miðvikudagur, 6. febrúar 2013

Eitt gjald í allar boltagreinar Hauka fyrir 1.-2. bekk


Sælir foreldrar
Í kjölfar umræðu sem við heyrðum varðandi æfingar hjá 1. og 2. bekk grunnskóla þá langar mig að útskýra aðeins hvernig fjölgreinakerfið starfar.

Fjölgreinakerfið gengur út á það að leyfa öllum að kynnast boltagreinunum þremur þ.e. knattspyrnu, körfubolta og handbolta.
Það geta allir mætt í allar greinar en aðeins er borgað eitt gjald. Það sem þarf að gera er að skrá sig í eina grein og borga – ef viðkomandi barn vill fara í aðra grein þá er einnig skráð í hana en einungis til þess að við fáum niðurgreiðsluna þ.e. þið skráið inn, veljið greiðsluseðil og sendið póst á gudbjorg@haukar.is og segið frá – þá felli ég niður greiðsluseðilinn og viðkomandi er þá skráður í viðkomandi grein. Varðandi þriðju greinina þá er ekki nauðsynlegt að skrá í hana.

Semsagt hægt er að æfa allar þrjár boltagreinarnar en aðeins er greitt eitt gjald.

Við hvetjum iðkendur til að mæta og prófa sig áfram í öllum greinum.

Áfram Haukar.
  
Með bestu kveðju,

Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
s: 525-8702/861-3614
Fax: 525-8709

föstudagur, 25. janúar 2013

Fyrirlestrar á Ásvöllum næstu 3 þriðjudaga

Kæru forráðamenn

Næstkomandi þrjá þriðjudaga verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru tilvaldir fyrir alla áhugasama Haukaiðkendur og foreldra og/eða aðstandendur þeirra.Fyrstu tveir fyrirlestrarnir voru haldnir sl. vetur og þurfti að endurtaka þá þar sem færri komust að en vildu.Það verður því aftur boðið upp á þá, auk nýs fyrirlesturs um hæfileika og það hvernig þeir verða til.Fyrirlesari er Kristján Ómar og verða fyrirlestrarnir í hér á Ásvöllum.

Fyrirlestradagskrá:
Þriðjudagurinn 29. janúar kl. 20:00-21:00 Betri matarvenjur = betri í íþróttum og betri einkunnir
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00-21:00 Fæðubótarefni - eitthvað fyrir íþróttaunglinginn?
Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00-21:00 Hvernig verða hæfileikar til?

Það þarf að skrá sig á fyrirlestrana hér: Skráning

laugardagur, 19. janúar 2013

Actavismótið 2013

Alls tóku 6 strákar og 8 stelpur þátt í Actavismótinu og stóðu sig með sóma.  Hér til hliðar eru myndir sem ég hef sett inn á myndasíðu flokksins.

þriðjudagur, 8. janúar 2013

Actavismótið 12. og 13. janúar

Actavismótið fer fram þann 12. og 13. janúar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.  Strákarnir munu spila á laugardag og stelpurnar á sunnudag.  Frítt er fyrir leikmenn Hauka á mótið og verða allir leystir út með glaðningi í lok móts.  Í byrjendaflokki munum við senda inn strákalið (2006/6 ára) og 2 stúlknalið (2005-2006/6-7 ára).  Dagskráin er eftirfarandi:

Laugardagur (strákar 2006/6 ára):
kl. 9:00   Haukar - Hamar 2 (Völlur 6)
kl. 10:00 Haukar - Hamar 1 (Völlur 5)
kl. 11:00 Haukar - Keflavík (Völlur 6)

Sunnudagur (stelpur 2005-2006/6-7 ára)
kl. 11:00 Haukar 11 - Keflavík 6 (Völlur 2)
kl. 11:00 Haukar 10 - UMFN 3 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 10 - Keflavík 6 (Völlur 3)
kl. 12:00 Haukar 11 - UMFN 2 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 10 - UMFN 1 (Völlur 4)
kl. 13:30 Haukar 11 - Keflavík 7 (Völlur 1)

Leikmenn þurfa að vera mættir og tilbúnir 20 mínútum fyrir hvern leik.  Þeir sem eiga búninga mæta með þá, aðrir koma með rauðan bol til að spila í.

fimmtudagur, 20. desember 2012

Jólafrí

Nú er komið jólafrí og vil ég nota tækifærið og óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir tímabilið sem er að líða.  Á þriðjudaginn var ég með myndavélina með á æfingu og tók nokkrar myndir sem eru aðgengilegar hér til vinstri á síðunni.

sunnudagur, 9. desember 2012

Jólafrí 21. des - 6. jan

Síðasta æfing fyrir jól verður fimmtudaginn 20. desember og fyrsta æfing eftir jól verður þriðjudaginn 8. janúar.

sunnudagur, 2. desember 2012

Vel heppnað ÍR mót

Nú  er vel heppnuðu ÍR móti lokið, þar sem flestir krakkarnir voru að stíga sínu fyrstu skref í keppni í körfubolta.  Krakkarnir voru okkar félagi til sóma og stóðu sig vel í leikjunum.  Sjá mátti framfarir á milli leikja á flestum og sýndist mér allir hafi haft gaman af því að taka þátt í þessu móti.

Næsta mót verður Actavismótið hjá okkur á Ásvöllum í janúar, nú er bara að æfa vel fram að því móti.