sunnudagur, 12. maí 2013

Valsmót

Valsmótið var vel heppnað og allir strákarnir fengu að spila 3 leiki og stóðu sig vel.  Við sendum 2 lið á mótið og fyrra liðið var skipað þeim Birki, Ólafi, Degi, Kristófer og Jerve.  Strákarnir stóðu sig feyki vel og spiluð til að mynda á móti 2 liðum skipuðum strákum úr 3ja bekk, og voru sterkari aðilinn.  Seinna liðið var skipað eingöngu strákum í fyrsta bekk hjá okkur, þ.e. þeim Andra, Helga, Orra, Ævari og Viktori.  Andstæðingar þeirra voru allt strákar í 2. bekk, en engu að síður stóðu þeir sig mjög vel.  Allir fengu svo verðlaun í lok móts, þar sem strákarnir fengu medalíu, svala og prins póló.

fimmtudagur, 9. maí 2013

Valsmótið, dagskrá

Nú liggur dagskrá Valsmótsins fyrir, við verðum með 2 lið sem skiptast eftirfarandi:

Haukar1:
Birkir Bóas
Dagur
Jerve
Kristófer
Ólafur Darri

Haukar1 þurfa að vera mættir og tilbúnir í búning (rauðum bol) kl. 12:10 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.  Leikjadagskrá Hauka 1 er eftirfarandi:

12:30 Haukar1 - Grindavík (Völlur 1b)
13:00 Haukar1 - ÍR (Völlur 1a)
13:30 Haukar1 - Valur (Völlur 1b)

Haukar2:
Andri Steinn
Helgi
Orri
Viktor
Ævar Örn

Haukar2 þurfa að vera mættir og tilbúnir í búning (rauðum bol) kl. 13:40 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.  Leikjadagskrá Hauka 2 er eftirfarandi:

14:00 Haukar2 - Grindavík (Völlur 1a)
14:30 Haukar2 - ÍR (Völlur 1b)
15:00 Haukar2 - Valur (Völlur 1b)

miðvikudagur, 8. maí 2013

Síðasta æfing vetrarins og uppskeruhátíð yngri flokka

Þriðjudaginn 14. maí verður síðasta æfing vetrarins.  Ég verð ekki með þessa æfingu, en Dagbjört verður á sínum stað ásamt öðrum þjálfara í minn stað.

Fimmtudaginn 16. maí verður uppskeruhátið yngri flokka og hefst hún kl. 18:00.  Vonandi geta sem flestir mætt á uppskeruhátíðina.

Engin æfing fimmtudaginn 9. maí

Það verður engin æfing fimmtudaginn 9. maí, Uppstigningardagur.

þriðjudagur, 7. maí 2013

Valsmót 11. maí


Valsmótið verður á laugardaginn kl. 12, ég á reyndar eftir að fá dagskrá og mun senda hana út á ykkur þegar að hún berst mér.

Kostnaður við mótið er hægt að greiða á mótsstað, kostnaður á hvern leikmann eru 1.000 kr.

Allir þátttakendur fá medalíu fyrir þáttökuna, svala og pizzusneið að móti loknu.

Það eru 10 strákar sem hafa tilkynnt þátttöku og við verðum með 2 lið á mótinu.  Það eru 4 inná í einu, þannig að allir fá að spila mikið.  Þeir sem hafa tilkynnt þátttöku eru eftirfarandi:

Helgi
Orri
Viktor
Ævar Örn
Ólafur Darri
Birkir Bóas
Andri Steinn
Jerve
Dagur Orri
Kristófer

Einnig eru 2 búnir að staðfesta að þeir komist ekki.  Ef það eru fleiri sem hafa áhuga að vera með, endilega látið mig vita sem fyrst.

Mæting 11:40 í Valsheimilið.  Þeir sem eiga búningana sína að mæta með þá, aðrir að mæta með rauðan bol.

sunnudagur, 5. maí 2013

Valsmót laugardaginn 11. maí

Á laugardaginn 11. maí munu drengirnir í byrjendaflokki taka þátt í móti hjá Val á Hlíðarenda.  Mótið hefst kl. 12 og munum við spila a.m.k. 3 leiki, sem klárast á 2-3 klst.  Þátttökugjald er 1.000 kr á hvern leikmann, og allir fá pizzusneið, svala og medalíu að móti loknu.  Þeir sem ætla að vera með þurfa að láta mig vita sem fyrst, marelorn@gmail.com.

Vel heppnaður æfingaleikur við Stjörnuna

Síðasta þriðjudag komu stelpurnar úr Stjörnunni og spiluðu við okkur æfingaleik, sem mér fannst bara takast nokkuð vel og gaman að fá lið í heimsókn.  Vel var mætt á æfinguna og fengu allir að spila mikið.

Stefnt er að því að endurgjalda heimsóknina næsta haust.