fimmtudagur, 28. nóvember 2013

ÍR mót

Leikirnir fara fram í Seljaskóla.  Foreldrar sjá um að koma krökkunum á staðinn og tilbaka.  Kostnaður við þátttöku í mótinu eru 2.500 kr. og greiðast á staðnum við mætingu í mótið.  Krakkarnir þurfa að vera mættir 20 mínútum fyrir fyrsta leik, tilbúin klædd (í eigin búningum eða rauðum bol) í keppni.

Nú liggur fyrir leikjaniðurröðun fyrir helgina og skipting í liða hjá okkur.  Stelpurnar spila á sunnudeginum og verður þar 1 lið frá okkur sem er skipað eftirfarandi leikmönnum:

Halldóra
Bryndís
Emelía
Snædís
Ólöf
Sigrún

Leikirnir eru á sunndeginum 1. desember á eftirfarandi tímum:
11:55 Haukar - Keflavík1 (Völlur 1)
12:45 Haukar - KR3 (Völlur 3)
13:35 Haukar - Keflavík3 (Völlur 2)

Strákarnir skiptast í 2 lið og fyrri hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum:
Óskar Erik
Oskar
Olafur Isaac
Axel
Sindri
Leon
Jóhann Ási

Leikirnir eru á laugardeginum 30. nóvember á eftirfarandi tímum:
8:10 Haukar - Njarðvík (Völlur 1)
9:00 Haukar - Grindavík1 (Völlur 3)
9:50 Haukar - Keflavík1 (Völlur 2)

Seinni hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum
Ævar
Viktor
Dagur
Jerve
Orri
Helgi

Leikirnir eru á laugardeginum 30. nóvember á eftirfarandi tímum:
10:40 Haukar - Njarðvík1 (Völlur 1)
11:30 Haukar - Þór Þ.2 (Völlur 2)
12:45 Haukar - FSU 1 (Völlur 1)

þriðjudagur, 26. nóvember 2013

Litla NBA á fimmtudagsæfingunni 28. nóvember

Á fimmtudaginn 28. nóvember verður haldið litla NBA.  Það þýðir að þennan dag á fjölgreinaæfingu, verður eingöngu körfubolti.  Skipt verður í lið og spilað mót á æfingunni.  Vonandi að ég sjái sem flesta.

fimmtudagur, 21. nóvember 2013

Fyrsta mót vetrarins (uppfært)

Helgina 30. nóv - 1. des verður haldið mót hjá ÍR sem við ætlum að sækja.  Gjaldið er 2.500 kr. á keppanda og innifalið í því er verðlaunapeningur og nesti frá Nettó.  Nánari dagskrá liggur ekki fyrir, en ætti að skýrast í næstu viku.  Hvert lið mun eingöngu spila annan daginn og má gera ráð fyrir að mótið taki 2-3 tíma að klárast.  Þeir sem ætla að taka þátt, endilega skráið ykkur í "ummæli" á þessari frétt.

Strákar spila á laugardag og stelpur á sunnudag, nánari dagskrá verður komin seinni hluta næstu viku.

mánudagur, 11. nóvember 2013

Bíó og pizzukvöld

Haldið verður bíó og pizzukvöld mánudaginn 18. nóvember, heima hjá þjálfaranum Hörgsholti 35.  Skemmtunin er fyrir bæði stelpu og stráka hóp, kostnaður er 500 kr. fyrir pizzu og svala.  Mæting er kl. 17:30 en gert er ráð fyrir að skemmtuninni ljúki ca.kl. 20:00.

þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Ósóttir búningar

Enn nokkuð af ósóttum búningum, hægt er að nálgast búningana milli kl. 09:00 - 18:00 og svo er hægt að hringja líka og biðja um að setja búninga í afgreiðslu til að sækja þá eftir kl. 18:00.

sunnudagur, 3. nóvember 2013

Myndir

Myndir af því þegar krakkarnir leiddu inn leikmenn meistaraflokkanna inná leikina Haukar-Snæfell eru komnar inn, sjá hlekki yfir myndir hér til vinstri á bloggsíðunni.  Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar.