mánudagur, 25. apríl 2016

Oddaleikur um íslandsmeistaratitilinn

Á morgun þriðjudaginn 26. apríl fer fram oddaleikur milli Hauka og Snæfells um íslandsmeistaratitil í úrvalsdeild kvenna.  Hvetjum alla til að mæta í rauðu og hvetja okkar lið til sigurs.  Fram til þessa hafa þessir leikir verið mikil skemmtum og góð stemmning á pöllunum.  Ætla má að oddaleikurinn verði ekki síðri.

Vonast til að sjá sem flesta á leiknum.

miðvikudagur, 20. apríl 2016

Stjörnustríð, laugardaginn 23. apríl

Okkar drengir munu allir spila laugardaginn 23. apríl á mótinu hjá Stjörnunni.  Hér að neðan má sjá tímasetningar á leikjunum og skiptingu í lið:

Haukar 11 (Brynjar, Helgi, Teitur Árni, Viktor og Ævar)
kl 17:30 Haukar11 Valur1 Völlur1
kl 18:30 Haukar11 Fjölnir1 Völlur2
kl 19:30 Haukar11 Keflavík2 Völlur2

Haukar12 (Alorian, Eggert, Friðrik, Garðar og Jerve)
kl 18:00 Haukar12 Stjarnan5 Völlur1
kl 19:00 Haukar12 KR4 Völlur2
kl 20:00 Haukar12 ÍA4 Völlur2

Haukar13 (Bernardo, Davíð, Ingimundur, Kári, Orri og Stefán)
kl 18:00 Haukar13 Stjarnan6 Völlur3
kl 19:00 Haukar13 FSU2 Völlur4
kl 20:00 Haukar13 ÍA5 Völlur4

Haukar14 (Dagur Fannar, Heiðar, Ísak og Róbert)
kl 11:00 Haukar14 UMFN16 Völlur4
kl 12:00 Haukar14 Stjarnan10 Völlur4
kl 13:00 Haukar14 KR7 Völlur3

Haukar15 (Alexander, Frosti, Guðmundur, Kristófer Breki og Ægir)
kl 14:30 Haukar15 Stjarnan 18 Völlur3
kl 15:30 Haukar15 Keflavík 5 Völlur4
kl 17:30 Haukar15 Hörður 2 Völlur3

Kostnaður við mótið er 2.500 kr. á hvern leikmann.  Leikmenn þurfa að vera klárir 15 mínútum fyrir leik í búning (eða rauðu)

Það er búist við miklum fjölda á svæðinu, en einnig er fótboltamót á sama tíma.  Mótshaldarar vísa því á eftirfarandi svæði til að leggja bílum:

1. Í kringum íþróttahús Ásgarðs
2. við Hagkaup
3. við Garðatorg / Hönnunarsafn Íslands
4. við Flataskóla
5. við Sjálandsskóla

mánudagur, 11. apríl 2016

Breyttur æfingatími og staður, Haukar 85 ára

Í tilefni af 85 ára afmæli hauka verður opin æfing kl. 16-18 á Ásvöllum.  Æfingin í Hraunvallaskóla fellur því niður og vona ég að sem flestir geti mætt á Ásvelli í staðinn.

Haukar 85 ára, afmælishlaup 12. apríl



Afmælishlaup
Félagið okkar Knattspyrnufélag Hauka er 85 ára þriðjudaginn 12. apríl.  Að venju ætlar Skokkhópur Hauka að halda upp á það með afmælishlaupi. Við hvetjum alla krakka til að mæta og taka þátt. Hlaupið er  850 metrar og byrjar kl. 16:45 við innganginn  á Ásvöllum og endar bak við hús. Allir fá drykk og súkkulaði að hlaupi loknu. Kl. 17:00 verður fyrsta skóflustungan tekinn á nýju körfubolta húsi.

Verum með og fögnum saman!



föstudagur, 8. apríl 2016

Stjörnustríð 23-24 apríl

Helgina 23-24 apríl munum við sækja mót hjá Stjörnunni, spilað verður annan hvorn daginn og má gera ráð fyrir að mótið klárist á 3 klst.  Kostnaður við mótið er 2.500 kr. á hvern leikmann.  Þeir sem ætla að taka þátt skráið nafn ykkar drengs í comment á þessa frétt, skráningafrestur á mótið rennur út á fimmtudaginn í næstu viku, 14. apríl.

Æfing laugardaginn 9. apríl kl. 12-13 í Hraunvallaskóla

Athugið að á morgun laugardag verður æfing kl. 12-13 í Hraunvallaskóla.