsgjald er 2.500 kr. á hvern þátttakanda. Skráning fer fram með því að senda póst á marelorn@gmail.com (hef nú þegar sent út póst út af þessu móti)
Foreldrafundur 2. október
Haldinn verður foreldrafundur fimmtudaginn 2. október kl. 17:30 á Ásvöllum. Farið verður yfir starf vetrarins, m.a. rætt um á ákveðið hvaða mót verða sótt og hvaða skemmtanir verða fyrir krakkana utan æfingar. Vonandi komast sem flestir á fundinn.
laugardagur, 20. september 2014
Næsta vika
Ég verð erlendis næstu viku og hef fengið þjálfara til að sinna 3 æfingum í fjarveru minni.
Miðvikudagur 24.9 kl. 15:30-16:30 Ásvellir (Emil Barja)
Fimmtudagur 25.9 kl. 16-17 Hraunvallaskóli (Ingvar)
Laugardagur 27.9 kl. 10-11 Hraunvallaskóli (Ómar)
Miðvikudagur 24.9 kl. 15:30-16:30 Ásvellir (Emil Barja)
Fimmtudagur 25.9 kl. 16-17 Hraunvallaskóli (Ingvar)
Laugardagur 27.9 kl. 10-11 Hraunvallaskóli (Ómar)
föstudagur, 5. september 2014
Æfingar á laugardögum kl. 10-11
Æfingar á laugardögum verða í vetur í Hraunvallaskóla kl. 10-11, þessi tími verður í gildi í allan vetur og hefst frá og með morgundeginum.
Æfingar í september
Ég verð ekki á æfingunni á morgun laugardag og mun einnig missa nokkuð af æfingum í septembermánuði, er m.a. í burtu 2 helgar og einnig erlendis síðustu viku septembermánaðar. En það á ekki að koma að sök og ég mun fá góða aðila til að stýra æfingum í minni fjarveru. Atli Rafn Ómarsson mun stýra æfingunni á morgun, en hann er þjálfari 7. flokks drengja.
miðvikudagur, 3. september 2014
Skráningar 2014-2015
Góðan daginn.
Skráning er hafin.
Skráningar fyrir nýja tímabilið sem er að fara af stað, eru byrjaðar. Skrá þarf í gegnum „Mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar en það er eina leiðin til þess að nýta niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Hægt er að nálgast skráninguna inni á http://haukar.is/ (stór rauður gluggi til hægri á síðunni „Skráning og greiðsla æfingagjalda – Mínar síður“) eða á http://www.hafnarfjordur.is/ minar-sidur/. Viljum við hvetja forráðamenn til þess að skrá iðkendur inn sem fyrst og fullnýta þannig niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Ef eitthvað er óljóst eða ef ykkur vantar aðstoð á einhvern hátt, þá endilega hafið samband og ég aðstoða ykkur.
Eigið góðan dag og áfram Haukar J
Með kærri kveðju / Best regards
Bryndís Sigurðardóttir
Sími:
525-8702 / GSM:
897-9090


Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)