miðvikudagur, 27. ágúst 2014

Tímabilið 2014-2015

Nú er nýtt körfuboltatímabil að hefjast og æfingar að fara af stað.  Fyrsta æfingin hjá 8-9 ára strákum verður miðvikudaginn 3. september kl. 15:30-16:20 á Ásvöllum.  Æfingatafla vetrarins er að finna hér til vinstri á síðunni.

Æfingar fyrir stelpurnar í minnibolta 8-9 ára (2005-2006) hefjast mánudaginn 1. sep. kl. 17:10 á Ásvöllum. Dagbjört mun þjálfa þær í vetur.

Byrjendaflokkur 6-7 ára (2007-2008) verður á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur. Fyrsta æfing stelpnanna verður þriðjudaginn 2. september kl. 16:00-17:00 í Hraunvallaskóla og strákarnir byrja líka 2. september á sama stað kl. 17:00-18:00.  Þjálfarar í byrjendaflokknum í vetur verða þær Kristín Fjóla Reynisdóttir og Auður Ólafsdóttir.

Æfingatöflur stelpnanna má sjá á eftirfarandi síðu : Körfuboltaæfingar stelpur 2014-2015
Æfingatöflur stákanna má sjá á eftirfarnadi síðu: Körfuboltaæfingar strákar 2014-2015

Þessi bloggsíða mun fylgja strákum fæddum 2005-2006 í vetur.