miðvikudagur, 27. mars 2013
Æfing þriðjudaginn 2. apríl
Fyrsta æfing eftir páskafrí verður þriðjudaginn 2. apríl. Ég verð fjarverandi á þessari æfingu en hann Siggi þjálfari hjá mb. 8-9 ára, mun vera með æfinguna ásamt Dagbjörtu.
sunnudagur, 24. mars 2013
Körfuboltabúðir Hauka um páskana
Körfuknattleiksleiksdeild Hauka mun verða með körfuboltabúðir fyrir krakka í
1.-10. bekk núna í dymbilvikunni. Körfuboltabúðirnar verða með svipuðu sniði
og verið hefur þar sem áherslan er lögð á bolta- og skotæfingar.
Yfirþjálfari búðanna verður Pétur Ingvarsson fyrrum þjálfari mfl. hjá Haukum
og Hamri. Honum til aðstoðar verða Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari yngri flokka
og leikmenn mfl. Hauka verða á staðnum til að leiðbeina og kenna.
- Er fyrir alla krakka, stelpur og stráka í 1. – 10. bekk
- Þrír dagar, mánudagur til miðvikudags (25. – 27. mars)
- Frá kl. 12:00 – 15:00
- Allir fá páskaegg í lokin
- Verð kr. 3.000
- Skráning verður við mætingu á mánudaginn
þriðjudagur, 19. mars 2013
Páskafrí
Tilkynning frá íþróttastjóra:
"Það er páskafrí frá og með mánudeginum 25. mars og til og með mánudeginum 1.apríl. Þetta er hjá 1.-4. bekk í öllum greinum."
Þetta þýðir það að það verður ekki æfing þriðjudaginn 26. mars, né á skírdag þann 28. mars.
"Það er páskafrí frá og með mánudeginum 25. mars og til og með mánudeginum 1.apríl. Þetta er hjá 1.-4. bekk í öllum greinum."
Þetta þýðir það að það verður ekki æfing þriðjudaginn 26. mars, né á skírdag þann 28. mars.
mánudagur, 4. mars 2013
Vel heppnuðu móti lokið
Nú er vel heppnuðu móti lokið og held ég að allir sem tóku þátt, jafnt fullorðnir sem börn hafi haft gaman að. Ég vil koma sérstöku þakklæti til liðsstjóranna sem stóðu sig frábærlega og héldu vel utan um sín lið. Þau Stefán Borgþórs (pabbi Aðalheiðar), Stefán Reynis (pabbi Margrétar) og Þórhalla (mamma Helga) stóðu vaktina alla helgina sem liðstjórar. Vil einnig þakka foreldrum sem voru ómetanlega hjálp fyrir okkur liðstjórana og þjálfara. Síðast en ekki síst börnin okkar sem voru til fyrirmyndar innan sem utan vallar og okkar félagi til mikilla sóma.
föstudagur, 1. mars 2013
Gististaður á Nettómótinu
Nú liggur fyrir hvar verður gist, en það verður í Myllubakkaskóla í Keflavík, http://ja.is/kort/?q=Myllubakkask%C3%B3li%2C%20S%C3%B3lvallag%C3%B6tu%206&x=326134&y=393284&z=8&type=map
Haukaliðið í heild sinni verður á sama staðnum.
Haukaliðið í heild sinni verður á sama staðnum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)