þriðjudagur, 7. maí 2013

Valsmót 11. maí


Valsmótið verður á laugardaginn kl. 12, ég á reyndar eftir að fá dagskrá og mun senda hana út á ykkur þegar að hún berst mér.

Kostnaður við mótið er hægt að greiða á mótsstað, kostnaður á hvern leikmann eru 1.000 kr.

Allir þátttakendur fá medalíu fyrir þáttökuna, svala og pizzusneið að móti loknu.

Það eru 10 strákar sem hafa tilkynnt þátttöku og við verðum með 2 lið á mótinu.  Það eru 4 inná í einu, þannig að allir fá að spila mikið.  Þeir sem hafa tilkynnt þátttöku eru eftirfarandi:

Helgi
Orri
Viktor
Ævar Örn
Ólafur Darri
Birkir Bóas
Andri Steinn
Jerve
Dagur Orri
Kristófer

Einnig eru 2 búnir að staðfesta að þeir komist ekki.  Ef það eru fleiri sem hafa áhuga að vera með, endilega látið mig vita sem fyrst.

Mæting 11:40 í Valsheimilið.  Þeir sem eiga búningana sína að mæta með þá, aðrir að mæta með rauðan bol.

sunnudagur, 5. maí 2013

Valsmót laugardaginn 11. maí

Á laugardaginn 11. maí munu drengirnir í byrjendaflokki taka þátt í móti hjá Val á Hlíðarenda.  Mótið hefst kl. 12 og munum við spila a.m.k. 3 leiki, sem klárast á 2-3 klst.  Þátttökugjald er 1.000 kr á hvern leikmann, og allir fá pizzusneið, svala og medalíu að móti loknu.  Þeir sem ætla að vera með þurfa að láta mig vita sem fyrst, marelorn@gmail.com.

Vel heppnaður æfingaleikur við Stjörnuna

Síðasta þriðjudag komu stelpurnar úr Stjörnunni og spiluðu við okkur æfingaleik, sem mér fannst bara takast nokkuð vel og gaman að fá lið í heimsókn.  Vel var mætt á æfinguna og fengu allir að spila mikið.

Stefnt er að því að endurgjalda heimsóknina næsta haust.


miðvikudagur, 24. apríl 2013

Æfingaleikur 30. apríl

Stelpurnar úr Stjörnunni ætla að heimsækja okkur þann 30. apríl og taka við okkur leik.  Leikurinn fer fram á okkar æfingatíma milli 17-18.

Ég er einnig að reyna að fá æfingaleik fyrir strákana, en ekkert fast komið ennþá.

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Afmælishlaup Hauka


Staður og tímasetning
Hlaupið verður haldið föstudaginn 12. apríl kl. 17:00.  Hlaupið verður frá Ásvöllum heimastöðvum HAUKA í Hafnarfirði. Hlaupið er almenningshlaup, ætlað allri fjölskyldunni og hentar ungum sem öldnum.
Hlaupinn verður einn km fyrir hvern áratug sem liðinn er frá stofnun HAUKA.

Vegalengdir
8,2 km án tímatöku. - - 3 km án tímatöku.

Leiðarlýsing
8 km hlaupið verður ræst frá Ásvöllum og hlaupið niður á Norðurbakka og að Hrafnistu. Snúningspunktur við Hrafnistu og til baka.
3 km hlauparar verða ræstir frá Ásvöllum og hlaupinn þægilegur hringur sem endar á Ásvöllum.

Flokkaskipting
Engin flokkaskipting í hlaupunum.

Verðlaun
Úrdráttarverðlaun í báðum vegalengdum.

Skráningargjald
Frítt er í hlaupið og engin skráning.

laugardagur, 6. apríl 2013

Tilkynning frá íþróttastjóra


Nú hafa Haukar samið við Hummel og Intersport næst þrjú árin. Allur haukafatnaður mun verða til sölu hjá Intersport í Lindum.
Við verðum með söludaga þriðjudaginn 9.apríl og miðvikudaginn 10.apríl, þar munum við selja nýjan knattspyrnubúning ásamt öðrum vörum, sjá viðhengi.
Sú nýjung verður tekin upp að selja svokallaða Haukapeysu (rennd hettupeysa) sem er ætluð fyrir alla þ.e. iðkendur, fjölskylduna, stuðningsmenn og alla þá sem vilja.