fimmtudagur, 30. apríl 2015
Laugardagsæfingar
Í maí verður Íþróttahús Hraunvallaskóla lokað, við munum því verða með útiæfingar í staðinn. Æfingin nk. laugardag verður á sama tíma, en mun fara fram á körfuboltavellinum við Hvaleyrarskóla. Bið drengina endilega að mæta með sinn eigin bolta, geri ráð fyrir að flestir eigi bolta eftir síðasta Nettómót.
fimmtudagur, 23. apríl 2015
Stjörnustríð, mótið á sunnudaginn
Kostnaður við mótið eru 2.000 kr. og hægt að greiða það beint til mótshaldara á staðnum. Mæta þarf klæddur í búning eða rauðum bol, 20 mínútum fyrir fyrsta leik. Liðskipan og dagskrá má sjá hér að neðan.
2005 - Haukar1 (Atli, Gerardas, Logi, Helgi og Ævar)
kl. 13:00 Haukar1 - Keflavík2 (Völlur2)
kl. 14:00 Haukar1 - Þór Þ.1 (Völlur 2)
kl. 15:30 Haukar1 - Fjölnir2 (Völlur 1)
2006 - Haukar 5 (Teitur, Jerve, Sölvi, Stefán og Davíð)
kl. 9:30 Haukar5 - Stjarnan9 (Völlur 6)
kl. 10:30 Haukar5 - Breiðablik8 (Völlur 5)
kl. 11:30 Haukar5 - Hamar3 (Völlur 6)
2006 - Haukar 6 (Siggi, Alorian, Oskar, Orri og Sindri)
kl. 12:30 Haukar6 - Keflavík4 (Völlur 5)
kl. 13:30 Haukar6 - Njarðvík2 (Völlur 5)
kl. 14:30 Haukar6 - Stjarnan11 (Völlur 5)
Vellir 1-4 eru í stóra salnum, vellir 5-6 eru í litla salnum.
2005 - Haukar1 (Atli, Gerardas, Logi, Helgi og Ævar)
kl. 13:00 Haukar1 - Keflavík2 (Völlur2)
kl. 14:00 Haukar1 - Þór Þ.1 (Völlur 2)
kl. 15:30 Haukar1 - Fjölnir2 (Völlur 1)
2006 - Haukar 5 (Teitur, Jerve, Sölvi, Stefán og Davíð)
kl. 9:30 Haukar5 - Stjarnan9 (Völlur 6)
kl. 10:30 Haukar5 - Breiðablik8 (Völlur 5)
kl. 11:30 Haukar5 - Hamar3 (Völlur 6)
2006 - Haukar 6 (Siggi, Alorian, Oskar, Orri og Sindri)
kl. 12:30 Haukar6 - Keflavík4 (Völlur 5)
kl. 13:30 Haukar6 - Njarðvík2 (Völlur 5)
kl. 14:30 Haukar6 - Stjarnan11 (Völlur 5)
Vellir 1-4 eru í stóra salnum, vellir 5-6 eru í litla salnum.
þriðjudagur, 21. apríl 2015
Frí sumardaginn fyrsta
Fimmtudaginn 23. apríl sumardaginn fyrsta verður frí á æfingu. Íþróttahúsið á Hraunvallaskóla verður lokað þann daginn.
miðvikudagur, 15. apríl 2015
Haukar - Tindastóll
Í kvöld fer fram 4. leikur Hauka og Tindastóls í úrslitakeppninni. Strákarnir í meistaraflokknum stóðu sig frábærlega í síðasta leik og unnu, þrátt fyrir að flestir hafi verið búnir að afskrifa þá. Núna er tækifæri til að koma seríunni í verulega spennu með sigri í kvöld. Hvet alla til að mæta á leikinn og hvetja sitt lið. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Ásvöllum.
þriðjudagur, 7. apríl 2015
Stjörnustríð 26. apríl
Það er komin dagsetning á síðasta mótið. Mótið verður haldið þann 26. apríl í Ásgarði í Garðabæ. Skráningafrestur á mótið er til 16. apríl, vinsamlegast skráið ykkur á mótið í "comment" hér fyrir neðan.
Æfingar að fara af stað eftir páskafrí
Fyrsta æfing eftir páskafrí verður á morgun miðvikudag skv. æfingatöflu. Styttist í síðasta mót ársins sem verður 25.-26. apríl.
miðvikudagur, 1. apríl 2015
Haukar - Keflavík, ganga inná völlinn
Á morgun 2. apríl er oddaleikur milli Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni karla. Drengjunum úr okkar flokki ásamt öðrum yngri flokkum er boðið að ganga inná völlinn með leikmönnum. Mæta þarf kl. 15:30 í keppnisbol eða öðrum rauðum bol. Leikurinn sjálfur byrjar svo kl. 16:00. Vonandi komast sem flestir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)