föstudagur, 13. nóvember 2015

Æfing næsta laugardag

Næsta laugardag verður æfing með léttara sniði og brugðið frá hefðbundnu æfingunum.  Stóra dýnan nýtt, settir upp leikir og spilað meira en venjulega.

föstudagur, 6. nóvember 2015

þriðjudagur, 20. október 2015

Vinavika 19-26 október

Frítt á æfinga fyrir alla í vinavikunni.  Endilega að taka með sér vini til að prófa æfingar.

fimmtudagur, 15. október 2015

Breyting á æfingatíma nk. laugardag

Laugardaginn 17. október verður æfing í Hraunvallaskóla kl. 12-13.  Hefðbundin æfing á Ásvöllum fellur niður þennan dag, þar sem Ásvellir eru uppteknir þennan dag.

miðvikudagur, 14. október 2015

Búningar

Þeir sem keyptu búninga á söludeginum þann 23. september, geta sótt búningana á Ásvöllum hjá henni Bryndísi.

þriðjudagur, 13. október 2015

Heimaleikur á fimmtudaginn, gengið inn á völlin

Næskomandi fimmtudag mun leikur Hauka og Snæfells í úrvaldsdeild karla fara fram.  Drengirnir okkar í flokki 8-9 ára drengja stendur til boða að ganga inn á völlinn með leikmönnum í kynningunni fyrir leikinn.  Vona ég að sem flestir sjái sér fært um að mæta, þeir sem eiga búninga endilega að mæta í þeim eða einhverju rauðu.  Miðum á leikinn verður dreift til strákanna á æfingunni á fimmtudaginn (1 miði á hvern, miðinn er fyrir foreldri, drengirnir þurfa ekki miða til að fara inn á leikinn).  Fyrir þá sem hafa áhuga þá er til sölu hamborgarar frá 18:30, grillaðir á staðnum.  Annars þurfa drengirnir sem ganga inn á völlinn að vera klárir kl. 19:00 á milli stúkanna (sama stað og gengið er inn í salinn þegar farið er á æfingu.

fimmtudagur, 8. október 2015

Æfingin laugardaginn. 10. okt fellur niður

Æfingin laugardaginn 10. október fellur niður vegna fjölliðamóts hjá eldri flokki á æfingatíma okkar.  Við munum bæta við æfingu eða skemmtun seinna.