fimmtudagur, 20. desember 2012
Jólafrí
Nú er komið jólafrí og vil ég nota tækifærið og óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir tímabilið sem er að líða. Á þriðjudaginn var ég með myndavélina með á æfingu og tók nokkrar myndir sem eru aðgengilegar hér til vinstri á síðunni.
sunnudagur, 9. desember 2012
Jólafrí 21. des - 6. jan
Síðasta æfing fyrir jól verður fimmtudaginn 20. desember og fyrsta æfing eftir jól verður þriðjudaginn 8. janúar.
sunnudagur, 2. desember 2012
Vel heppnað ÍR mót
Nú er vel heppnuðu ÍR móti lokið, þar sem flestir krakkarnir voru að stíga sínu fyrstu skref í keppni í körfubolta. Krakkarnir voru okkar félagi til sóma og stóðu sig vel í leikjunum. Sjá mátti framfarir á milli leikja á flestum og sýndist mér allir hafi haft gaman af því að taka þátt í þessu móti.
Næsta mót verður Actavismótið hjá okkur á Ásvöllum í janúar, nú er bara að æfa vel fram að því móti.
Næsta mót verður Actavismótið hjá okkur á Ásvöllum í janúar, nú er bara að æfa vel fram að því móti.
þriðjudagur, 27. nóvember 2012
Jólamót Nettó og ÍR, dagskrá
Þá liggur leikjaniðurröðunin fyrir og er hún eftirfarandi:
Strákar:
lau. kl. 9:00 Haukar - ÍR (Völlur 2)
lau. kl. 9:25 Haukar - Þór (Völlur 2)
lau. kl. 10:15 Haukar - Njarðvík (Völlur 1)
Stelpur:
lau. kl. 8:35 Haukar - Keflavík 2 (Völlur 3)
lau. kl. 9:00 Haukar - Keflavík 1 (Völlur 3)
lau. kl. 9:50 Haukar - ÍR (Völlur 3)
lau. kl. 10:40 Haukar/ÍR - Keflavík 1 og 2 (Völlur 3) (aukaleikur)
Leikirnir fara fram í Seljaskóla. Foreldrar sjá um að koma krökkunum á staðinn og tilbaka. Kostnaður við þátttöku í mótinu eru 2.000 kr. og greiðast á staðnum við mætingu í mótið. Krakkarnir þurfa að vera mættir 20 mínútum fyrir fyrsta leik, tilbúin klædd (rauður bolur) í keppni.
Í mótstilkynningunni kom fram að krakkarnir eru hvattir til að mæta með jólahúfu og vera með á milli leikja, einnig mun jólasveinninn mæta á svæðið.
Strákar:
lau. kl. 9:00 Haukar - ÍR (Völlur 2)
lau. kl. 9:25 Haukar - Þór (Völlur 2)
lau. kl. 10:15 Haukar - Njarðvík (Völlur 1)
Stelpur:
lau. kl. 8:35 Haukar - Keflavík 2 (Völlur 3)
lau. kl. 9:00 Haukar - Keflavík 1 (Völlur 3)
lau. kl. 9:50 Haukar - ÍR (Völlur 3)
lau. kl. 10:40 Haukar/ÍR - Keflavík 1 og 2 (Völlur 3) (aukaleikur)
Leikirnir fara fram í Seljaskóla. Foreldrar sjá um að koma krökkunum á staðinn og tilbaka. Kostnaður við þátttöku í mótinu eru 2.000 kr. og greiðast á staðnum við mætingu í mótið. Krakkarnir þurfa að vera mættir 20 mínútum fyrir fyrsta leik, tilbúin klædd (rauður bolur) í keppni.
Í mótstilkynningunni kom fram að krakkarnir eru hvattir til að mæta með jólahúfu og vera með á milli leikja, einnig mun jólasveinninn mæta á svæðið.
föstudagur, 23. nóvember 2012
Æfingaleikur á næstu æfingu
Sem undirbúning fyrir fyrsta mótið sem er eftir rúma viku þá munum við taka æfingaleik á milli drengja og stúlkna í byrjendaflokki. Ætlunin er að taka 15 mínútur af hvorum æfingatíma í leikinn. Þannig að æfingin hjá drengjunum verður því 16:00-17:15 og hjá stúlkunum 16:45-18:00, æfingaleikurinn verður því spilaður ca. 16:45-17:15.
mánudagur, 19. nóvember 2012
ÍR mótið 1. - 2. desember
Þá styttist í fyrsta mót vetrarins, en við munum taka þátt í ÍR mótinu sem fer fram helgina 1. - 2. desember. Við stefnum á að senda inn 1 lið í 1. bekk drengja og 1 lið í 1.-2. bekk stúlkna.
