þriðjudagur, 17. maí 2016

Uppskeruhátíð miðvikudaginn 18. maí

Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar verður haldin kl. 17 miðvikudaginn 18. maí.  Allir iðkendur minniboltans fá afhentan verðlaunapening fyrir þátttöku á tímabilinu.

miðvikudagur, 4. maí 2016

Enginn æfing fimmtudag, uppstigningardagur

Á morgun fimmtudag er engin æfing, Ásvellir eru lokaðir.  Uppstigningardagur.  Næsta æfing verður á laugardaginn kl. 9 á Ásvöllum.

Síðsta æfing tímabilsins verður þriðjudaginn 17. maí.  Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildarinnar verður haldin svo 18. maí, nánar um hana síðar.

mánudagur, 2. maí 2016

Skemmtiæfing á morgun

Á morgun þriðjudag verður æfing með öðru sniði.  Við höfum fengið leyfi til að nota áhöldin í íþróttahúsinu og verður sett upp "Tarzan" braut í hálfum sal.  Í hinum helmingnum munum við skipta í lið og spila körfubolta.

föstudagur, 29. apríl 2016

Stjörnustríð 2016

Flottu móti hjá Stjörnunni lokið og að venju stóðu okkar drengir sig frábærlega.  Það eru komnar inn myndir hér til vinstri og svo koma liðsmyndir hér að neðan einnig.






fimmtudagur, 28. apríl 2016

Haukar - KR, fjórði leikur

Í kvöld 28. apríl kl. 19:15 fer fram fjórði leikur Hauka og KR um íslandsmeistaratitilinn.  Fjölmennum á leikinn.

mánudagur, 25. apríl 2016

Oddaleikur um íslandsmeistaratitilinn

Á morgun þriðjudaginn 26. apríl fer fram oddaleikur milli Hauka og Snæfells um íslandsmeistaratitil í úrvalsdeild kvenna.  Hvetjum alla til að mæta í rauðu og hvetja okkar lið til sigurs.  Fram til þessa hafa þessir leikir verið mikil skemmtum og góð stemmning á pöllunum.  Ætla má að oddaleikurinn verði ekki síðri.

Vonast til að sjá sem flesta á leiknum.

miðvikudagur, 20. apríl 2016

Stjörnustríð, laugardaginn 23. apríl

Okkar drengir munu allir spila laugardaginn 23. apríl á mótinu hjá Stjörnunni.  Hér að neðan má sjá tímasetningar á leikjunum og skiptingu í lið:

Haukar 11 (Brynjar, Helgi, Teitur Árni, Viktor og Ævar)
kl 17:30 Haukar11 Valur1 Völlur1
kl 18:30 Haukar11 Fjölnir1 Völlur2
kl 19:30 Haukar11 Keflavík2 Völlur2

Haukar12 (Alorian, Eggert, Friðrik, Garðar og Jerve)
kl 18:00 Haukar12 Stjarnan5 Völlur1
kl 19:00 Haukar12 KR4 Völlur2
kl 20:00 Haukar12 ÍA4 Völlur2

Haukar13 (Bernardo, Davíð, Ingimundur, Kári, Orri og Stefán)
kl 18:00 Haukar13 Stjarnan6 Völlur3
kl 19:00 Haukar13 FSU2 Völlur4
kl 20:00 Haukar13 ÍA5 Völlur4

Haukar14 (Dagur Fannar, Heiðar, Ísak og Róbert)
kl 11:00 Haukar14 UMFN16 Völlur4
kl 12:00 Haukar14 Stjarnan10 Völlur4
kl 13:00 Haukar14 KR7 Völlur3

Haukar15 (Alexander, Frosti, Guðmundur, Kristófer Breki og Ægir)
kl 14:30 Haukar15 Stjarnan 18 Völlur3
kl 15:30 Haukar15 Keflavík 5 Völlur4
kl 17:30 Haukar15 Hörður 2 Völlur3

Kostnaður við mótið er 2.500 kr. á hvern leikmann.  Leikmenn þurfa að vera klárir 15 mínútum fyrir leik í búning (eða rauðu)

Það er búist við miklum fjölda á svæðinu, en einnig er fótboltamót á sama tíma.  Mótshaldarar vísa því á eftirfarandi svæði til að leggja bílum:

1. Í kringum íþróttahús Ásgarðs
2. við Hagkaup
3. við Garðatorg / Hönnunarsafn Íslands
4. við Flataskóla
5. við Sjálandsskóla