miðvikudagur, 18. febrúar 2015
Búningadagur í dag
Öllum frjálst að koma í öskudagsbúningum í dag ef vilji er fyrir því. Tökum létta leiki og spilum í dag.
Nettómótið Reykjanesbæ 7.-8. mars
Nettómótið fer fram dagana 7.-8. mars. Við höfum sótt þetta mót árlega og það notið mikilla vinsælda. Þetta mót er frábrugðið öðrum mótum vetrarins, en mikið er gert úr dagskrá utan leikja mótsins og gist er í skóla.
Kostnaður við mótið er 7.500 kr. á hvern þátttakanda, innifalið í mótsgjaldinu er eftirfarandi:
5 leikir á lið
Kostnaður við mótið er 7.500 kr. á hvern þátttakanda, innifalið í mótsgjaldinu er eftirfarandi:
5 leikir á lið
- Bíóferð
- Fyrir krakka 8 til 11 ára verður sýnd Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi sem er ný teiknimynd um Svamp og félaga og þeirra ævintýri.
- Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð
- Hádegisverður og kvöldverður á laugardag
- Kvöldvaka og glaðningar
- Kvöldhressing á laugardagskvöld
- Gisting
- Morgunverður á sunnudag
- Hádegisverður á sunnudag – Pizzuveisla frá Langbest
- Verðlaunapeningur
- Vegleg gjöf í mótslok
- Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá a.m.k. þrjá hoppukastala, þ.a.einn lengsta hoppukastala landsins.
- Ungmennagarðurinn við 88 húsið og Fjörheima verður opinn alla helgina en þar má m.a. finna uppblásinn ærslabelg, aparólu, minigolfbrautir, hjólabrettapalla, netboltasvæði, hjólastólarólu o.fl.
Þeir sem ætla að vera með á þessu skemmtilega móti, skrái sig í athugasemdir hér fyrir neðan. Ég þarf að fá staðfestingu um skráningu í síðasta lagi þann 26. febrúar.
Ég mun svo þurfa 1 liðstjóra fyrir hvert lið á mótinu, sjá hlutverk hans hér fyrir neðan. Reynslan hefur verið að foreldrar hafa skipt þessu hlutverki á milli sín. Einnig þarf einhverja foreldra með til að gista.
Hlutverk liðstjóra
Er að sjá um liðið á milli leikja og sjá til þess að hópurinn mæti samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Meðal dagskrárliða eru matartímar, bíóferð, sundferð (þarf líklega fleiri foreldra með hér), kvöldvaka og síðast en ekki síst vera tímanlega mætt á leikstað fyrir hvern leik. Foreldrar sem ætla að taka krakkana sína til sín á milli leikja, skulu láta liðstjóra vita.
Gisting
Boðið er upp á gistingu í skóla og þurfa því leikmenn að hafa með sér dýnu svefnpoka/sæng og kodda. Það þurfa ekki allir að gista, sumir foreldrar hafa kosið að fara heim að laugardagskvöldi og mæta með drenginn á sunnudagsmorgni, það er í góðu lagi.
Annar búnaður
Hafa þarf með sér a.m.k., s.s. tannbursta/tannkrem, aukafatnað, sundfatnað/handklæði, keppnisskó, keppnisbúning og stuttbuxur (eða rauðan bol og stuttbuxur). Einnig gott að hafa nesti með sér, til að fá á milli mála, s.s. ávexti, brauð, kex, drykk (ekki gos) eða eitthvað slíkt. Það er möguleiki að versla sér eitthvað í bíó, við skulum þó setja viðmið að enginn sé með meira en 1.000 kr í vasapening.
Hvað fer ekki með
Mæli ekki með að hafa með sér tölvuspil, síma eða önnur dýr raftæki. Einnig munum við ekki taka með okkur gos og sælgæti.
Almennar upplýsingar um Nettómótið
Haldinn er úti sérstök heimasíða fyrir mótið þar sem allar helstu upplýsingar er að finna, http://www.nettomot.blog.is/blog/nettomot/. Einnig hefur verið gefinn út bæklingur fyrir mótið, strákarnir munu fá þenna bækling afhentan áður en um langt líður, sjá rafræna útgáfu hér.
fimmtudagur, 5. febrúar 2015
Haukar - Stjarnan mánudaginn 9. febrúar, pizzuveisla
Haukar - Stjarnan fer fram mánudaginn 9. febrúar. Haukarnir bjóða uppá pizzuveislu fyrir alla sem eru í minnibolta hjá Haukum, þ.m.t. 8-9 ára drengir. Pizzuveislan hefst kl. 18:30 uppi á 2. hæð í Haukahúsinu á Ásvöllum. Drengirnir eru hvattir til að mæta í búningunum sínum, eða rauðum bolum. Um 20 mínútur fyrir leik, munu svo drengirnir fara niður og mynda göng inná völlinn þegar að meistaraflokkurinn hleypur inn á völlinn. Ég mun á æfingu á laugardaginn dreifa miðum á leikinn fyrir foreldrana, hver drengur fær 2 miða. Vonandi geta sem flestir mætt á leikinn.
þriðjudagur, 3. febrúar 2015
Fjölskylduæfing laugardaginn 7. febrúar
Á laugardaginn 7. febrúar munum við hafa fjölskylduæfingu. Vil ég hvetja foreldra og systkini að mæta á æfingu, klædd í æfingaföt til að taka þátt á æfingunni. Farið verður í létta skotleiki og spilað, systkini/foreldrar munu taka þátt í æfingunni eins og drengirnir sjálfir. Vona að sem flestir geti mætt og átt glaðan dag á æfingu hjá okkur.
Aðstoðarþjálfari
Hópurinn hjá 8-9 ára drengjum hefur verið að stækka á síðustu vikum. Við höfum því bætt aðstoðarþjálfara í hópinn, honum Magna. Magni mun því aðstoða á þeim æfingum sem eftir lifir þessa tímabils.
Æfingasókn í janúar
Það voru 11 æfingar í janúar og mætingin hjá strákunum er eftirfarandi, athugið að listinn hér fyrir sýnir eingöngu mætingar, ekki tekið tillit til leyfa, veikinda o.s.frv.
Viktor Atli | 11 |
Ævar Örn | 11 |
Orri | 10 |
Atli | 10 |
Logi Már | 10 |
Alorian | 9 |
Arnaldur Gunnar | 9 |
Gerardas | 9 |
Andri | 8 |
Dagur Orri | 8 |
Helgi | 8 |
Jerve | 8 |
Kári | 8 |
Sigurður Bergvin | 8 |
Axel | 7 |
Oskar | 7 |
Stefán | 7 |
Jónatan | 6 |
Sindri Logi | 6 |
Sölvi | 6 |
Bjarki | 6 |
Teitur Árni | 5 |
Ólafur | 3 |
Davíð | 1 |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)