Kostnaður við þáttöku í mótinu eru 2.000 kr. á hvern leikmann. Vinsamlegast látið mig vita hverjir ætla að vera með, með því að senda tölvupóst á marelorn@gmail.com
Ég mun senda út nánari dagskrá yfir mótið þegar að hún liggur fyrir. En liðin sem taka þátt munu spila annan hvorn daginn þessa helgi (ekki báða dagana) og klára sína leiki á 2-3 klst.
Kostnaður við þáttöku í mótinu eru 2.000 kr. á hvern leikmann. Vinsamlegast látið mig vita hverjir ætla að vera með, með því að senda tölvupóst á marelorn@gmail.com
Ég mun senda út nánari dagskrá yfir mótið þegar að hún liggur fyrir. En liðin sem taka þátt munu spila annan hvorn daginn þessa helgi (ekki báða dagana) og klára sína leiki á 2-3 klst.
þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Fjáröflun - Haukar
Kæru leikmenn, aðstandendur og stuðningsmenn körfunnar í Haukum
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að setja í gang fjáröflun til að standa undir
hluta af rekstrarkostnaði meistaraflokkanna á komandi keppnistímabili. Fyrirsjáanlegt er að ekki
verður að óbreyttu hægt að standa undir því metnaðarfulla starfi sem stjórn deildarinnar hefur
vilja til að standa að í vetur og því er leitað til ykkar um að styðja starfið með því að kaupa af
deildinni vörur sem stjórnarmenn hafa útvegað á hagstæðu verði.
Upplýsingar um vörur:
WC Katrin Plus (bestur)
42 rúllur af hágæða extra soft 50 metrar á rúllu.
Pakki kostar 5.500 kr.
Eldhúsrúllur Standard
28 eldhúsrúllur 14 metrar á rúllu af hvítum pappír.
Pakki kostar 4.000 kr.
Bakkelsi frá HP kökugerð á Selfossi
10 heilar flatkökur á 1.200 kr.
10 kleinur í poka á 700 kr.
10 kanilsnúðar í poka á 700 kr.
Pakki með flatkökum, kleinum og kanilsnúðum kostar 2.400 kr.
Jólapappír
5 rúllur í búnti af blönduðum pappír, 57 cm x 5 mtr.
Pakki kostar 1.500 kr.
Nú snúum við bökum saman!! Með sameiginlegu átaki þá náum við að standa
undir því metnaðarfulla starfi sem við viljum öll sjá hjá HAUKUM.
fimmtudagur, 1. nóvember 2012
Söludagur á ERREA fatnaði
Söludagur verður á Errea fatnaði á Ásvöllum. Seldar verður keppnisbúningurinn okkar, innanundirbuxur, treyjur, buxur, húfur o.fl. Foreldrar geta komið og keypt merktan Haukafatnað svo allir líti nú vel út í stúkunni.
Salan verður á fimmtudaginn 1. nóv. kl. 17.00 - 19.00 og líka á mánudaginn 5. nóv á sama tíma.
Salan verður á fimmtudaginn 1. nóv. kl. 17.00 - 19.00 og líka á mánudaginn 5. nóv á sama tíma.
fimmtudagur, 25. október 2012
Haukar - Þór föstudaginn kl. 19:15
Í tilefni af fyrsta heimaleik karlaliðs Hauka ætlum við að bjóða öllum iðkenndum sem mæta á leikinn í Haukabúning tvo boðsmiða fyrir foreldra/forráðamenn, s.s. ef iðkanndi mætir í Haukabúning á leikinn fá mamma og pabbi eða amma og afi frítt á leikinn. Miðararnir verða afhentir í miðasölu fyrir leik.
miðvikudagur, 24. október 2012
Vinaæfing þriðjudaginn 30. október
Þriðjudaginn 30. október verður vinaæfing á venjulegum æfingatíma í Hraunvallaskóla. Allir iðkendur hvattir til að taka vini með, því fleiri því betra.
