þriðjudagur, 13. maí 2014

Valsmót

Það verður mjög líklega Valsmót á laugardaginn 17. maí kl. 9-12.  Við munum senda lið á staðinn og vil ég biðja ykkur að svara pósti sem ég sendi á hópinn (eða skrá í athugasemdir hér fyrir neðan), ef ykkar barn mun mæta í mótið.  Mótsgjaldið er 2000 kr. á hvern þátttakanda.

Ég þarf að láta vita annað kvöld um fjölda liða sem fer frá okkur, þannig endilega látið mig vita sem fyrst.

föstudagur, 9. maí 2014

Uppskeruhátíð Hauka

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar verður haldinn hátíðleg í íþróttasalnum á Ásvöllum föstudaginn 16. Maí kl. 16:00 – 18:00.

Veitt verða verðlaun fyrir árangur auk þess sem yngstu iðkendur fá veitt verðlaun. Bollakeppnin verður auðvitað á sínum stað og svo verða grillaðar pylsur fyrir alla sem mæta.

Hvetjum við alla iðkendur og auðvitað foreldra/aðstandendur til að mæta.

mánudagur, 5. maí 2014

Tímabilið senn á enda

Síðustu æfingar núverandi tímabils eru eftirfarandi:

Þriðjudagurinn 6. maí
Fimmtudagurinn 8. maí
Þriðjudagurinn 13. maí

Þriðjudaginn 6. maí verður hefðbundin æfing.

Fimmtudaginn 8. maí verður frjáls æfing með svipuðu sniði og jólaæfingin.

Þriðjudaginn 13. maí verður síðan fjölskylduæfing.  Fjölskylduæfingin er þannig að foreldrar og systkini er hvött til að mæta með og munu taka þátt í æfingunni með krökkunum.  Foreldrar/systkini þurfa að mæta í íþróttafötum, þannig að þau eru klár að taka þátt á fullu með krökkunum. Farið verður í ýmsa leiki (tengt körfuknattleik) og keppt.

þriðjudagur, 22. apríl 2014

Æfingar hefjast í dag

Æfingar hefjast í dag 22. apríl eftir páskafríið.  Frí verður á fjölgreinaæfingum næstu tvo fimmtudaga  þann 24. apríl, Sumardaginn fyrsta og  1. maí, Verkalýðsdaginn.

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Körfuboltabúðir Hauka um páskana

Körfuboltabúðir Hauka verða í dymbilvikunni, frá mánud. 14. apríl – miðvikud. 16. apríl

Frá kl. 13:00 – 16:00 alla þrjá dagana. Fyrir alla krakka í 1 – 6 bekk.

• Yfirþjálfarar verða Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og landsliðsþjálfari mfl. kvenna og

Pétur Ingvarsson fyrrum þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og þjálfari yngri flokka félagsins

• Leikmenn mfl. kvenna og karla verða að aðstoða og leiðbeina á æfingum

• Verð kr. 3.500. Systkina afsláttur – (annað barn 50% og þriðja barn frítt)

• Gengið frá greiðslu við innritun

• Muna að koma með hollt og gott nesti.

• Allir fá páskaegg í lokin og svo er auðvitað Bollinn og sigurvegari fær Stórt Páskaegg í verðlaun.

• Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.

• Allar nánari upplýsingar veita Ívar s: 8612928 og Pétur s: 8977979

mánudagur, 7. apríl 2014

Páskafrí

Það falla niður æfingar 15. og 17. apríl vegna páskafrís.

Skemmtiæfing á morgun

Á morgun þriðjudaginn 8. apríl verður skemmtiæfing.  Það hafa komið fram óskir um að mæta í grímubúningum/náttfötum og taka með sér bangsa, það er allt í boði.  Sett verður upp "Tarzan" braut með dýnum, köðlum og öðru tilheyrandi.