þriðjudagur, 22. apríl 2014

Æfingar hefjast í dag

Æfingar hefjast í dag 22. apríl eftir páskafríið.  Frí verður á fjölgreinaæfingum næstu tvo fimmtudaga  þann 24. apríl, Sumardaginn fyrsta og  1. maí, Verkalýðsdaginn.

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Körfuboltabúðir Hauka um páskana

Körfuboltabúðir Hauka verða í dymbilvikunni, frá mánud. 14. apríl – miðvikud. 16. apríl

Frá kl. 13:00 – 16:00 alla þrjá dagana. Fyrir alla krakka í 1 – 6 bekk.

• Yfirþjálfarar verða Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og landsliðsþjálfari mfl. kvenna og

Pétur Ingvarsson fyrrum þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og þjálfari yngri flokka félagsins

• Leikmenn mfl. kvenna og karla verða að aðstoða og leiðbeina á æfingum

• Verð kr. 3.500. Systkina afsláttur – (annað barn 50% og þriðja barn frítt)

• Gengið frá greiðslu við innritun

• Muna að koma með hollt og gott nesti.

• Allir fá páskaegg í lokin og svo er auðvitað Bollinn og sigurvegari fær Stórt Páskaegg í verðlaun.

• Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.

• Allar nánari upplýsingar veita Ívar s: 8612928 og Pétur s: 8977979

mánudagur, 7. apríl 2014

Páskafrí

Það falla niður æfingar 15. og 17. apríl vegna páskafrís.

Skemmtiæfing á morgun

Á morgun þriðjudaginn 8. apríl verður skemmtiæfing.  Það hafa komið fram óskir um að mæta í grímubúningum/náttfötum og taka með sér bangsa, það er allt í boði.  Sett verður upp "Tarzan" braut með dýnum, köðlum og öðru tilheyrandi.