þriðjudagur, 23. október 2012
Tilkynning frá íþróttastjóra
ÆFINGAGJÖLD – ÍTREKUN (fyrirsögn)
Kæru forráðamenn
Þeir sem ekki hafa greitt æfingagjöld barna sinna fyrir 1.nóv. fá ekki að keppa fyrir hönd félagsins.
Sjá leiðbeiningar á haukar.is.
Með bestu kveðju, íþróttastjóri
þriðjudagur, 16. október 2012
Tilkynning frá íþróttastjóra
Kæru forráðamenn
Nú þurfa þeir sem eiga eftir að ganga frá æfingagjaldi fyrir barnið sitt að gera það sem allra fyrst.
Nú er það svo að eftir því sem líður á þá lækkar niðurgreiðslustyrkurinn sem í boði er frá bænum og þá þurfið þið forráðamenn góðir að greiða hærri upphæð.
Best er að fara í gegnum hafnarfjordur.is – mínar síður og klára að ganga frá greiðslu þar, munið að haka við þar sem stendur „Nota íþrótta- og tómstundastyrk“.
Mikilvægt er að ganga frá æfingagjaldi síns barns fyrir 1. nóv. Eftir það gildir sú regla, sem tekin var í notkun nú á þessu tímabili, að þeir iðkendur sem ekki hafa verið skráðir og greidd æfingagjöld fyrir, hafa ekki heimild til að taka þátt í mótum/leikjum á vegum félagsins. Þetta er gert til að allir sitji við sama borð varðandi greiðslu æfingagjalda.
Einnig minni ég á að hægt er að skipta æfingagjaldi í allt að 11 mánuði hvort sem er með greiðsluseðlum eða á kreditkort.
Með von um jákvæð viðbrögð,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
miðvikudagur, 3. október 2012
Foreldrafundur - samantekt
Foreldrafundurinn fór fram í kvöld, þar sem Guðbjörg Íþróttastjóri fór yfir fyrirkomulagið við greiðslur æfingagjalda og hvað þarf að gera til þess að eiga kost á niðurgreiðslum frá Hafnarfjarðabæ. Samúel formaður körfuknattleiksdeildarinnar fór yfir skipulag og starfssemi deildarinnar. Marel fór síðan yfir markmið og fyrirkomulag vetrarins.
Markmið hópsins:
Ná tökum á grunnatriðum körfubolta, drippla, skjóta og senda. Þekkja helstu reglur körfuboltans. Hafa gaman í vetur.
Áhersla á æfingum:
Æfingar við að ná tökum á grunnatriðum körfuboltans. Leikir bæði er lúta að körfubolta og líka almennir leikir óháðir körfubolta.
Stefnt er að fara á 3 mót í vetur, sjá lista hér til vinstri á síðunni.
Markmið hópsins:
Ná tökum á grunnatriðum körfubolta, drippla, skjóta og senda. Þekkja helstu reglur körfuboltans. Hafa gaman í vetur.
Áhersla á æfingum:
Æfingar við að ná tökum á grunnatriðum körfuboltans. Leikir bæði er lúta að körfubolta og líka almennir leikir óháðir körfubolta.
Stefnt er að fara á 3 mót í vetur, sjá lista hér til vinstri á síðunni.
þriðjudagur, 2. október 2012
Foreldrafundur miðvikudaginn 3. október
Haldinn verður foreldrafundur þann þriðja október kl. 19 í Schenker-höllinni að Ásvöllum. Fundurinn verður á annarri hæð, á pallinum þar sem komið er upp tröppurnar. Farið verður yfir starf vetrarins, kynnt fyrirkomulag um æfingagjöld o.fl. Vonast til að sjá sem flesta foreldra á fundinum.
þriðjudagur, 25. september 2012
Tilkynning frá íþróttatstjóra
Kæru forráðamenn
Nú er búið að opna fyrir kerfið sem sér um að taka á móti skráningu og greiðslu æfingagjalda. Það er búið að samkeyra kerfið (Nóri) við Hafnarfjarðarbæ og nú er hægt að fá niðurgreiðsluna strax með því að fara í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ eða að fara í gegnum haukar.is sem leiðir ykkur á mínar síður.
