föstudagur, 19. desember 2014
þriðjudagur, 16. desember 2014
Myndir frá æfingu 13. desember
Var með myndavélina með á æfingunni á laugardaginn, hlekkur á myndirnar hér til vinstri á síðunni.
fimmtudagur, 11. desember 2014
Skipulag fram að jólum
Síðasta æfing fyrir jól verður fimmtudaginn 18 desember, eftirfarandi æfingar eru því eftir í desember
11. des (hefðbundin æfing)
13. des (jólaæfing, tarzanleikur o.fl.)
17. des (hefðbundin æfing)
18. des (skiptum í lið og tökum mót á æfingunni)
Fyrsta æfing á nýju ári verður svo miðvikudaginn 7. janúar.
11. des (hefðbundin æfing)
13. des (jólaæfing, tarzanleikur o.fl.)
17. des (hefðbundin æfing)
18. des (skiptum í lið og tökum mót á æfingunni)
Fyrsta æfing á nýju ári verður svo miðvikudaginn 7. janúar.
Knattrak
Vorum að bæta við knattraksæfingum í gær. Fram til þess hefur verið áhersla á vinstri og hægri hendi, í einföldu knattraki, ásamt því að bæta við stefnubreytingum (eða crossover). Í gær bættum við aðeins við, byrjum á að rekja í gegnum klofið og fyrir aftan bak. Eigum þó nokkuð í land með að ná þessum 6 ára gutta, sjá myndband. En það er allt hægt, æfingin skapar meistarann.
https://www.youtube.com/watch?v=SgMogACe1PE
https://www.youtube.com/watch?v=SgMogACe1PE
föstudagur, 5. desember 2014
Liðsmyndir frá Nettómóti ÍR 2014
miðvikudagur, 3. desember 2014
ÍR mót video
Algirdas (pabbi Gerardas) tók saman skemmtilegt video af 2005 liðinu um helgina, frábært framtak og gaman að fá að deila því hér með öðrum.
https://www.youtube.com/watch?v=ZAxGd2qc8Hg
https://www.youtube.com/watch?v=ZAxGd2qc8Hg
mánudagur, 1. desember 2014
Vel heppnuðu ÍR-móti lokið
Það voru 19 kátir drengir frá okkur sem stóðu sig vel og voru félaginu til sóma jafnt innan sem utan vallar. Gaman að sjá vinnusemina og dugnaðinn hjá strákunum, það skilaði sér vel inná vellinum. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem að mættu í Seljaskólann með strákunum. Ég hef fengið myndir frá Algirdas (pabbi Gerardas), sjá hér. Gaman væri að fá myndir frá fleirum, ég á einnig eftir að setja mínar myndir inn.
Tilkynning frá íþróttastjóra
Það verður söludagur á Errea fatnaði á miðvikudaginn 3. des. kl. 17:00 - 19:00. til sölu verða búningar á iðkendur, íþróttatöskur, sokkar, íþróttapeysur og bolir o.fl. íþróttafatnaður.
Nú er tíminn til að versla jólagjöfina fyrir krakkana.
Nú er tíminn til að versla jólagjöfina fyrir krakkana.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)