Þetta er breyting frá því sem áður var því nú greiða forráðamenn mismuninn milli heildaræfingagjalds og niðurgreiðslu. Hafnarfjarðarbær greiðir síðan mánaðarlega beint til íþróttafélaganna niðurgreiðsluhlutann.
Þannig að það sem áður var eins og það að fara inn á íbúagátt og merkja við niðurgreiðslu þrisvar yfir árið er ekki lengur til, einng þá fá forráðamenn strax niðurgreiðsluna og þurfa því ekki að fá endurgreitt frá félaginu.
Þetta er breyting frá því sem áður var því nú greiða forráðamenn mismuninn milli heildaræfingagjalds og niðurgreiðslu. Hafnarfjarðarbær greiðir síðan mánaðarlega beint til íþróttafélaganna niðurgreiðsluhlutann.
Þannig að það sem áður var eins og það að fara inn á íbúagátt og merkja við niðurgreiðslu þrisvar yfir árið er ekki lengur til, einng þá fá forráðamenn strax niðurgreiðsluna og þurfa því ekki að fá endurgreitt frá félaginu.
Það helsta við þetta nýja kerfi er að forráðamenn verða að ganga frá æfingagjaldinu í síðasta lagi 10. október til að fá fulla niðurgreiðslu. Ef það tefst fram til 11. október þá fellur niður endurgreiðsla fyrir sept., ef skráð er 1.nóv. þá fellur niður greiðsla fyrir okt. o.s.frv. Við hvetjum því forráðamenn til að ganga frá greiðslu sem fyrst.
Hægt er að greiða með kreditkorti og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – enginn aukakostnaður.
Einnig er hægt að greiða með greiðsluseðli og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – hér er rukkað svokallað þjónustugjald sem er ca. 450 krónur á hverja greiðslu.
Einnig er hægt að greiða með greiðsluseðli og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – hér er rukkað svokallað þjónustugjald sem er ca. 450 krónur á hverja greiðslu.
Hægt er að fá leiðbeiningar um hvernig skráning fer fram á slóðinni http://haukar.is/ibuagatt.
Við vekjum athygli á því að það verður að ganga frá greiðslu til að fá niðurgreiðsluna.
Við vekjum athygli á því að það verður að ganga frá greiðslu til að fá niðurgreiðsluna.
föstudagur, 7. september 2012
Æfingagjöld (tilkynning frá íþróttastjóra
Kæru forráðamenn/foreldrar
Mig langar að byrja á því að þakka þeim sem komu á Haukadaginn okkar fyrir komuna. Frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta – svona gerum við gott félag betra.
Nú er komið að greiðslum æfingagjalda fyrir tímabilið 2012-2013.
Hafnarfjarðarbær ákvað að taka sama kerfi, Nóra, og við höfum verið að nota í eitt og hálft ár. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll því þarna sameinast greiðslur æfingagjalda og niðurgreiðslur. Það verður því þannig að forráðamenn greiða mismuninn á æfingagjöldum og niðurgreiðslum, sem dæmi:
Iðkandi í 7. flokki í knattspyrnu, æfingagjald 45.000
Niðurgreiðslan er 20.400 (12 x 1.700)
Forráðamenn borga því 45.000-20.400 sem gera 24.600.
Bærinn mun því greiða okkur beint mismuninn – allt mun einfaldara og betra.
Hafnarfjarðarbær er ekki tilbúin með kerfið og því vil ég biðja forráðamenn að bíða rólega þar til ég sendi út tilkynningu um að það sé í lagi að byrja að ganga frá æfingagjöldum.
Þá sendi ég ykkur einnig skýringu á því hvernig þetta er gert en til að gera langa sögu stutta í fyrstu adrennu þá er þetta allt gert í gegnum haukar.is.
Nú þurfið þið ekki að fara á íbúagátt þrisvar yfir árið eins og verið hefur.
Nú þurfið þið ekki að fara á íbúagátt þrisvar yfir árið eins og verið hefur.
Nánari útskýringar koma í póstinum þegar ég tilkynni ykkur að kerfið sé tilbúið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)